Sjómannablaðið Víkingur - 01.10.1981, Síða 61
„Höfum oft óskad þess aö hafa
Þorstein Pálsson sem feröafélaga...”
r
— segir Páll Hermannsson formaður Stýrimannafélags Islands
í viðtalinu við nemendur Stýri-
mannaskólans kom fram að laun
stýrimanna á farskipum eru lítið
spennandi og atvinnuhorfur ungra
manna sömuleiðis. Við náðum tali
af Páli Hermannssyni formanni
Stýrimannafélags íslands og báð-
um hann að gera svolitla grein
fyrir því hverju þetta sætti. Viðtal
okkar fór fram sama dag og f undur
í félaginu hafði verið boðaður um
kvöldið. Á þeim fundi var ætlunin
að ræða kjaramál og uppsögn
samninga og bjóst Páll fastlega við
því að samþykkt yrði að segja upp.
Samningar verða því líklega lausir
30. nóvember.
Skólinn borgar
sig ekki f járhagslega
— Það hefur allatíð verið vin-
sælt umræðuefni meðal nemenda
og nýútskrifaðra stýrimanna að
fjárhagslega tapa þeir á að fara í
skólann. Það má telja það fimm ár
sem fara í að afla sér réttinda, þar
af kauplaust nám í þrjá vetur.
Þegar skóla er lokið fara þeir svo á
16% lægra kaup en maður sem
hefur enst í starfi í fimm ár og er
orðinn bátsnraður. Menn hafa
löngum sagt að stýrimenn verði
seinna skipstjórar og fari þá á
hærra kaup en það eru mjög
margir sem aldrei verða skipstjór-
ar, hætta starfi löngu áður. Það
var kannski hægt að segja þetta
þegar keypt voru ný skip í hverj-
um nránuði á árunum 1974—77.
Þá var algengt að menn hlypu yfir
1. stýrimanns tímann og yrðu
skipstjórar, vegna þess hve skip-
unum fjölgaði ört. í dag er flotinn
minni en hann hefur verið sl.
finrm ár. Þróunin er sú að skipin
verða stærri og afkastameiri og þ.
a. 1. færri. Þetta þýðir það að ef
þessir ungu menn fá á annað borð
pláss, eiga þeir eftir að sigla á 3.
stýrimannslaunum í ansi langan
tíma. Fullyrðingin um að óþarfi sé
að gera vel við stýrimenn því þeir
verði brátt skipstjórar er því að
falla um sjálfa sig.
Óánægja með launin
— Það gætir vaxandi ólgu
meðal stýrimanna varðandi kaup
og kjör. Yfirtíð hefur haldið
mönnum á floti lengi vel en und-
anfarið hefur hún verið skorin
niður í eins lítið og hægt er af út-
gerðarmönnum. T.d. virðist stefn-
an sú hjá Eimskipafélaginu að 3.
stýrimenn hafi enga yfirtíð. Ég skil
ekki hvernig menn geta lifað af
þeirn launum.
— Eruð þið búnir að móta
kaupkröfur?
— Nei, þær hafa ekki verið
fullmótaðar en ég get fullyrt það
að þess verður krafist að ábyrgð,
menntun og starfsreynsla verði
metin til launa. Við förum fram á
að lægsti stýrimaður fái 16%
hærra kaup en bátsmaður eftir
fimm ár. Það er um 32% kaup-
hækkun. Við kjósum líklega
samninganefnd á fundinum í
kvöld. Ég býst við að kröfurnar
verði ekki í mörgum liðum að
þessu sinni.
Sjóálag — vaktaálag
— Hafið þið oft borið mikið úr
býtum eftir samningaþóf?
— Eftir langt verkfall 1979 var
okkur dæmt svokallað sjóálag sem
útgerðarmenn vildu alls ekki kalla
vaktaálag. Það hafa margir túlkað
þetta sem kynlífsuppbót svo við
eigum enn eftir að fá vaktaálag
viðurkennt. í landi er greitt
vaktaálag fyrir öll þau óþægindi
sem óreglulegur vinnutími hefur í
för með sér. Ég veit ekki um neina
stétt á tímakaupi sem hefur meiri
óþægindi í starfi vegna vinnutíma
og vinnustaðar en farmenn. Við
söknum þess oft að hafa ekki
Þorstein Pálsson og þessa kappa
sem halda því fram að við höfum
engan rétt á vaktaálagi, sem
ferðafélaga þegar við erum búnir
að vera sjö daga að þvælast yfir
Atlantshafið, leið sem venjulega
tekur fjóra daga að sigla. í af-
takaveðri er þetta óskaplegt álag.
VÍKINGUR
61