Sjómannablaðið Víkingur - 01.10.1981, Blaðsíða 51
sem hvert annað sérhæft fag sem
þarf menntun og reynslu til að
starfa við. Þú mundir vera talinn
eitthvað skrýtinn ef þú bæðir um
leyfi til að keyra bíl án þess að
hafa bílpróf; það virðist hins vegar
ekki eins alvarlegt ef þú ætlar að
sigla skipi á hafinu; heldur Guð-
jón Ármann áfram og líkar aug-
sjáanlega ekki.
Guðjón Ármann tók við starfi
skólastjóra Stýrimannaskólans sl.
haust og við byrjum á að spyrja
hann um hann sjálfan.
Skólastjóri í Vestmannaeyjum
fram að gosi
— Ég er fæddur í Vestmanna-
eyjum 10. janúar 1935 og dvaldi
þar öll mín bernsu- og uppvaxt-
arár. Ég byrjaði 16 ára gamall á
sjó, á reknetum og stundaði sjóinn
á sumrin meðan ég var í mennta-
skóla. Stúdentsprófi lauk ég úr
M.R. 1955 úr máladeild og úr
slærðfræðideild ári síðár vegna
þess að stærðfræðideildarprófs
var krafist inn í sjóliðsforingja-
skólann sem ég fór í í Danmörku.
Þar var ég svo í fimm ár g lauk
þaðan bæði skipstjórnar- og sjó-
liðsforingjaprófi. Á skólaárunum
VÍKINGUR
var ég á skipum danska flotans og
lagði sérstaka áherslu á sjómæl-
ingar. Eftir að ég kom heim var ég
í eitt ár hjá Landhelgisgæslunni
m.a. við sjómælingar en fór til
Vestmannaeyja 1962. Haustið
áður lauk ég prófi á fyrsta nám-
skeiði Iðnaðarmálastofnunarinn-
ar í vinnuhagræðingu. Næstu tvö
ár vann ég sem framleiðslustjóri
og aðstoðarframkvæmdastjóri hjá
frystihúsunum í Vestmannaeyj-
um. 1964 var svo Stýrimanna-
skólinn í Vestmannaeyjum stofn-
aður, í beinu framhaldi af nám-
skeiðum sem ég kenndi á og veittu
120 tonna réttindi. Ég var skóla-
stjóri skóltms allt frá stofnun hans
og fram að eldgosi. Reyndar
héldu nemendurnir áfram hér í
Reykjavík sem byrjaðir voru út í
Eyjum fyrir gos þannig að ég út-
skrifaði síðustu nemendur mína
vorið 1974. Um haustið 1975 var
ég síðan skipaður kennari hér við
Stýrimannaskólann og hef kennt
hér síðan.
Ný handbók fyrir skipstjórnar-
menn
— Er kennslan þitt helsta áhu-
gamál?
— Ég hef fengist töluvert við
að skrifa. Ég sá um Sjómanna-
dagsblaðið í Vestmannaeyjum í
tíu árog skrifaði bók um eldgosið,
Vestmannaeyjabyggð og eldgos,
heitirhún. Nú ervæntanleg önnur
bók sem ég geri mér vonir um að
verði að gagni fyrir sjómenn. Hún
er um siglingareglur og stjórn
skipa o'g nefnist Stjórn og sigling
skipa. Ég vona að hún geti orðið
handbók fyrir skipstjórnarmenn. í
henni er sagt frá nýju sjómerkja-
kerfi sem verið er að taka upp og
talað um aðskildar siglingaleiðir.
Ég tel þörf á slíkri bók á íslensku.
Fer á sjó á sumrin
— Hefurðu ekkert verið á sjó
síðan þú laukst prófi?
— Jú, ég hef verið að gutla við
þetta á sumrin. Ég var tvö sumur
við Jan Mayen á síldveiðum og
hef verið á togskipum frá Vest-
mannaeyjum sem háseti og stýri-
maður. Mér finnst nauðsynlegt að
fara alltaf á sjóinn við og við. Ég
hefði bara þurft að komast á
fragtskip til að kynna mér lífið
þar. Það var t.d. óskaplega góður
skóli að fara á togara og kynnast
þeirri tegund sjómennsku. Ég var
á Ögra einu sinni um tíma.
Ég ætla mér líka að kynna mér
sem best stýrimannaskóla í ná-
grannalöndunum. Það er nauð-
synlegt að fylgjast með því sem
þar er að gerast. En skólastjóri
hefur kennsluskyldu svo maður
verður að nota sumrin í þetta.
Fyrirrennari minn í starfinu hélt
uppi góðu sambandi við sams
konar skóla á Norðurlöndum.
Prófin virt á alþjóðavettvangi
— Eru próf héðan virt í öðrum
löndum?
Já, já, skólinn stendur fyllilega
jafnfætis stýrimannaskólum á
Norðurlöndum og öðrum ná-
grannalöndum. Það er t.d. Indó-
nesíumaður hérna núna að ná sér í
alþjóðaskírteini sem tekin eru gild
51