Sjómannablaðið Víkingur - 01.01.1992, Side 17
langt fram á næstu nótt, liafa sjálfsagt
verið með glaðning og tónskáldið get-
að tekið í glas með þeim, það var nú
talið.
Eg gat nú ekkert grætt á kynnum
mínum við Hjalta og þeim vilyrðum
sem ég taldi mig hafa. En þegar ég fór
að leita fyrir mér var allstaðar fullráð-
ið og allir braggar fullir. Allstaðar þau
svör að allt væri fullt. Eg var nú lítill
kútur og kannski ekki útgengilegur.
Eg gekk þarna allan daginn og fram á
kvöld. Svo þegar þeir komu frá
Hvanneyri klukkan u.þ.b. 4 um nótt-
ina varð ég að fara í land því skipið lét
þá strax úr höfn.
Eg tók því pjönkur mínar og stóð
einn, og ábyggilega einmanalegur, á
bryggjunni. Þeir sögðu mér seinna
frændur rnínir um borð, að þeir hefðu
hálf vorkennt ntér þar sem ég stóð
með pokann um öxl einn á bryggjunni
um miðja nótt. Eg kom pokanum fyrir
undir bát, sem var þarna á hvolfí og
fór að ganga um. Hitti ég þá innundir
Bökkum gamlan mann norskan, sem
ætlaði að fara að bræða lýsi, en hann
var starfsmaður hjá norskum skip-
stjóra, Tynes að nafni, sent átti þarna
tvær bryggjur og söltunarstöð, en
keypti einnig lifur í plássinu til
bræðslu.
Sá norski fór nú að spyrja mig út úr,
á norsku auðvitað, og ég svaraði á
minni skandinavísku en ég hafði lært
svolítið í dönsku af sjálfum mér, svo ég
gat sagt honum nokkuð um rnína hagi
og að ég væri nýkominn og óráðinn.
Sagði hann ntér að koma aftur um
sjöleytið og þá fór hann með mig til
verkstjórans, sem þá var kominn, ung-
ur maður, og sagði honum að ég væri
illa settur, óráðinn. Sá norski, roskinn
maður og allur útataður í grúl, var
fjarska hlýr. Verkstjórinn fór þá að
spyrja mig hvaðan ég væri og hverra
manna og ég segi að ég sé frá Akranesi
og spyr hann ntig þá um ungan kenn-
ara — Húnvetning —Hervald Björns-
son, sem hafði verið kennari minn
1913 og 1914. Verkstjórinn hét Guð-
mundur Skarphéðinsson frá Hóli
undir Hólshyrnu í Sigluftrði en þeir
höfðu þá verið saman í kennaraskól-
anum, Hervald og Guðmundur. Her-
vald var bráðgreindur ntaður og Guð-
mundur var skýrleiksmaður líka, en
hann var faðir Skarphéðins sent enn
er á Sigltifirði. Nema ég var greinar-
góður, eins og kallað er, og gat frætt
hann um Hervald. Svo fór Guðntund-
ur þá nteð ntig upp í bragga, sem var
þarna nýsnn'ðaður og Tynes átti, og
talaði þar við hjón frá Sauðárkróki,
sem voru nýflutt þarna inn. Þau voru
með tvo krakka svona 10-12 ára, en
þarna voru f jórar kojur. Hann spurði
þau hvort þau gætu tekið ntig. Jú, jú
þau sögðu að það væri ekkert í vegin-
um með það. Þetta var eina plássið,
sem Guðmundur hafði tök á, og hann
bætti því við að það væri gott ef ég
fengi að vera eitthvað með við mat-
reiðslu, svo hann var svolítil forsjón
fyrir mig undir þessurn kringumstæð-
um.
Eitt stuð fyrir hverjar
100 tunnur
Og nú fór allt eins og eftir nótum
fyrir mér, og allt gekk upp. Um kvöld-
ið kom fyrsta síldin því þá kom norsk-
ur línuveiðari sent Tynes var með, en
hann var nteð eina þrjá, ef ekki fjóra
línuveiðara. Þeir höfðu það fyrir
reglu, að þegar þeir voru fyrir utan
Tangann, þá píptu þeir og létu vita
hvað þeir höfðu ntikinn afla; eitt stuð
fyrir hverjar 100 tunnur.
