Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.10.1981, Blaðsíða 24

Sjómannablaðið Víkingur - 01.10.1981, Blaðsíða 24
Askorun til Sjómannadagsráðs! Það er erfiður róður að fá konur til að skrifa í Sjómannablaðið Víking. I þann tíma sem ég hef haft afskipti af blaðinu, hef ég gert heiðarlegar tilraunir í þá átt, en árangur verið lítill. Mér hefur alltaf fundist að blað eins og Vík- ingur ætti ekki síður að leggja sig fram við að endurspegla hugi og starf þeirra kvenna sem giftar eru sjómönnum, en sjómanna sjálfra. Ég held að allir geti verið sam- mála um það að hlutverk sjó- mannskonunnar er ákaflega mikilvægt hjá fiskveiðiþjóð eins og okkur. En er þáttur konunnar í sjávarútvegi okkar metinn að verðleikum? Hefur kona ein- hverntíman verið sæmd heiðurs- merki á Sjómannadaginn fyrir vasklega framgöngu við heimilis- hald, fyrir að hugsa um börnin á meðan maður hennar er á sjó, fyrir að búa „hetju hafsins“ þægi- legt og gott heimili þegar hann er í landi? Nei, ónei. Ég held að tími sé til kominn að við gerum okkur ljóst það mikil- væga hlutverk sem sjómannskon- an hefur í okkar þjóðfélagi. Þess- vegna ætla ég að nota tækifærið hér og gera það að tillögu minni og eindreginni áskorun að Sjó- mannadagsráð í hveijum bæ um allt land hafi það fyrir fasta reglu í framtíðinni að heiðra eina sjó- mannskonu eða fleiri á hverjum sjómannadegi. Þótt gamlir sjómenn séu vel komnir að hverskonar viðurkenn- ingum fyrir störf sín, finnst mér að konur þeirra eigi slíkt ekki síður skilið. Þær eru ófáar konumar sem hafa unnið störf sín í landi, verið stoð og stytta sinna manna og gert þeim kleift að stunda sjóinn af því kappi sem raun ber vitni.. . af svo miklu kappi að ástæða hefur þótt til að heiðra þá á sjómannadag- inn. Nú er að sjá og vita hvort þeim mönnum sem skipa Sjómanna- dagsráð víðsvegar um landið, þyki ástæða til að þakka mæðrum okkar þær stýrisvaktir sem þær hafa tekið á þjóðarskútunni. G.A. 24 VÍKINGUR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.