Sjómannablaðið Víkingur - 01.10.1981, Qupperneq 36
álitlegt línufiskirí hér norður á
Víkunum, svo við skiptum yfir.
Það er óhætt að segja að sumarið
sé búið að vera óvenju gott hjá
okkur. Á undanförnum árum
hefur yfirleitt ekki þýtt að reyna
með línu fyrr en komið er fram á
haustið, en í sumar brá svo við að
mikill línufiskur var hér fyrir utan.
Við höfum róið með þetta 15 bala,
það eru 400 krókar í balanum, og
sótt norður á Víkur. Þangað er
tæplega þriggja tíma stím.
Ég spurði hvort ekki hefði verið
einhver fiskur undir Bjarginu.
— Ég ræ aldrei undir Bjarg,
svaraði Gústi um hæl. Ég reyndi
það hér á árum áður en varð
aldrei var. í þau skipti sem strák-
amir hafa viljað fara þangað, hef
ég alltaf farið í koju, breitt upp
fyrir haus og látið þá um Bjargið.
En þar höfum við aldrei fengið
fisk.
Við erum búnir að fá á annað
hundrað tonn frá því í byrjun júní
. . . og ekki farið nema einn róður í
september. Það eru svoddan hel-
vítis ógæftir alltaf hreint. En þetta
var ágætt í sumar meðan hægt var
að stunda það, við fengum upp í
rúm fimm tonn í róðri. Hér í
gamla daga var þetta aldrei neitt
fyrr en leið á sumarið og kom
fram á haust. Ég man eftir því til
dæmis árið 1946. Þá vann ég við
fiskmóttöku hérna úti á Pöntun.
Það var ekkert að gera hjá okkur
fyrst um sumarið, ekki fyrr en
komið var fram í ágúst. Þá fór
aflinn að glæðast . .. og þannig
hefur þetta yfirleitt verið þar til í
sumar.
Það var töluverð smábátaút-
gerð hér á þessum árum, á meðan
Hánefstaðarbátarnir voru gerðir
út og fleiri. En útræði var hér utar
í firðinum og því styttra að sækja.
En svo varð mikill samdráttur í
þessu . . . byggðin hér út með
firðinum fór mikið til í eyði, fólk
fluttist í burtu. Nú nú, síðan kem-
ur síldin og allir þekkja þá sögu.
Aukin smábátaútgerð
frá Seyðisfirði
Gústi telur að á síðastliðnu
sumri hafi verið gerðir út um 25
smábátar frá Seyðisfirði. Trilluút-
gerð hefur aukist mjög á undan-
fömum 2—3 árum. Af þessum
sökum er sú staða komin upp að
viðlegupláss vantar fyrir þessa
báta.
— Það er helvítis ástand á
þessu. Maður er alltaf að flýja á
milli bryggjanna. Nú síðast í
morgun var hringt í mig og mér
skipað að færa mig frá Esso-
bryggjunni. Við höfum rætt um að
stofna hér smábátafélag sem m.a.
gegndi því hlutverki að knýja á
um smábátahöfn og bætta að-
stöðu fyrir þessa báta. Það er alveg
nauðsynlegt. Maður veit svo sem
að smábátahöfn kemur ekki
átakalaust. Kallamir með skjala-
töskurnar þurfa nú líklega að
velta einum bryggjusporði fyrir
sér í nokkur ár áður en þeir skilja
um hvað málið snýst, sagði Ágúst
Sigurjónsson að lokum
G.A.
36
VÍKINGUR