Sjómannablaðið Víkingur

Volume

Sjómannablaðið Víkingur - 01.10.1981, Page 59

Sjómannablaðið Víkingur - 01.10.1981, Page 59
stýrimaðurinn“, sagði Guðmund- sem þessara. Þetta yfirlit er ekki bendingu um það sem rætt var á ur. tæmandi sökum plássleysis í fundinum. blaðinu en gefur vonandi vís- E.Þ. Björgunaræfingar Sigurbjörn Guðmundsson sagðist hafa verið 10 ár á íslensk- um kaupskipum og verið við- staddur þrjár björgunaræfingar allan þann tíma. Á Norðurlönd- um eru lögbundnar björgunar- æfingar einu sinni í mánuði og ef lA hluti áhafnar er nýr, fær skipið ekki að halda úr höfn án þess að hafa æfingu. Skipafélögin verða bara að taka því þó þeir þurfi að borga mönnum fyrir að mæta á þessar æfingar. í Danmörku eru skoðunarmenn sem koma ófor- varindis og geta stoppað skipin ef eitthvað er ábótavant. Sigur- bjöm spurði einnig hvort ekki væru til lög um hve þétt megi stúa í lestir bílferja hér á landi. „Það er stúað svo þétt að ef eldur yrði laus væri ógerningur að komast að með slökkvitæki", sagði Sigur- bjöm. Ingvar Einarsson spurði hvort ekki væri væntanleg reglugerð um sjónvarpsaugu í lest og vélarrúm sem væru nauðsynleg til að fylgj- ast með t.d. vélamanni sem gæti slasast einn á vakt og eins ef mis- hleðsla kemst á millidekk. Hjálmar taldi heilladrýgra að menn hefðu sjálfir áhuga á björg- unaræfingum heldur en að setja lög þar að lútandi. Hann kvað 40—60 skoðunarmenn vera stað- setta úti á landi en samt þyrfti sérfróða skoðunarmenn að sunn- an við og við og peningaleysi háir þeim skoðunum. Ekki eru til nein lög um hleðslu bílferja og ekki heldur um sjónvarpsaugu en mótmæli hafa borist gegn þeim á þeim forsendum að þau yrðú not- uð af skipstjóra til að reka á eftir mönnum við vinnu. Fundi var slitið rétt fyrir sjö en eflaust hefði verið hægt að ræða þessi mál lengur. Hinn nýi salurer ágætl'ega fallinn til fundahalda VÍKINGUR Tilkynning frá Fiskveiðasjóði íslands Á árinu 1982 verða veitt lán úr Fiskveiðasjóði íslands til eftirtalinna framkvæmda í sjávarútvegi: 1. Til framkvæmda í fiskiðnaði Við lánveitingar til framkvæmda í fiskiðnaði veröur eink- um lögð áhersla á arðsemi framkvæmdanna og að bæta þær fiskvinnslustöövar sem fyrir eru þannig, að þaö leiði til aukinnar hagkvæmni í rekstri og bættrar nýtingar hráefnis og vinnuafls. Einnig skal þess gætt, að sem mest samræmi sé milli veiða og vinnslu. 2. Til fiskiskipa Lán veróa veitt til skipta á aflvél og til tækjakaupa og endurbóta, ef talið er nauðsynlegt og hagkvæmt. Umsóknir um lán til nýbygginga innanlands eöa skipa- kaupa erlendis frá skulu berast fyrir tilskilinn tíma, en óvíst er enn um lánveitingar. Allar eldri umsóknir þarf aö endurnýja og gildir þá einu hvort lánsloforö hefur verið veitt eða ekki. Gera þarf ná- kvæma grein fyrir hvernig þær framkvæmdir standa sem lánsloforð hefur verið veitt til. Umsækjendur um ný lán svo og þeir sem endurnýja eldri umsóknir, skulu skila umsóknum sínum á þar til gerðum eyðublööum, ásamt þeim gögnum og upplýsingum sem þar er getió, að öörum kosti veróur umsókn ekki tekin til greina. (Eyðublöðin fást á skrifstofu Fiskveiðasjóðs Is- lands, Austurstræti 19, Reykjavík, svo og í ýmsum bönk- um og sparisjóðum utan Reykjavíkur). Umsóknarfrestur er til 1. desember 1981. Umsóknir er berast eftir þann tíma verða ekki teknar til greina við lánveitingar á árinu 1982, nema um sé að ræöa ófyrirséð óhöpp. Lánsloforð Fiskveiðasjóðs skal liggja fyrir, áður en fram- kvæmdir eru hafnar.

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.