Sjómannablaðið Víkingur - 01.10.1981, Qupperneq 27
harðast deilt um svokallað síma-
mál.
Hannes Hafstein, sem þá var
ráðherra, hafði gert samning við
danskt félag, „Mikla norræna rit-
símafélagið“, um lagningu ritsíma
til íslands. Sæsímastrengur skyldi
lagður til Seyðisfjarðar, en þaðan
landlína um Akureyri til Reykja-
víkur. Landlínan var ekki hvað
síst mikilvæg, því að samband
komst á milli fjarlægra landshluta
til ómetanlegs gagns í viðskiptum
ogframkvæmdum. Samningurinn
við „Mikla norræna" var mjög
umdeildur á Alþingi, því stjórn-
arandstæðingum þótti hann vera
landsmönnum of dýr. Þeir bentu
á, að ný tækni væri að ryðja sér til
rúms, sem kölluð væri loftskeyti
og yrði loftskeytasamband milli
Islands og útlanda mun ódýrara
en sæsími. Enska Marconifélagið
gerði íslendingum tilboð sem
hneig í þessa átt og það lét reisa
móttökustöð fyrir loftskeyti á
Rauðarártúni í Reykjavík.
En það var ekki aðeins að rit-
síminn þætti dýr. Ófáir voru þeir
sem höfðu megnustu ótrú á síma-
staurum og línum sem strengja
átti þvert yfir landið. Þetta gat
verið stórhættulegt, auk þess sem
hægt væri að hlera öll samtöl með
því einu að leggja eyrun upp að
þessum staurum. Mikil hætta
stafaði líka af rafurmagni því sem
hleypa átti á þessar línur; það gat
skotist útundan sér og hlaupið
bæði í skepnur og menn. Nei, þá
var nú betra að hafa þráðlaust
samband.
Á þessum tíma var um fátt
meira talað en síma þennan sem
Hannes Hafstein vildi strengja um
landið. Allsstaðar þar sem tveir
menn komu saman var um þetta
rætt og voru menn ekki á eitt
sáttir.
Niður með
ráðherrann!
Hið eftirminnanlegasta í átök-
unum um símamálið var hópreið
bænda úr5 sýslum til Reykjavíkur
til þess að mótmæla símanum.
Þeir komu til bæjarins á ákveðn-
um degi um hásláttinn, héldu
fund og gerðu samþykktir. Voru
þær á þá lund að skora á ráðherra
að hætta við samninga sína við
„Mikla norræna" og semja þess í
stað um loftskeytasamband.
Samþykktir fundarins voru
færðar ráðherra í Stjórnarráðið og
söfnuðust bændur saman við
bygginguna, en bæjarmenn dreif
að. Þarna var mikill mannfjöldi
samankominn. Þegar það spurðist
að ráðherra hefði hafnað tilmæl-
um Bændafundarins, hitnaði
mönnum í hamsi og mátti þá
heyra hrópað; „Niður með ráð-
herrann! Niður með þá stjórn sem
ekki virðir þjóðarviljann!“
Þessi mynd sýnir hvernig gat verið umhorfs á Seyðisfirði sumarið 1962. (ljósm. Haraldur Sigurðsson).
VIKINGUR
27