Sjómannablaðið Víkingur - 01.01.1992, Blaðsíða 30
V í K I N G U R
UTAN ÚR HEIMI
HILMAR SNORRASON
NÝ SKIP
Með glæsilegri skipum sem lileypt
var af stokkunum á síðasta ári er án
efa brasilíska ekju- og gámaskipið
Intrépido í eigu Transroll Navega-
cao. Eru skip þessarar tegundar
gjarnan kölluð RO/LO (Roll on, Lift
off) skip. Við hönnun skipsins var
tekið mið af minni gerð ekjuskipa,
sem smíðuð voru í Þýskalandi árið
1978, af Neugrabengerð og gáma-
skipa af Contender-gerð. Hér var þó
sameinað í eitt skip bæði öflugt ekju-
skip og gámaskip en skipið ber 1341
TEUs. það var Caneco í Ríó de Janei-
ro sem smíðaði skipið en systurskip
þess, Independente, er væntanlegt dl
afhendingar innan skamms. Það hafa
verið farnar ýmsar ótroðnar slóðir
við hönnun skipsins og má meðal
annars nefna að bakkaþilfarið er
yfirbyggt. Ekki verður þó sagt að allt
Intrépido
Lengd 173,40m
Breidd 27,30m
Djúprista 8,10m
Burðargeta 17.400 tn.
Gámageta 1341 TEU
Aðalvél 10.360 Hö
Hraði 15,0 hnútar
sé fullkomið því fréttaritarar sem
skrifað hafa um skipið telja siglinga-
tækjakost þess vera ákaflega lélegan
en hann er allur frá heintalandi
skipsins. Er þessum systurskipum
ætlað að vera í áætlanasiglingum
milli Brasilíu og Evrópu.
HAGSTÆTT VERÐ
Málmsteypan
HELLA hf.
12 TOMMU
FYRIRLIGGJANDI
ÁLAGER
Kaplahrauni 5 - 220 Hafnarfirði - Sími 91-651022 - Telefax 91-651587
„GULA HÆTTAN“
Nú standa yftr viðræður milli
kínverska mönnunar- og útgerðar-
fyrirtækisins COSCO (China Ocean
Shipping Company) og Grikkja um
að Kínverjar útvegi þeim síðar-
nefndu um 4000 sjómenn til starfa á
skipum þeirra næstu tvö til þrjú ár.
Nú þegar starfa um 3000 kínverskir
sjómenn á heimsflotanum, að þeim
kínverska undanskildum. Hjá Cosco
starfa um 40.000 sjómenn og hefur
stór hluti þeirra áhuga á störfum á
erlendum skipum. Vissulega vekur
Jrað áhyggjur farskipasjómanna ef
Kínverjar ætla að flæða inn á mark-
aðinn en Cosco hefur lýst því yfir að
þeirra sjómönnum sé einungis leyft
að vinna á erlendum skipum til þjálf-
unar. Það er þá kannski ekki mikil
þörf á að fara í kínverskunám alveg
strax.
30