Sjómannablaðið Víkingur - 01.10.1981, Side 31
Ásgeir ÞH 198, smíðaður í Skipasmíðastöð Austurlands.
— Það var ekkert sérstakt við
hana, svarar hann og blæs bláum
reykjarstróknum í átt að segul-
bandinu. Maður var í skóla frá 10
til 14 ára, frá október og fram í
maí. Ég gekk í skóla í gamla
barnaskólanum sem enn er not-
aður. Að vísu hefur hann breyst
svolítið í útliti síðan þá, en bygg-
ingin er sú sama. í gamladaga var
barnaskólinn eitt fallegasta húsið í
bænum.
Nýsmíði í hjáverkum
Nú berst tal okkar að skipa-
smíðum og segir Ernst mér að
Skipasmíðastöð Austfjarða hafi
verið stofnuð árið 1943 sem
hlutafélag.
— Sjálfurbyrja égað vinna þar
1949 og hef verið þar síðan. 1954
fór ég í iðnskóla hér á Seyðisfirði
og lærði bátasmíði, en þurfti að
fara á Norðfjörð til að fullnema
mig í bátateikningunum. 1957 tók
ég svo við rekstri skipasmíða-
stöðvarinnar.
Það var alltaf mikið að gera í
viðgerðum hjá okkur og því ekki
hægt að sinna nýsmíði nema í
hjáverkum ef svo má segja. Hing-
að komu bátar á bilinu frá
Hornafirði og allt til Raufarhafn-
ar, því hvergi var slippur á þessu
svæði nema hér hjá Vélsmiðjunni.
En við nýsmíðar var lítið hægt að
vinna, þetta var svoddan óhemju
fjöldi af bátum sem kom til við-
gerðar á haustin og fram í febrúar
og byrjun mars. Þá fóru þeir á
vertíð. Svo komu þeir aftur í ver-
tíðarlok eða í byrjun maí. Og á
tímabili frá febrúar fram í mars
voru einu stundirnar sem hægt var
að grípa til og byggja bát að gamni
sínu. Þá byggðum við einn 8 til 9
tonna súðbyrðing á hverju ári og
urðum að vera búnir með hann
áður en bátarnir komu af vertíð-
inni.
Ég man nú ekki alveg hver var
fyrsti báturinn sem ég smíðaði, en
hann fór til Þórshafnar ... 8 eða 9
VÍKINGUR
tonna bátur. I allt er ég búinn að
smíða um 20 báta. En þegar síld-
arævintýrið byrjaði um 1960 var
búið með nýsmíðina í bili.
Það voru nú meiri lætin
Það var sem sagt fljótlega ljóst
eftir að síld fór að berast hingað í
miklum rnæli um og uppúr 1960,
að við hefðum engan tíma til að
smíða nýja báta. Hér þurfti margt
að gera taka við öllu því fólki sem
hingað kom . . . það þurfti að reka
marga treitommuna og saga
margan bættinginn. Hverja ein-
ustu bryggju varð að endursmíða,
því þær voru ekki bílheldar, og
margar nýjar bryggjur voru líka
sntíðaðar. Það varð að reisa ver-
búðir og byggja upp hús sem
komin voru að hruni og þar fram
eftir götunum. Skipasmíðastöð
Austfjarða byggði allar bryggj-
urnar hér sunnan í firðinum nema
bryggjuna hjá Síldarverksmiðj-
unni. Við komurn aldrei nálægt
henni. Þar fyrir byggðum við 3
bryggjur þarna norðan fjarðarins.
Já, það var nóg að gera í
bryggjusmíðinni. Maður botnar
ekkert í hvernig þetta var hægt!
Það voru nú meiri lætin í kringum
þetta, ha, ha!
En fiskifræðingarnir hefðu mátt
taka upp á því fyrr að stjórna
síldveiðunum. Alltaf sögðu þeir
að nóg síld væri í sjónum, flotinn
stækkaði og alltaf var meira veitt.
Það furðulega við síldina var, að
þegar hún kom hingað áður fyrr
var hún alltaf vaðandi. En eftir að
mælarnir fóru að koma í skipin og
vélarnar í nótabátana, var alltaf
minna um að hún sæist vaða. Svo
voru næturnar dýpkaðar og
lengdar frá ári til árs, því stöðugt
dýpkaði síldin á sér um leið og
hún fjarlægðist landið. Síldin er
31