Sjómannablaðið Víkingur

Ukioqatigiit

Sjómannablaðið Víkingur - 01.10.1981, Qupperneq 39

Sjómannablaðið Víkingur - 01.10.1981, Qupperneq 39
Við steyptum okkur fasta á síldarárunum — segir Hreiðar Valtýsson forstjóri Norðursfldar á Seyðisfirði Þegar ég kom á skrifstofuna hjá Norðursíld á Seyðisfirði í þeim er- indagerðum að hitta Hreiðar Val- týsson, greip ég í tómt. Mér var sagt að hann sæti á fund uppi á Egilsstöðum með síldarsaltendum á Austfjörðum og væri ekki vænt- anlegur fyrr en í kvöld. Ég hafði lokið erindi mínu á Seyðisfirði og fór því upp á Egils- staði. Þar náði ég tali af Hreiðari sem var að setjast að kvöldverði með félögum sínum. Hann bauðst til að hitta mig eftir kvöldmatinn á Gistihúsi Egilsstaða, þar sem ég ætlaði að dveljast um nóttina. Hreiðar er þekktur fyrir að standa við það sem hann lofar. Hann mætti á umsömdum tínia og fyrsta spurningin sem ég lagði fyrir hann var á þessa leið: Hvemig stendur á því að Akureyringar reka frystihús og fiskverkun á Aust- fjörðum nú til dags? — Það er von að þú spyrjir, svaraði Hreiðar og brosti. En ástæðan fyrir því er sú, að við hreinlega steyptum okkur fasta á síldarárunum. Eins og þú veist vorum við með síldarsöltun á Raufarhöfn. En þegar síldin fór að veiðast austar og sunnar hljóp maður auðvitað á eftir henni. Upp úr 1960 settum við upp útibú á Seyðisfirði. Það sýndi sig að sildin hélt sig út af Austfjörðum þegar líða tók á sumarið. Við byrjuðum á því að salta á Bæjarbryggjunni tvö fyrstu árin, en byggðum síðan upp söltunarstöðina Norðursíld sem við rekum enn. Þetta gekk vel fyrstu árin, það var rnikið saltað og maður var farinn að gera að því skóna að í framtíðinni yrði það árvisst að síldin kæmi á Rauðatorgið á haustin. Endirinn varð sá að við byggðum frystihús svo við gætum líka fryst síld. Frystihúsið er tekið í notkun 1967 og það ár var fryst lítillega af síld. En það passaði að næsta ár var síldin horfin. 1968 frystum við ekki eina bröndu. Fljótandi síldarplan 1968 leigðum við skip sem hét Elisabeth Henzer og gerðurn út leiðangur norður undir Spitz- bergen. Þetta var stórt flutninga- skip og um borð í því voru síldar- stúlkur og karlmenn, sem tóku síld af bátnum. Þetta var einskon- ar fljótandi síldarplan. Elisabeth Henzer fór í tvo leiðangra og alls voru saltaðar 7000 tunnur um borð. Tunnunum var síðan landað á Raufarhöfn. Þegar ljóst var að síldin væri horfin voru góð ráð dýr. Við vor- um búnir að steypa mikið og fjár- festa í vélum og öðru á Seyðisfirði. Og þá var farið út í fiskverkun. Bátunum okkar, Ólafi Magnús- syni og Þórði Jónassyni var breytt 39 Hrciðar Valtýsson fyrir framan Kjarvalsmálverk á Gistihcimili Egilstaða. VÍKINGUR Að austan
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.