Sjómannablaðið Víkingur

Volume

Sjómannablaðið Víkingur - 01.10.1981, Page 17

Sjómannablaðið Víkingur - 01.10.1981, Page 17
Bakkagerði Bakkagerði við Borgarfjörð eystri. Horft til norðurs. Hvað skyldi það vera stór hluti íslendinga — eða lítill — sem veit nafnið á þorpinu í Borgarfirði eystra? Fyrir þá sem ekki vita það skal það hér með upplýst að þorpið heitir Bakkagerði og dregur nafn sitt af bænum Bakka. Hann er nú í eyði, en stóð skammt fyrir innan og ofan þar sem þorpið er núna. Bakki var landnámsjörð og um langan aldur mikið stórbýli. Árið 1894 er reist verslunarhús í Borgarfirði og ári síðar er versl- unarstaðurinn löggiltur. í dag búa 270 manns í Bakka- gerði. Menn stunda búskap og sjósókn, þar er rekið frystihús, sem breytist í sláturhús nokkra daga á hverju hausti. Saumastofa er starfrækt á staðnum og skapar atvinnu handa nokkrum konum, byggingafyrirtæki hefur nýlega verið stofnað og er nú að reisa sex Séra Sverrir Haraldsson og kona hans Sigríður Eyjólfsdóttir. VÍKINGUR verkamannaíbúðir. Og þar er að sjálfsögðu kaupfélagsútibú á veg- um Kaupfélags Héraðsbúa, sem þessa dagana er að reisa síldar- söltunarstöð frá grunni. Það á að salta síld á Bakkagerði í haust. Borgarfjörður er rómaður fyrir náttúrufegurð og margir hafa látið þau orð falla að hvergi sé fegurra á landinu en þar. Fjöllin með sín- um sérkennilegu litbrigðum draga að sér málara og þarna starfaði meistari Kjarval og þreyttist aldrei á að finna ný og ný form í sí- breytilegri náttúru landsins. Kjar- val ólst upp á bænurn Geitavík sem stendur fyrir miðjum Borgar- firði norðanvert. En við erum því miður ekki þannig af guði gerð að geta nærst á þeirri fegurð einni sem augað innbyrðir. Við þurfum mat. Við þurfum klæði. Gætum við lifað á augnayndi, væri Borgarfjörður eystri þéttsetið og eftirsótt byggð- arlag í dag. Afskekkt þorp á vetrum Bakkagerði er eitthvert af- skekktasta þorp á landinu. Vega- samband þangað er ákaflega erfitt. Yfir háan fjallveg er að fara og hann teppist gjarna í fyrstu snjóum. Samgöngur eru því neðan við lágmark miðað við kröfur nútímans, sérstaklega yfir vetrarmánuðina. Oft er vegurinn til Egilsstaða ekki opnaður nema einusinni á viku í marga mánuði. Á undanförnum árum hefur Flugfélag Austurlands haldið uppi áætlunarflugi milli Egilstaða og Borgarfjarðar. Er það til mik- illa bóta. Sjóleiðin er erfið inn fjörðinn, hafnarskilyrði slæm og stærri bát- ar geta ekki lagst upp að bryggju nema í blíðu. 17 Ad austan

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.