Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.01.1992, Síða 6

Sjómannablaðið Víkingur - 01.01.1992, Síða 6
V í K I N G U R Á ÚFNUM SIÓ SIGURJÓN VALDIMARSSON IU HEILAR m FLÍKUR OG ADRAR H ALDMINNI Tilefni: Grein Hjálmars Vilhjálmssonar í Fiskifréttum 15. nóvember 1991. „Og af því að Sigurjón Valdimarsson vill vafalaust hafa flíkur sínar heilar eins og við hin langar mig til að hjálpa honum svolítið og reyna að stoppa í stœrstu götin.“ Hjálmar Vilhjálmsson fiski- fræðingur býður mér þessa hjálp af velvild sinni og vissulega er ég honum þakklátur fyrir þann hlýhug í minn garð sem í boðinu felst. Ein- hvern veginn fannst mér þó, þegar lengra var lesið í grein hans, sem birt- ist í Fiskifréttum 15. nóventber s.l., eins og lítið hald væri í bótunum hans, flestar væru þær snjáðar mjög og sum- ar stagaðar. Ég geri því skóna að flík sú sem Hjálmar vill lappa uppá fyrir mig sé sniðin úr þekkingu minni á fiskifræði. Satt best að segja er ég honum sam- mála í því að sú flík er æði skjóllítil, tæpast hægt að tala um flík í því sam- hengi. Pó hefur mér tekist að heyja mér pjötlu úr því klæði hér og þar á lífsleiðinni, einkum í þeim tilgangi að reyna að öðlast einhvern skilning á því sem Hafrannsóknastofnun sendir frá sér, þjóðinni til upplýsingar. En það verð ég að segja að flest fróðleikskorn sem mér liafa áskotnast um fiskifræði hafa vakið mér stærri furðu á starfs- háttum Hafró heldur en skilning á stofnuninni. Staðlausir stafir Ég varð til dæmis ekki svo lítið undr- andi þegar sú vitneskja varð mér ljós að Hafrannsóknastofnun, sú stofnun íslendinga sem mestu varðar að hafi þekkinguna eina að leiðarljósi, hafði gripið einhversstaðar úr lausu lofti kenninguna um að beint samband væri á milli stærðar hrygningarstofns og nýliðunar, þ.e.a.s. að því stærri sem hrygningarstofninn er, þeim mun meiri og betri nýliðunar sé að vænta. Þessi kenning á sér enga stoð, ekki í þeirri fiskifræði sem kennd er í skól- um og ekki einu sinni í töflum og skrám Hafrannsóknastofnunar sjálfr- ar. Þvert á móti er miklu algengara að litlir hrygningarstofnar gefi af sér góða nýliðun, samkvæmt ofannefnd- um þekkingarbrunnum. Samt hefur Hafró gert þetta að þeirri grundvall- arkenningu sinni sem allt starf stofn- unarinnar byggist á. Sífellt berast fréttir þaðan af bæ þess efnis að verið sé að byggja upp hrygningarstofnana með alls konar friðun og sífellt ntinnka stofnarnir. Stofnunin er undarlega föst í þess- ari loftgripnu kenningu sinni. For- stjóri stofnunarinnar, og helsti tals- maður hennar, sagði þó fyrir nokkr- um mánuðum, eftir að vakin hafði verið athygli á skekkjunni í kenning- ttnni í grein sem birt var í Sjómanna- blaðinu Víkingi, að stofnuninni hefði ekki tekist nægilega vel að benda á santhengið á rnilli stærðar lnygningar- stofns og nýliðunar. Þrátt fyrir það heldur hann fast við kenninguna og segir við blaðamann DV í stuttu við- 6

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.