Og svo byrjaði ég að salta, en ég átti
svo að fá tímavinnu eftir því sem með
þurfti þegar ekki var saltað. En annars
var fullráðið þarna. Eg fékk klippur til
að kverka nteð. Við hliðina á mér var
kona með son sinn, Barða Barðason,
sem var tveim eða þrem árum yngri en
ég. Við vorum síðar saman á dragnót í
Norðursjónum sumarið 1922. Guð-
mundur bað konuna að líta til með
mér og segja mér eitthvað til, en ég
hafði aldrei saltað áður.
Það var greidd ein króna fyrir
hverja uppsaltaða tunnu og það var
líka greidd ein króna á tímann í tíma-
vinnu og þá jafnt hvort heldur var að
nóttu eða degi. Þá var tímakaupið 30
aurar í Reykjavík og 25 aurar á Akra-
nesi.
Þegar söltun var lokið um morgun-
inn var ég strax tekinn í tímavinnu við
að velta tunnum upp á uppfyllingu
fyrir ofan söltunarplanið og stafla
þeim þar. En þá um kvöldið kom
Flóra, eða Nóva, sem voru skip sem
gengu milli Noregs og íslands og á
ströndina hérna, en Tynes hafði af-
greiðslu fyrir Bergenska, Det Bergen-
ske Dampskipselskap, sem átti þessi
skip. Það var með tunnur, tómar og
salttunnur. Var ég sendur þangað í
uppskipun.
Stýrimaðurinn setti mig á spil, af því
ég var strákur, en allir hinir voru full-
orðnir menn, en ég hafði aldrei snert á
gufuspili áður. Þarna vann ég nóttina
og allan næsta dag við að hífa upp úr
skipinu.
Eg náði fljótt taki á spilinu, svona
með gætni, en þegar komið var fram á
kvöld og komið niður undir botn í lest-
inni var ég orðinn alveg úrvinda og þá
dottaði ég aðeins og allt fór upp í
bómu. Það vildi þó til að það voru búnt
af tunnusvigum í hífinu og þau
hrukku í sundur og svigarnir féllu eins
og skæðadrífa niður í lest. Stýrimaður-
inn kom þarna að, hann var ekkert
byrstur og sneypti ntig ekki neitt, en
sendi mig niður í lest. Þeir sögðu mér
karlarnir þar að taka þessu með ró.
Svo var farið að lesta skipið og ég var
þarna áfram.
Mikið fiskirí og mikið saltað
Þormóður Eyjólfsson, síðar stjórn-
arformaður hjá Síldarverksmiðjum
ríkisins, var skrifstofumaður þarna,
þá ungur maður. Þegar borgað var út
hjá Tynes, rengdi Þormóður að það
gæti verið rétt að ég væri með 100 tíma
eftir vikuna, svo hann kallaði á Guð-
mund verkstjóra og hann var því sam-
mála að þetta gæti ekki verið, svo það
var farið að kryfja þetta. Þá hafði ég
verið 60 tíma í þessari lotu, tvo og hálf-
an sólarhring, fyrir utan þá tíma sem
ekki voru reiknaðir og auk þess söltun
fyrstu nóttina eða alls 72 tíma í einu,
ekki minna. Jú, jú þetta var allt rétt.
Það var mikil törn í þrjár vikur, mik-
ið fiskirí og mikið saltað, svo ég vann
ansi mikið, en eftir það varð vinna
stopulli, en ég var þarna allan júlí og
ágúst og fram í september.
Eg fór suður með fiskibátnum
Hrafni Sveinbjarnarsyni frá Akranesi,
sem Bjarni Ólafsson frændi minn var
með, en hann varð síðar frægur skip-
stjóri, einn mesti aflamaður við Faxa-
flóa, var þá með línuveiðarann Ólaf
Bjarnason, föðurnafnið hans. Þeir
voru bræðrasynir pabbi og Ólafur.
Eg var með mikla peninga á mér en
átti ekki veski, svo ég setti 600 krónur í
brjóstvasann á jakkanum og saumaði
fyrir nteð loðbandi. Mamma lét ntig
alltaf hafa nál og garn þegar ég fór
eitthvað í burtu. Eitthvað var ég svo
með í lausu, kannski 50 krónur.
Björn á Litla-Teigi, hann var stjúpi
Bjarna skipstjóra og var nteð honum,
sagði engan vafa leika á því að ég væri
með langmestu hýruna af Akurnes-
ingum eftir úthaldið.
Júnt 1990. 4
17