Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.10.1981, Blaðsíða 25

Sjómannablaðið Víkingur - 01.10.1981, Blaðsíða 25
Seyðisfjörður í Landnámu segir svo: „Bjólfur fóstbróðir Loðmundar nam Seyðisfjörð allan ok bjó þar alla ævi. Hann gaf Helgu dóttur sína Áni inum ramma ok fylgði henni hciman öll in nyrðri strönd Seyðisfjarðar til Vestdalsár. ísólfr hét sonur Bjólfs, er þar bjó síðan ok Seyðfirðingar eru frá komnir.“ Ekki fara miklar sögur af Bjólfi þessum aðrar en þær sem Land- náma getur um. Hinsvegar er ann- ar Bjólfur til sem orðinn er gamall mjög þótt hvergi sé hann farinn að bogna. Það er fjallið sem gnæfir innst við Seyðisfjörð norðanverð- an. í fomum heimildum er þetta fjall stundum nefnt Býhóll. Úr Bjólfi hafa fallið mörg snjó- flóð og aurskriður sem valdið hafa miklu tjóni bæði á fólki og fast- eignum. Nægir þar að nefna sem dæmi snjóflóðið sem féll árið 1895. Það varð 24 mönnum að bana, slasaði fjölmarga og sópaði 14 húsum á sjó út. Það féll á svip- uðum stað og nú stendur síldar- bræðsla ísbjarnarins. Um aldamótin síðustu var Seyðisfjörður einn mesti upp- gangsstaður á öllu landinu, að Reykjavík undanskilinni. Þar var rekin umfangsmikil verslun, út- gerð og fiskverkun, prentsmiðja, hótel og skólar svo eitthvað sé nefnt. Þar voru gefin út blöð og prentaðar bækur. Ekki er á neinn hallað þótt Norðmanninum Otto Wathne séu þökkuð þessi umsvif öðrum mönnum fremur. Honum hefur verið reistur minnisvarði á Seyðisfirði. Þegar ég ek yfir Fjarðarheiði áleiðis til Seyðisfjarðar er loftið heiðskírt og sólin tekin að bræða nýfallinn snjóinn. Loksins höfum við fengið sumarið, segja menn. Það var ekki seinna vænna. Þriggja vikna stórrigningar hafa tekið á taugarnar. Símasamband við útlönd fyrir 75 árum í dag er 29. september. Við skulum staldra við á Fjarð- arheiði og hverfa 75 ár aftur í tímann. 29. september 1906. Þann dag komst á ritsímasamband milli Reykjavíkur og útlanda í gegnum sæstreng sem tekinn var í land á Seyðisfirði. Seyðisfjörður varð því miðstöð landsins við hinn stóra heim. Þótt öllum finnist sjálfsagt í dag að sæsími liggi frá íslandi til ann- arra landa, voru menn ekki á eitt sáttir um þessa nýjung fyrir 75 árum. Á fyrsta þingi heimastjórn- artímans, árið 1905 var mest og Mynd af Seyðisfirði nútímans tekin frá dæmigerðu sjónarhomi ofan af Fjarðarheiði. VÍKINGUR 25 Ad austan
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.