Sjómannablaðið Víkingur - 01.01.1992, Síða 18
V í K I N G U R
HUGARFLUG
A LANDSTÍMI
TEXTI: STEFÁN STURLA TEIKNING: HARALDUR EINARSSON
austið er fallegur tími. Litir náttúrunnar svo dýrðleg-
ir; gulir, rauðir, bláir, gráir og öll þau óteljandi lit-
brigði sem náttúran sjálf getur búið til og maðurinn getur
notið en ekki leikið eftir nema að litlum hluta. Og sólsetrið
maður, þegar himinn og haf verða eins og glóandi gull og
landið sveipast í fölrauðan hjúp dalalæðunnar, sem fjalla-
tindarnir gnæfa uppúr eins og risar á verði um dýrðina.
Haustið er líka veiðitími á gæs og rjúpu. Þegar ég er í
landi fer ég eins oft og ég get í veiði. Á surnrin í lax en á
haustin er það gæsin og rjúpan. Ekki svo að skilja að ég sé
morðóður mannhundur sem flengist um landið til að
drepa og drepa, og klæðist í hermannaföt þegar ég fer í lax,
gæs eða rjúpu til þess að líkja eftir hermönnum, vera í
fullorðins hermannaleik. Nei, mér fmnst þessi föt vægast
sagt hallærisleg, ljót. Auk þess sé ég enga ástæðu til að
klæðast í einhverja feluliti, eins og þetta er kallað, þegar ég
fer í lax, af augljósum ástæðum. Og í ferðum um heiðar og
fjöll fmnst mér betra að vera í góðum fötum og hlýjum
heldur en hálfhermannafötum af því það er flott. Auk þess
skil ég ekki veiðimenn sem liggja í skurðum og bíða eftir að
bráðin komi í lágflugi inn yfír skurðinn og þá er bara að
skjóta úr skotgröfunum.
n itt sinn las ég ræðu sem höfðingi indíána ættflokks
■3 flutti forseta Bandaríkjanna um miðja nítjándu öld-
ina. Hann bað hvíta manninn að koma fram við dýrin sem
væru þau systkin lians, einnig hafði hann áhyggjur af því
hvernig hvíti maðurinn drap dýr jarðarinnar sér til ánægju
og skildi jafnvel hræin eftir rotnandi. Virðingin við bráðina
er það sem indíánar höfðu og reyndu að kenna hvíta mann-
inum. Það er ekki nóg að bíða í skotgröfunum og hleypa af
þegar bráðin er í færi, andar veiðimannsins og bráðarinnar
verða að sameinast, sögðu indíánarnir. Það þýðir, í mínum
liuga, að veiðmaðurinn og bráðin verði að vita hvort af
öðru til að bæði eigi jafna möguleika. Það er heldur ekki
sama hvernig við göngunt um bráðina eftir að hún er fallin,
við verðum að bera virðingu fyrir henni, takmarkalausa
virðingu. Annars verður maður aldrei farsæll veiðimaður,
eða hvað er lengur til að lifa fyrir þegar ntaður hlustar ekki
á Limhverfí sitt.
Qetta leiðir hugann að því hvernig við stundum veiðar
okkar og hverju við hendum í sjóinn.
Fyrr á árum var skipakostur okkar ekki góður, fæstir
bátanna fóru út af hrygningarslóðum, hreinlega vegna þess
að það var ekki vogandi. Þá var líka nógur fískur og það
kornu fleiri tonn á land en nú er leyfilegt að veiða, en þetta
hefur breyst. Núna koma færri tonn en fleiri fískar á land.
Þegar ég var í skóla var kennt, og ég held að það sé
svoleiðis enn, að tveir plús tveir væru fjórir. Þannig var það
líka þegar ég byrjaði á sjó. En það er enn eitt af því sem
hefur breyst, tveir fiskar í dag er ekki það sama og tveir
fiskar voru þegar ég byrjaði á sjó. Getur verið að það séu of
margir kjaftar í sjónum um fæðuna, líkt og gerist í vötnum
landsins. Offjölgun. Fiskurinn horast. Þá er grisjað. Smá-
fiskurinn drepinn. Hvað eru þeir að gera á Þingvallavatni?
Við megum ekki veiða og allra síst koma með smáa fiskinn á
land, því verður að henda honum aftur í sjóinn. Rotnandi
hræin um allan sjó. Hvað sögðu indíánarnir, hvar er virð-
ingin fyrir bráðinni? Við veiðum bara stóra fiskinn sem er
mun lengur en áður að verða stór en snertum ekki smáa
fískinn sem er mun lengur smái fiskurinn. Það hlýtur að
vera eitthvert misvægi þarna. Hvíti maðurinn hefur breytt
jafnvægi náttúrunnar.
n f ég væri bóndi sem ætti tíu fullorðnar kindur, allar
131 með tvö lömb, í septemberbyrjun, en fyrir veturinn
ætti ég aðeins fóður fyrir fimmtán kjafta, þá vita allir
hvernig færi ef ég léti öll lömbin lifa. Að vori væru kindurn-
ar horaðar og þeim liði illa. Flestar væru ófrjóar, sent þýddi,
þrátt fyrir öll lömbin sem ég setti á um haustið, að stofninn
minkaði og skilaði verri afurð. Er þessu ekki eins varið í
sjónum? Er hægt að fjölga kjöftunum í sjónum á æti sem
ekki er til? Hvar er virðing okkar og skilningur á náttúr-
unni?
Á landstími er mikill tími til að hugsa, sumir jafnvel skrifa
eins og ég er að gera, en oftast er spilað eða horft á video.
Við vorum reyndar nánast hættir að spila. En þegar við,
eins og það er kallað í dag, urðum heimsmeistarar í bridds,
voru spilin tekin fram aftur.
Landstímin eru oft löng. Þá er oft tími fyrir sjálfan sig,
láta hugann fljúga. Getur verið að maðurinn gefi sér ekki
tíma til hugarflugs, sé blindur á tölur.
Á landstími er allt þvegið, skrúbbað og pússað enda er
skipið heimili okkar og vinnustaður tuttugu daga af hverj-
um þrjátíu.
m ún er undarleg þessi þörf að komast á sjóinn. Ég er
Ufl ekki búinn að vera marga daga í landi þegar hafið fer
að kalla. Dóttir mín trúir því að það séu til hafmeyjar. Ætli
hafmeyjan hafi ekki orðið til í hugskotum eiginkvenna
sjómanna fyrir mörgum árum, hundruðum ára, jafnvel
þúsundum ára. Hafmeyjan er dulúð hafsins, hún er þokan
sem getur orðið svo þétt að ekkert sést. Hvað er svo sem að
sjá; haf, haf, endalaust haf og himinn, sami litur og er á
þokunni. Áður en tækni nútímans kom til var þokan meyj-
an sem tældi menn út í óvissu. Enginn vissi hvað næsta
andartak bar í skauti sér. Þessi ást á hafinu er mögnuð. ♦
18