Sjómannablaðið Víkingur

Årgang

Sjómannablaðið Víkingur - 01.10.1981, Side 37

Sjómannablaðið Víkingur - 01.10.1981, Side 37
Mjög ánægöur meö bátinn — Aðalbjörn Haraldsson naut góðs af lestri Víkings! — Þetta byrjaði allt með því að ég var að fletta Sjómannablaðinu VÍKINGI árið 1967. Ég var með 7. tölublað í höndunum og rakst þar á mynd af stálbáti sem smíð- aður var í Bretlandi. Með mynd- inni fylgdi svolítil grein sem vakti forvitni mína. Ég hringdi suður í Guðmund Jensson sem þá var ritstjóri og spurði hann nánar út í þessa grein. Hann sagðist ekki vita neitt meira um þetta en standi í blaðinu, Jónas stýrimaður hafi þýtt greinina en hann sé ekki við- látinn. Aðalbjörn Haraldsson á Seyð- isfirði segir mér þetta þegar ég spyr hann út í 11 tonna stálbát sem hann á. Og hann heldur áfram að rekja söguna: Smyrill helmingi ódýrari en Eimskip og Sambandið — Næsta skref var að tala við verslunarfulltrúa í breska sendi- ráðinu. Hann sagði mér að það væri ekki vaninn hjá þeim að veita fyrirgreiðslu við svona hluti og vildi helst ekki gera neitt í málinu. Nú, nú, ég hringi aftur í Guð- mund en hann skipar mér að reyna betur við verslunarfulltrú- ann. Ég geri það og er hann þá öllu viðræðubetri. Ég hugsa að Guðmundur hafi rætt við hann í millitíðinni. Fulltrúinn sagði mér að hann væri á förum til Englands og hann skyldi hafa þetta á bak við eyrað. Síðan líður mánuður og þá hringir hann til mín. hann hafði haft samband við skipasmíða- stöðina sem smíðaði þessa báta, en þeir væru að flytja þessa dag- ana. Þegar þeir væru búnir að því fái ég að heyra frá þeim. Svo kemur bara bréf þar sem ég er spurður að því hvað sé hægt að gera fyrir mig. Til að gera langa sögu stutta þá endaði þetta með því að ég festi kaup á þessum báti, eftir að ég hafði fengið verðtilboð frá fyrirtækinu. Síðan fékk ég hann fluttan með Smyrli. Það var meira en helmingi ódýrara en hjá Eimskip og Sambandinu. Þeir skiluðu skrokknum hingað heim á hlað. Það var árið 1978. Vélin var ekki sett niður þegar hann kom. Það er 120 ha. Ford. Aðalbjörn Haraldsson í brúnni á Guðnýju NS 7. VÍKINGUR 37 Ad austan

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.