Sjómannablaðið Víkingur

Ukioqatigiit

Sjómannablaðið Víkingur - 01.10.1981, Qupperneq 31

Sjómannablaðið Víkingur - 01.10.1981, Qupperneq 31
Ásgeir ÞH 198, smíðaður í Skipasmíðastöð Austurlands. — Það var ekkert sérstakt við hana, svarar hann og blæs bláum reykjarstróknum í átt að segul- bandinu. Maður var í skóla frá 10 til 14 ára, frá október og fram í maí. Ég gekk í skóla í gamla barnaskólanum sem enn er not- aður. Að vísu hefur hann breyst svolítið í útliti síðan þá, en bygg- ingin er sú sama. í gamladaga var barnaskólinn eitt fallegasta húsið í bænum. Nýsmíði í hjáverkum Nú berst tal okkar að skipa- smíðum og segir Ernst mér að Skipasmíðastöð Austfjarða hafi verið stofnuð árið 1943 sem hlutafélag. — Sjálfurbyrja égað vinna þar 1949 og hef verið þar síðan. 1954 fór ég í iðnskóla hér á Seyðisfirði og lærði bátasmíði, en þurfti að fara á Norðfjörð til að fullnema mig í bátateikningunum. 1957 tók ég svo við rekstri skipasmíða- stöðvarinnar. Það var alltaf mikið að gera í viðgerðum hjá okkur og því ekki hægt að sinna nýsmíði nema í hjáverkum ef svo má segja. Hing- að komu bátar á bilinu frá Hornafirði og allt til Raufarhafn- ar, því hvergi var slippur á þessu svæði nema hér hjá Vélsmiðjunni. En við nýsmíðar var lítið hægt að vinna, þetta var svoddan óhemju fjöldi af bátum sem kom til við- gerðar á haustin og fram í febrúar og byrjun mars. Þá fóru þeir á vertíð. Svo komu þeir aftur í ver- tíðarlok eða í byrjun maí. Og á tímabili frá febrúar fram í mars voru einu stundirnar sem hægt var að grípa til og byggja bát að gamni sínu. Þá byggðum við einn 8 til 9 tonna súðbyrðing á hverju ári og urðum að vera búnir með hann áður en bátarnir komu af vertíð- inni. Ég man nú ekki alveg hver var fyrsti báturinn sem ég smíðaði, en hann fór til Þórshafnar ... 8 eða 9 VÍKINGUR tonna bátur. I allt er ég búinn að smíða um 20 báta. En þegar síld- arævintýrið byrjaði um 1960 var búið með nýsmíðina í bili. Það voru nú meiri lætin Það var sem sagt fljótlega ljóst eftir að síld fór að berast hingað í miklum rnæli um og uppúr 1960, að við hefðum engan tíma til að smíða nýja báta. Hér þurfti margt að gera taka við öllu því fólki sem hingað kom . . . það þurfti að reka marga treitommuna og saga margan bættinginn. Hverja ein- ustu bryggju varð að endursmíða, því þær voru ekki bílheldar, og margar nýjar bryggjur voru líka sntíðaðar. Það varð að reisa ver- búðir og byggja upp hús sem komin voru að hruni og þar fram eftir götunum. Skipasmíðastöð Austfjarða byggði allar bryggj- urnar hér sunnan í firðinum nema bryggjuna hjá Síldarverksmiðj- unni. Við komurn aldrei nálægt henni. Þar fyrir byggðum við 3 bryggjur þarna norðan fjarðarins. Já, það var nóg að gera í bryggjusmíðinni. Maður botnar ekkert í hvernig þetta var hægt! Það voru nú meiri lætin í kringum þetta, ha, ha! En fiskifræðingarnir hefðu mátt taka upp á því fyrr að stjórna síldveiðunum. Alltaf sögðu þeir að nóg síld væri í sjónum, flotinn stækkaði og alltaf var meira veitt. Það furðulega við síldina var, að þegar hún kom hingað áður fyrr var hún alltaf vaðandi. En eftir að mælarnir fóru að koma í skipin og vélarnar í nótabátana, var alltaf minna um að hún sæist vaða. Svo voru næturnar dýpkaðar og lengdar frá ári til árs, því stöðugt dýpkaði síldin á sér um leið og hún fjarlægðist landið. Síldin er 31
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.