Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.01.1992, Síða 32

Sjómannablaðið Víkingur - 01.01.1992, Síða 32
V í K I N G Skipið, sem hét F.MMA, var með 11 manna áhöfn en meðal þeirra var 11 ára drengur sem skráður var háseti. Fleira kom mönnum á óvart, því á skipið var einnig skráður læknir og kokkurinn var einungis 16 ára stúlka. Við nánari athugun kom í ljós að hér var um að ræða íjölskyldu skipstjór- ans, en skipstjórinn taldi athuga- semdir ITF manna vera „tómt kjaf- tæði“. Að sögn talsmanns útgerðar skipsins taldi hann allt vera í stakasta lagi þar eð skipið þyrfti einungis að vera með átta manna áhöfn, en Emma er um 2800 tonna flutninga- skip, og að skipið væri einungis fórn- arlamb svokallaðra „nornaveiða" bresku sjómannasamtakanna gagn- vart erlendum skipum. Skráningu fjölskyldu skipstjórans var að vísu snarlega breytt þótt útgerðinni og skipstjóranum þætti slíkt út í hött. HEIMSMET Óveður það sem gekk yfir Evrópu dagana 25. og 26. janúar síðastliðinn reynist tryggingafélögum dýrt. Því hefur verið haldið á lofti að það hafi slegið öll fyrri met livað varðar tjóna- bætur en þær eru taldar nema 5 milljörðum dollara. Sló óveðrið fyrra metið sem nam urn 4,2 milljörðum. Þær bætur voru greiddar út eftir að fellibylurinn Hugo fór yfir Karabíska hafið í október 1989. Flkki lítið tjón það en við skulum líta á nokkur óhöpp sent þá urðu í Evrópu: Tólf manna áhöfn borpallaskipsins Zapata Gulf Marine bjargaðist eftir að skipið, sent hafði rekist utan í borpall í 10 vindstigum, sökk. Áhöfn borpallaskipsins St. Martin, sem meðal annars tók þátt í björgun áhafnar Zapata Gulf Marine, var bjargað með þyrlu eftir að skipið sökk af völdiun óveðursins. Áhöfn Mærsk Tackler var bjargað með þyrlu eftir að skipið varð vélar- vana í óveðrinu. Mærsk Logger tókst síðar að koma taug í skipið og draga það í var. Efnaflutningaskípið Thuntank 9, sem var 14.300 tonn að stærð, rak á land undan Milford Haven og var áhöfn þess, 14 mönnum, bjargað með þyrlu og björgunarbátum RNLI. U R Borpallaskipið Oakleigh varð fyrir vélarbilun í Norðursjó og þurfti dráttarskip til að hindra að skipið rækist á borpall. Borpallaskipið Britannia Stallion varð fyrir miklum skemmdum eftir að liafa rekist á borpall. Borpalla- skipið Breydon Eider var 20 klukku- stundir að fylgja Britannia Stallion 35 sjómílna leið til Hull. Þriggja manna áhöfn flutningaskips- ins Mill Supplier var bjargað með þyrlu eftir að skipið tók að leka í óveðrinu. Síðar tókst að bjarga skip- inu og var það dregið til Lowestoft. Talsverður eftirmáli varð að þessu óhappi vegna áhafnarfjöldans um borð en skipið var um 300 tonn að stærð. Norskur skipstjóri fórst eftir að skip hans fórst um 20 sml. undan strönd- um Kent. Þegar hann fannst hafði hans verið saknað í fjóra tíma og kom í ljós að hann hafði drukknað í flotbjörgunarbúningi sínum. SVARTIR SJÓMENN Fimm „sovéskir“ sjómenn voru settir á svartan lista hjá útgerðarfyr- irtæki sínu eftir að ágreiningur kom upp um launagreiðslur. Málavextir voru, að áhöfnum á sovéskum skip- um sem færð voru undir Kýpurfána árið 1990, var heitið hærri launum og betri aðbúnaði við útflöggunina. Þessu undu áhafnir þessara skipa vel en þegar til kom var samningur sá er þeir áttu að skrifa undir með auðan reit þar sem launaupphæðin átti að standa. I áhöfn eins skipanna neit- uðu fimrn skipverjar að skrifa undir, en skip þeirra var þá í höfn á Italíu. Eftir talsvert þref féllst útgerðin á að hækka laun allra skipverjanna en þegar skipið kom næst til hafnar í Sovétríkjunum kraföi útgerðin sjó- mennina um endurgreiðslu á þeirri launahækkun sem þeir höfðu fengið. Skipverjarnir fimm neituðu að borga til baka og var þeim þá stefnt af útgerðarfyrirtækinu sem jafnframt refsaði þeim nteð því að gefa þeim einungis færi á störfum í landi en ekki á sjó. Rétturinn dæmdi sjó- mönnunum í vil. Ekki voru þeir reknir frá fyrirtækinu en eftir sem áður fengu þeir ekki að fara til sjós. Þrettán manna áhöfn breska skipsins Maersk Yare var bjargað, eftir að skipið strandaði við Scheveningen af völdurn bilunar í stýrisbúnaði. Síðar tókst að ná skipinu á flot en áður en því var komið til hafnar strandaði það á ný og hvolfdi. Tíu sjómenn fórust þegar Möltu- skráða tankskipinu Kimya hvolfdi undan strönd Norður-Wales. „Súper" ferjan breska Fantasia fékk á sig stórt gat eftir að ltún rakst á bryggju í höfninni í Dover. Dráttar- bátur hafði verið að aðstoða skipið en dráttartóg milli skipanna slitnaði og fór í skrúfu Fantasiu. Stórflutningaskipið A1 Jabalaine, skráð í Líberíu, varð fyrir vélarbilun á Bristol-flóa og var liluti áhafnar tekinn frá borði með þyrlu þar sem óttast var að skipið ræki á land. Sjö skipverjar og hafnsögumaöur fórust í Finnlandi eftir að dráttarbát- ur lenti í árekstri við flutninga- pramma. Tók þá stéttarfélag þeirra til þess ráðs að safna fyrir fari fyrir þessa fimni menn til London þar sem fulltrúar ITF hjálpuðu þeirn við að fá vinnu á erlendum skipum j:>ar sem sýnt var að ekki yrði neinn möguleiki fyrir þessa menn að stunda sjó- mennsku á skipurn frá sínu eigin þjóðlandi. ILLA MENNTAÐIR SJÓMENN Siglingamálayfirvöld í Hong Kong hafa ákveðið að taka ekki gilcl skír- teini filíppínskra yfírmanna á skip sem sigla undir fána Hong Kong. Var það gert í kjölfar ferðar sem embættismenn fóru til Filippseyja til að kynna sér þjálfun og kennslu fyrir yfirmenn þar í landi. Var það mat þeirra að menntun filippínskra sjó- manna væri á rnjög lágu stigi og hefði henni hrakað mikið. Þessi ákvörðun Hong Kong manna hefur valdið talsverðum áhyggjum í út- gerðarheiminum þar eð um 20% yfirmanna á heimsflotanum eru Filippseyingar. Á Filippseyjum er rnikill skortur á kennurum, eftirliti með gæðum námsins, lélegri aðstöðu skólanna og alltof margir skólar. 32

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.