Sjómannablaðið Víkingur - 01.10.1981, Síða 49
Fjölgun nemenda í
Stýrimannaskólanum fer alltaf
saman vid gódæri í landinu
Spjallaö viö Guöjón Á. Eyjólfsson, skólastjóra
í Reykjavík eru tvö kennileiti
sem auðvelt er að miða við fyrir
utanbæjarmenn, Hallgrímskirkja
og Sjómannaskólinn. Turnar
þessara tveggja húsa sjást víða að
og gnæfa yfir lægri byggingar sem
í kringum þá eru. Reyndar er
klukkan á Stýrimannaskólanum
miklu betri að því leyti að á hana
sést úr mikilli fjarlægð en í
kirkjuklukkunni er gullið svo
mikið að allt rennur saman við
ljósan lit tumsins. En hvað leynist
innan veggjanna? Við látum bíða
að skýra frá hvernig umhorfs er
inni í Hallgrímskirkju en ætlunin
er að líta inn fyrir veggi Sjó-
mannaskólans og gefa lesendum
hlutdeild í því.
Reyndar er líklegt að flestir les-
endur blaðsins séu kunnugri því
en undirrituð hvernig er umhorfs
og hvað fer fram í þessu stóra húsi
en eflaust eru líka til ungir menn
og konur sem finnst þetta hús
spennandi og hugsa sér jafnvel að
kynnast því nánar með því að
setjast þar á skólabekk og helga
þar með líf sitt því sem ekki er
síður spennandi í hugum ungra,
sjómennskunni.
Það fer ekki á milli mála að
Sjómannaskólinn er gömul stofn-
un. Á veggjum hans hanga myndir
af nemendum sem stunduðu þar
nám allt frá því fyrir aldamót.
Reyndar ekki allatíð í húsinu með
turnunum en það hús mun hafa
verið tekið í notkun fljótlega upp
úr 1940. Það er eitthvað gamal-
gróið og virðulegt við þessar
myndir á veggjunum af nánast
öllum skipstjórnarlærðum mönn-
um sem stundað hafa sjómennsku
og siglingar við íslandsstrendur.
Og þeir eru ekki fáir. Sumir hafa
farist við störf sín, greitt fyrir
starfið og baráttuna með lífi sínu.
Aðrir eru gamlir menn á Hrafn-
istu en fjöldinn stendur í eldlín-
unni í dag. Stjórnar í brúnni við
fengsælar veiðar, gefur óvinsælar
skipanir, stendur virðulegur og
óhagganlegur við stjórnvölinn á
kaupskipunum, stundar gæslu- og
hjálparstörf í kringum landið.
Allir hafa þeir einhvem tíma
byrjað ungir og óreyndir í þessum
skóla.
í dag stunda um 140 ungir
menn nám við Stýrimannaskól-
ann í Reykjavík. Állir hafa þeir
lokið 24 mánaða starfstíma á
sjónum eins og tilskilið er við inn-
göngu í skólann en langar að læra
meira, afla sér starfsréttinda um
borð. En hefur staða Stýrimanna-
skólans í íslensku menntakerfi
farið versnandi? Er ekki litið á það
sem nauðsynlegan og mikilvægan
hlut fyrir þjóðina að mennta sem
best þá menn sem eiga eftir að
bera ábyrgð á lífæð þjóðarinnar,
fiski- og kaupskipaflotanum? —
Það þykir miklu fínna í dag að
stofna innflutningsverslun við
Laugaveginn en að mennta sig til
skipstjóra, segir skólastjóri Stýri-
mannaskólans í Reykjavík, Guð-
jón Ármann Eyjólfsson. — Það
verður að líta á sjómennskuna
49
Guðjón Ármann, skólastjóri. „Það verður að fást viðurkennt að sjómennska er sérhæft
fag eins og hver önnur iðn.
VÍKINGUR