Sjómannablaðið Víkingur

Årgang

Sjómannablaðið Víkingur - 01.01.1992, Side 14

Sjómannablaðið Víkingur - 01.01.1992, Side 14
LANDALEIT Næst komu þeir að Ískaríotsklett- um, sem ekki er nánar vitað um. Þaðan sigldu þeir í suður og komu að eyju St. Páls. Það var gróðurlaus klettur 100 faðmar í þvermál. Hkyrrt var í sjó, en á einum stað tókst þeim að setja Brendan á land. 1 helli uppi á eynni fann hann St. Pál. Hann hafði að sögn búið þar í 90 ár og sagðist vera 40 ára að aldri. Hugsan- lega hefur þetta verið Rock All, sem þá hefur verið nokkuð stærri en nú. Það- an sigldu þeir í rúma 40 daga til vest- urs og komu inn í dimma þoku. Þá sagði sá er fróðastur var á skipinu að þokan umlykti landið sem þeir hefðu leitað að í mörg ár. Þegar þokunni létti sáu þeir hið feg- ursta land, með margskonar ávaxta- trjám. Þar var dýrlegt veður. Þeir voru komnir til Ameríku. í þessu góða landi dvöldu þeir lengi. Síðan héldu þeir enn af stað gegn- um þokubeltið, þar til þeir konm til eyjanna þar sem gleði og hagsæld ríkti. Þetta er talið hafa verið Azoreyjar eða Kanaríeyjar. Hvort sem það var, er víst að Brendan vissi til vegar. Þegar hann hélt jtaðan, sigldi hann heim án vand- ræða. Það má því ætla að hann hafi kunnað að sigla eftir stjörnum og haft einhvern leiðarstein. Þeim var vel fagnað við heimkomuna til Kerry, eft- ir 5 ára burtveru á ókunnum slóðum. Menn töldu að nú ætti Brendan að halda sig heinta eftir þessa háskaferð. En það var Brendan ekki að skapi. Hafið og útþráin tóku hug hans allan. Hann lét byggja nýtt skip, ólíkt hinu fyrra. Nýja skipið var byrt sterkum viði, með þeim besta seglbúnaði sem þá þekktist, mannað 60 úrvals sjó- mönnum. Árið 551 sigldi hann úr höfn. Þegar þeir höfðu siglt röska 40 daga, koniu þeir aftur í þokubeltið og stórar físklorfur óðu umhverfis skip- ið. Vindur féll og þeir tóku til ára. Um síðir konni þeir að stórri eyju þar sem öldur Atlantshafsins braut með mikl- um gný. Stór skrímsli með faxi, gráum augum og ferlegum höggtönnum lágu á ströndinni og öskruðu að þeim. Þetta munu hafa verið rostungar og landið Nýfundnaland eða Labrador. Brendan féll ekki þetta kalda land. Þeir sigldu því suður með landinu { nokkra daga, koniu þá í vog einn og lögðust við akkeri. Ðar kont hópur lágvaxinna dökkra villimanna niður að ströndinni og létu ófriðlega. Til þess að forða óhöppum, bannaði Brendan mönnum sínum að fara í land. Þeir héldu svo þaðan og koniu til eyjar þar sem íbúarnir voru friðsamari. Þarna hittu þeir mann, sent sagðist vera síð- astur tólf írskra munka er höfðu sest þar að fyrir mörgum árum. Hann réð þeim að gæta sín á mergð mannætuhá- karla við ströndina. Þetta mun hafa verið ein Bahamaeyjanna. Þegar þeir héldu þaðan var sumar og blíðuveður. Næst kornu þeir til undurfagurs lands. Þar var allt sem hægt var að óska sér. Þeir voru vissir um að þetta dá- samlega land væri landið sem þeir höfðu svo lengi leitað „Tir Taingire", fyrirheitna landið, land hinna heil- ögu. Þetta hefur verið Florida. Áhöfn skipsins hrópaði hátt af fögnuði yfir ferðalokunum. Brendan vissi ekki um meginlandið vestanvið. Hann hélt að hann væri staddur á „Hy Brasil", draumaeyju í Atlantshafi, sem margar kynslóðir manna á Vestur-Irlandi höfðu séð öðru hvoru, í heiðskíru veðri, langt út til liafs, en enginn kom- ið til. Þeir hófu að kanna hve stórt landið væri en þótt þeir leituðu í 40 daga, fundu þeir ekki endimörk. Einn daginn fundu þeir írska munka sem þar höfðu búið lengi. Hve lengi Brendan dvaldi í þessu gósenlandi er ekki vitað, en um síðir greip heimþrá mennina, Jteir söknuðu hins heilaga Irlands. Og þar sem Brendan taldi verk sitt fullkomnað, þá héldu þeir til skips, settu segl, sigldu í austur og fóru heirn, sömu leið og þeir voru komnir. Brendan fór ekki í fleiri langsiglingar. Hann fór ýmsar styttri sjóferðir, til Bretlands og Younu, áður en hann settist um kyrrt og stofnaði hið fræga klaustur í Clonfert. BEITA BEITA BEITA LÍNUVEIDAR HÖFUM FYRIRLIGGJANDI: Beitusmokk kr. 62,00 pr. kg. Beitusíld kr. 32,00 pr. kg. Beitumakríll kr. 47,00 pr. kg. Línuábót no 6x18" taumar ... ... kr. 4.490,00 pr. kg. Línuábót no 7x16" taumar ... ... kr. 3.720,00 pr. kg. ^ón *zAsbjih tisson GRÓFIN 1 • REYKJAVÍK • SÍMAR: (91)^11747 og 11748 14

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.