Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.10.1981, Blaðsíða 58

Sjómannablaðið Víkingur - 01.10.1981, Blaðsíða 58
Nýi salurinn vígdur Miðvikudaginn 21. október var haldinn fyrsti fyrirlesturinn í hin- um nýja sal Farmanna- og fiski- mannasambandsins í kjallara húss sambandsins að Borgartúni 18. Um 40 manns mættu á fundinn og er vonandi að slík mæting sé ekki aðeins forvitni heldur geti mið- vikudagsfundirnir sem fyrirhug- aðir eru, orðið sjómönnum til góða þar sem skoðanaskipti manna á milli hljóta alltaf að vera jákvæð. Á þennan fyrsta fund var Sigl- ingamálastjóri Hjálmar R. Bárðarson fenginn til að kynna starf Siglingamálastofnunar. Hjálmar byrjaði á að lýsa ánægju sinni yfir að fá tækifæri til að koma á þennan fyrsta fund og óskaði hlutaðeigandi aðilum til hamingju með nýja salinn. f erindi sínu gaf hann sögulegt yfirlit yfir Siglingamálastofnun og lýsti störfum hennar eins og þau hafa þróast og eins og þau eru í dag.„Siglingamálastofnun sér ekki einungis um það að senda skoðunarmenn í skip einu sinni á ári eins og margir virðast álíta“, sagði Hjálmar. Stofnunin fylgist með smíði skipa allt frá því teikn- ingamar verða til þar til skipinu er hleypt af stokkunum, einnig fylg- ist hún með innfluttum skipum. Fylgst er með rannsóknum sjó- slysa og gefnar umsagnir og til- lögur til dómstóla. Stofnunin gef- ur einnig út skipaskrá sem er skrá yfir skipastól landsmanna, búið er að gera kvikmynd um meðferð björgunarbáta sem einnig verður gefin út í video o.m.fl. Að inngangserindi Hjálmars loknu var beint til hans fyrir- spurnum og menn gæddu sér á kaffi og kökum. Margar fyrir- 58 spurnir bárust og leysti siglinga- málastjóri úr þeim eða tók niður ábendingar frá fundarmönnum um hluti sem stofnunin gæti beitt sér fyrir. Ingólfur Stefánsson og Guð- laugur Gíslason beindu báðir spurningum til Hjálmars um lög og reglugerðir á alþjóðavettvangi sem ísland hefur ekki gerst aðili að. Hjálmar kvað margar sam- þykktir ekki orðnar að lögum á Islandi og væri hætta á að íslensk skip lentu í vandræðum innan tíðar af þessum sökum. Sérstak- lega er nauðsynlegt að Solar ’74 samþykktin komist í gagnið fljót- lega. Um öryggisbúnað Sigmar Gíslason frá Vest- mannaeyjum sagði frá því að allir bátar í Vestmannaeyjum hygðust setja upp björgunarútbúnað Sig- munds fyrir áramót og spurði hvað stofnunin ætlaði sér í þeim efnum. Hjálmar kvað þá fagna ákvörðun Vestmannaeyinga og hafa samþykkt útbúnað Sigmunds en reynslan myndi skera úr um hvort þessi búnaður yrði lög- leiddur. Þorkell Pálsson spurði hvernig losna ætti við olíusora við strendur landsins og viðurkenndi Hjálmar að það væri víða erfitt og þetta væri vandamál en sums staðar gætu olíufélögin losað við- skiptamenn sína við sorann. Höskuldur Skarphéðinsson spurði hvort ekki væri þörf á skoðun á öryggisútbúnaði skipa árið um kring og að prófa kunn- áttu mann í meðferð þeirra. Einnig hvort ekki væri eitthvað bogið við mælingareglur í skip- um þegar heyrist í fréttum að 500 tonna skip hafi farist með 1900 tonna farmi. Tómas Ólafsson lagði til að skipstjórnarmönnum væri gert skylt að skila áætlun um björgun á sínu skipi ef eitthvað kæmi fyrir og kvað nauðsyn á reglugerð sem skyldaði björgunaræfingar. Ingólfur Stefánsson spurði hvort nokkur vitneskja væri til um notkun öryggisbelta og öryggis- hjálma um borð í skuttogurum. Hjálmar sagði að lög væru til um umferðaeftirlitsmann en pen- inga skorti til þeirra ferðalaga sem nauðsynleg væru. Sagði hann að samvinna hafi náðst við Land- helgisgæsluna um að þeir skoð- uðu ýmsan útbúnað um borð í skipum þegar þeir færu þangað annarra erinda. Um mælingaregl- urnar sagði Hjálmar að nauðsyn- legt væri að gera greinarmun á brúttórúmlestum skipa og þyngd- armælieiningunni sem farmurinn væri mældur í. Lög eru til um björgunaræfingar en mikill mis- brestur er á framkvæmd þeirra og eins um að nota öryggishjálma og belti. Samtök sjómanna ættu að hvetja til meiri öryggisaðgæslu frekar en að setja lög, sagði Hjálmar. Guðmundur Hallvarðsson spurði hvort útgerðarmenn séu farnir að framfylgja ýmsum öryggismálum sem sett voru í reglugerð með 3 ára aðlögunar- tíma. Hann sagði að gera þyrfti átak í öryggisbúnaði á farskipum eins og Tungufossslysið sannaði. „Ég spurði nýlega stýrimann sem var að fá ungan mann um borð hjá sér hvort hann myndi ekki sýna stráknum öryggisbúnaðinn um borð. Hann hló mikið að mér, VÍKINGUR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.