Sjómannablaðið Víkingur

Ukioqatigiit

Sjómannablaðið Víkingur - 01.10.1981, Qupperneq 62

Sjómannablaðið Víkingur - 01.10.1981, Qupperneq 62
Það er heldur ekki nóg að við stöndum vaktir heldur eru þær breytilegar. Þegar lagt er úr höfn stöndum við átta tíma vaktir en þegar dvalið er í höfn er maður allt í einu kominn á dagvaktir sem geta staðið í sólarhring, þ.e. allt annað kerfi en var út á sjó. Aðstæðurnar á vinnustað eru líka slæmar. Vistarverur eru litlar og vélaloftræstingin er heilsu- spillandi að mínu mati. Maður getur aldrei opnað glugga og fengið ferskt loft. Einhæfnin sem vinnu- og hvíldarstaðurinn býður upp á er mjög þreytandi. Menn fara ekkert og gera ekkert jafnvel prjónaskapur er útilokaður á vetrum því veður eru það vond stærstan hluta tímans. Menn geta í hæsta lagi skorðað sig af með bók og ef maður leggur hana frá sér er hún flogin. Þessar fjarvistir og einangrun hljóta að geta talist verð þess að fá vaktaálag borgað. Verkstjórn og málakunnátta — Hefur þú hugmyndir um bætta kennslu í skólanum? — Stýrimannsstarfið gerir miklar kröfur til manna. Sá þáttur sem hefur verið hvað mest van- ræktur í skóla en er einn stærsti hluti starfsins, er verkstjóm. Við fáum að vísu stutt námskeið sem er mjög til bóta en það þyrfti að leggja á það meiri áherslu. Að vísu lærist þetta með reynslunni en ef það prinsipp á að vera ríkjandi gætum við sleppt öllum skólum. Það eru ákveðnir hlutir sem auð- velt er að kenna í þessu sambandi. Annað er það sem okkur var ekk- ert kennt en er víst eitthvað byrjað á núna, um pappírsvinnu og sam- skipti við land, við verkstjóra og afgreiðslumenn. Menn lenda oft í því reynslulitlir í erlendum höfn- um að skrifa undir skjöl og skuld- binda þar með útgerðina um ýmislegt. Þú getur lent í að fá blað á belgísku eða rússnesku sem þú átt að skrifa undir. í skólanum eru 62 menn saman í bekk sem ætla sér í farmennsku og fiskimennsku. Það er því mismunandi mikilvægt í þeirra augum að kunna tungumál. Það má nefna 30 atriði sem mikil- vægt er að stýrimenn séu vel að sér í en málakunnátta og verkstjórn eru þar mikilvægustu þættirnir. Meiri kröfur við inngöngu — Finnst þér eigi að leggja rneiri áherslu á málanámið? — Mér finnst þurfa að gera meiri kröfur til manna áður en þeir koma inn í skólann. Guðjón Ármann þurfti t.d. að hafa stærð- fræðideildarstúdentspróf til að komast inn í skólann sem hann fór í. Ég veit að í skóla fyriryfirmenn í Ameríku verða menn að hafa há- skólapróf. Stýrimannaskólinn er sérskóli og annað hvort þarf að bæta neð- an við hann eða taka innan úr honum kennslu í undirstöðu- greinum svo hægt sé að sérhæfa námið meira. — En nú fer nám í farmennsku og fiskimennsku að mörgu leyti ekki saman. Finnst þér ætti að skipta því meira? — Eg tel vel athugandi að skipta 3. stiginu eftir áhugasviði nemenda þó prófið verði hið sama. Ég hef t.d. ekki haft nein not fyrir það sem ég lærði um meðferð Astics. Frí 4—6 mánuði á ári — Hver finnst þér mikilvæg- ustu mál þinnar stéttar? — Ég tel mjög mikilvægt að menn taki meiri frí og teldi til mikilla bóta ef tækist að koma upp vaktskrá þannig að menn fengju ekki að sigla nema ákveðna mánuði á ári. Það byggist að sjálfsögðu á því að menn geti leyft sér það fjárhagslega og þá komum við aftur að launamálunum. Það er ekkert skemmtilegt að sigla með mönnum sem hafa siglt í 12 mánuði án þess að taka sér frí, menn verða mjög pirraðir. Með þessu móti héldist útgerðinni betur á mönnum. Ég tel heppilegt að byrja á að takmarka siglingar við átta mánuði á ári og lækka það smátt og smátt niður í sex mánuði. Veistu hvernig þetta er í öðrum löndum? — Já, ég hef verið iðinn við að kynna mér það og gekkst fyrir því að Stýrimannafélagið gekk í Nor- disk Navigatörs Kongress svo við gætum lært af því sem er að gerast hjá þeim og förum ekki að gera sömu mistök og þeir eru búnir að gera. í Svíþjóð held ég að sé alsiða að hafa það einn á móti einum — einn dag á sjó og einn í landi, þ.e. sex mánuði á ári. I Danmörku er fimm til þriggja mánaða samn- ingsbundið úthald en ekki alveg fast munstur hve lengi menn eru á ári en skattalögin hjálpa þeim til að ákveða það því þeir lenda í miklum sköttum ef þeir sigla of mikið. Ég býst við þeir sigli svona sjö, átta mánuði á ári. Breytt þjóðfélag Það er erfitt að bera þetta sam- an við nágrannaþjóðirnar því þeir hafa allt öðru vísi lífsmunstur. Á íslandi gildir þessi manndómsút- tekt þar sem menn verða að slíta sér til húðar fyrstu tíu ár fullorð- insáranna við að koma sér þaki yfir höfuðið og verða svo andlega og líkamlega hálf örkumla það sem eftir er. Þjóðfélagið hefur breyst mjög mikið síðastliðin ár og fríþörfin orðið meiri. Það er ekki langt síðan laugardagur varð al- mennur frídagur og fólk leyfir sér mikið meira í tómstundum og öðru og kröfur um lífsþægindi eru orðnar meiri. Farmenn hafa ekki fylgt þessari þróun. Áður sigldu menn 11,3 mánuði á ári en þá stoppuðu skipin hálfan mánuð í Reykjavík eftir hvern túr svo tækifæri gafst til að vera með sínum nánustu. Núna stoppa skipin ekki neitt. Það VÍKINGUR
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.