Sjómannablaðið Víkingur

Volume

Sjómannablaðið Víkingur - 01.10.1981, Page 41

Sjómannablaðið Víkingur - 01.10.1981, Page 41
Þetta eru ekki andar sem leika sér þarna á bak við Hreiðar Valtýsson, heldur andlit í málverki eftir Kjarval. og velta því fyrir sér hvenær best væri að selja, þá held ég að nafnið síldarspekúlant hafi dottið upp fyrir. Hitt er annað mál að það eru ennþá til síldarsaitendur sem vilja gera mikið á stuttum tíma. Það eru kappsfullir menn í öllum stéttum. Síldin kom og verðið féll Ennþá einu sinni hefur síldin sýnt að henni er ekki treystandi. Á undanförnum 10 árum hafa síld- veiðar hér við land verið í algjöru lágmarki og margir voru þeir sem höfðu sætt sig við þá staðreynd, að eiga aldrei eftir að bera þennan fagra fisk augum nema á mynd- um. En síldin er dintótt. Á síðast- liðnu ári tók hún upp á því að ganga inn á firði Austurlands þar sem ekki hafði sést síld í marga áratugi. Fiðringur fór um fólk í landi þegar það sá vaðandi torfur út um stofugluggana; menn hlupu til og grófu fram gömul áhöld sem fengið höfðu að ryðga í friði allt frá árinu 1968. Á Austfjörðum risu upp nýjar söltunarstöðvar á nokkrum vikum, síldarpilsin komust aftur í tísku og nú gátu konur aftur glatt sig við tilhugs- unina um að vaka sólarhringum saman yfir tunnunum. Þessi dint- ótti fiskur kom öllum að óvörum. Gamlir menn urðu ungir í annað sinn og endurheimtu lífsfjör og gleði sem eingöngu þrífst á síldar- plani, konur vöknuðu af dvala, þrifu fram síldarpilsin og gleymdu veikindum sínum þegar þær höfðu staðið við tunnuna í tvo sólarhringa og börnin, sem þekktu aðeins þennan fisk af afspurn, smituðust af þeirri spennu sem fór um allt byggðarlagið. Á sumum söltunarstöðvum Austanlands var söltuð meiri síld en gert var á „Síldarárunum miklu.“ Og það sem meira var; það gekk vel að selja síldina. Bjartsýnin tók aftur völdin. VÍKINGUR Óvissa framundan En í dag, ári eftir að síldin kom aftur er mikil óvissa ríkjandi. Allt útlit er fyrir að ekki takist að selja nema hluta þeirrar síldar sem leyfilegt er að veiða. Við eigum í harðri samkeppni við Norðmenn og Kanadabúa um þær sálir sem enn kunna að éta síld. Okkar síld er enn sem fyrr talin góð vara, en hún erdýr. Skæðustu keppinautar okkar styrkja sjávarútveginn í sínum löndum og geta þar af leiðandi boðið lægra verð. Við sitjum uppi með nóga síld sem ekki er hægt að selja nema undir kostnaðarverði. Svo er okkur að minnsta kosti sagt. Ég spurði Hreiðar Valtýsson um horfur á síldarsölunni og sagði hann þær ekki vera góðar. — Það tala allir um að kaupa af okkur síld fyrir lægra verð en í fyrra. Menn eru jafnvel að gera að því skóna að við getum ekki selt meira en búið er að semja um í dag, þannig að í dag er ekki sér- lega bjart framundan hvað varðar síldarsöluna. — Svona í lokin Hreiðar, þá langar mig til að spyrja þig einnar samviskuspurningar. Nú ert þú búsettur á Akureyri. Hefur aldrei hvarflað að þér að flytja til Seyð- isfjarðar? — Nei, ég hef ekki hugsað mér að flytja frá Akureyri. Að reka fyrirtæki í öðrum landsfjórðungi en maður sjálfur býr í hefur það auðvitað í för með sér, að maður verður alltaf að vera að heiman einhvern tíma. Ég gæti trúað að hálft árið sé ég fyrir austan en hinn helminginn fyrir norðan. Ég skipti þessu jafnt á milli staðanna. G.A. Maður kom inn á lögreglustöð með mynd í hendinni. — Konan mín er horfin, stundi hann, — ég vil að þið finnið hana. Lögreglustjórinn leit á mynd- ina, síðan upp á manninn. — Hversvegna? spurði hann svo. 41

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.