Sjómannablaðið Víkingur

Volume

Sjómannablaðið Víkingur - 01.10.1981, Page 16

Sjómannablaðið Víkingur - 01.10.1981, Page 16
Einhversstaðar um þetta bil átti Jón Bjarnason að hafa drifið Nadda fyrir hjörg. Því miður tókst ekki að ná mynd af Nadda sjálfum, enda kannski . . . hann ofan úr götunni og dragn- aðist niður í sjó. Það er af Jóni að segja að hann komst blóðugur og marinn til byggða og sagði að eigi mundi framar verða mein af Nadda. Síðan lét Jón reisa trékross þarna á jaðrinum sem á var skorið fað- irvorið á latínu og sú ósk að hver sem færi þarna um, skyldi krjúp- andi lesa bænir sínar. Þess má að lokum geta að Jón lá lengi rúmfastur eftir slaginn en komst svo á ferð. En eftir þetta hefur aldrei orðið vart við Nadda. Jón þessi var kallaður Áttær- ings-Jón. Hann var svo afburða- mikill að hann réri einn á áttær- ingi. Hann fórst á vogi þeim fyrir utan Höfn í Borgarfirði sem síðan heitir Áttæringsvogur. Krossinn Um uppruna krossins í Njarð- víkurskriðum er fátt vitað með vissu annað en þjóðsöguna af Áttærings-Jóni og óvættinum Nadda, sem í sumum heimildum er sagður hafa verið uppi „í forn- öld“. Krossins er fyrst getið í Ferðabók Olaviusar, en hann fór um skriðurnar árið 1776. Allar götur síðan hefur þarna staðið kross og sá siður haldist að menn stöldruðu þarna við og bændu sig áður en lengra yrði haldið. Það sem kannski veltist mest fyrir mönnum er ártalið 1306 sem ævinlega hefur staðið á krossin- um. Enginn veit hvað það á að tákna. Það skyldi þó aldrei vera að krossinn hafi upphaflega verið reistur til að vernda okkur fyrir ágangi manna á borð við Una Garðarsson? í tímanna rás hafi síðan einhver hrekkjalómur flúið ofríki húsbænda sinna og falið sig í skriðunum; vistin hafi honum þótt daufleg og hann haft sér það til gamans að baula á hjátrúar- fulla alþýðuna þegar hún klöngr- aðist um skriðurnar. Síðan hafi hann verið færður í dýrsham og gerður hinn ógurlegasti. Það má jafnvel láta sér detta í hug að Naddi hafi eingöngu ætlað sér að heilsa upp á Áttærings-Jón þarna um árið, líkt og menn gera nú til dags þegar þeir stöðva ókunnuga úti á götu og biðja um eld. En hvað sem líður öllum vangaveltum um Nadda, stendur krossinn enn í Njarðvíkurskrið- um. í gegnum aldirnar hefur hann oft verið endurnýjaður. Þann kross sem nú stendur smíðaði Árni Bóasson árið 1954. „Hann var þá ungur sveinn heima í Njarðvík og gerði þetta ótil- kvaddur eftir að einhverjir höfðu rekið þann gamla niður eins og girðingarstaur í götusárið“. Áletrunin á krossinum var al- þekkt erlendis bæði fyrir og eftir siðaskipti, en ekki er vitað til að hún hafi verið notuð hér á landi nema á Njarðvíkurkrossinum og stórum róðukrossi sem lengi stóð í Skálholtskirkju. Áletrunin hljóðar svona: Effigiem Christi quitransis pronus honora non tamen effigiem sed quem designat adora. Á íslensku útleggst þetta á þessa leið: Þú sem framhjá gengur, fall fram og heiðra mynd Krists. Tilbið samt ekki myndina heldur þann sem hún sýnir. Þessi tilskrif hafa verið sett í bundið mál og hljóðar þá bænin svona: Þú sem að framhjá fer framfall í þessum reit og Kristi ímynd hér auðmjúkur lotning veit. Einhverju sinni hafði þvertréð fallið af krossinum. Þá varð til þessi vísa: Nú er fallinn Naddakross. Nú er fátt sem styður oss. En — þú helgi klerkakraftur krossinn láttu rísa upp aftur. Þetta hefur verið í þann tíð sem rnenn trúðu á mátt presta. Trúin á að Naddi rísi upp frá dauðum ef enginn kross er í Njarðvíkurskriðum hefur orðið til þess að alla tíð hafa verið til menn sem eru reiðubúnir að endurnýja krossinn ef óveður hefur rekið hann fyrir björg eða hrundið um koll. Þetta er lýsandi dæmi um al- þýðutrú sem enn lifir góðu lífi, sem betur fer. Til að sýna þessari trú virðingu, signum við okkur hjá Nadda- krossi áður en haldið er áfram til Borgarfjarðar, þar sem þorpið Bakkagerði stendur. Heimildir: Múlaþing, rit sögufé- lags Austurlands 1971. íslenskar þjóðsögur, Jón Ámason skráði. íslenskar þjóðsögur, Sigfús Sig- fússon skráði. G.A. VÍKINGUR 16

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.