Sjómannablaðið Víkingur

Volume

Sjómannablaðið Víkingur - 01.10.1981, Page 48

Sjómannablaðið Víkingur - 01.10.1981, Page 48
síður undarlegt, en það sem á undan var gengið. Ekkert frásagnarvert gerðist annað í þessari ferð, nema að sá skjótti stóð við bæjarvegg í Ási, sem hann biði eftir mér og var það honum ólíkt eins og ég gat um í upphafi. Sagði ég heimafólki fátt um ferð mína, enda óttaðist ég heldur að verða mér til athlægis, þar sem enginn myndi trúa sögu minni, en ef ég léti sem ekkert væri. Hélt ég heimleiðis árla næsta dag með hrossin og bar ekkert til tíðinda í þeirri reisu. Það gerist næst að um fardaga kom í heimsókn hálfbróðir minn, sem réðst í póstflutninga fyrir vestan, en hann var mikill kvennamaður og orðhvatur og fullur að undarlegum afrekssög- um frá ferðum sínum. Sagði hann mér hvað hefði á daga sína drifið og var það ótrúlegt sem óskiljan- legt, en þó í engan máta svo yfir- náttúrlegt eða guðlaust, sem það, er ég hafði orðið vitni að. Gat ég þá ekki á mér setið, bað hann að tala við mig einslega og sagði honum allt að létta. Hann hlustaði íbygginn, lagði kollhúfur og velti fyrir sér frásögninni. Þegar ég hafði skýrt honum skilmerkilega frá öllu, þagði hann um stund, en sagði svo: Geturðu ekki látið þau vera að éta mannakjöt og sagt svo að þú hafir hrundið grjótskriðu yfir þau, í stað þess að hlaupa í burtu? Við ræddum þetta ekki frekar, en um haustið fékk ég bréf frá honum með landspóstinum. Þar voru þessar vísur: Tröllin kela í klettasprungum á kaldranalegum vetrardegi. Skessurnarþukla áþrútnumpungum og þrátta um hversé næsturmegi. Urra og frýsa fólin grimmu með fruntagelt og hásu góli. Veit ég ekki verri rimmu á Vesturlanda byggðu bóli. Mígur hvert í annars eyra orga svo sem best þau geta, klípa hart í holdið meyra hrækja, öskra, æla og freta. Utanúr Svo sterkur er Kloster. Norwegian Caribbean Lines (Knut Kloster) með skemmti- ferðaskipin Starward, Sky- ward, Southward, Sunward 11 og Norway (France) hefur 41,9% af markaðnum banda- ríska, allir hinir til samans hafa 59,1%. Kloster byrjaði 1966 með Sunward. Yfirmannaskortur hrjáir danska flotann Fyrsta nóvember sl. vantaði 132 stýrimenn, og 166 vélstjóra á danska kaupskipaflotann. A.P. Moller einan vantar 100 vélstjóra, og býður upp á æviráðningu, að reynslutíma loknum. Eftir sein- ustu kauphækkun eru laun yfir- vélstjóra ca. 240 þúsund kr. með 8 mánuðum um borð og 4 í landi. Kaup yfir stýrimanna ca. 10—15% lægra, en yfirvélstjóranna. Siglingafloti Norður-Evrópu- manna minnkar hröðum skrefum Hlutfall Norður-Evrópumanna af heimsflotanum hefur á sein- ustu 10 árum lækkað úr 31% niður í 18%. Á sama tímabili hefur hlutur „þægindafán- anna“ (flag of convenience) vaxið úr 19% í ca. 30%. Lausn á krossgátu úr seinasta bladi 48 VIKINGUR

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.