Sjómannablaðið Víkingur - 01.01.1992, Page 36
V í K I N G U R
Kári sjötugur
Skipstjóra- og stýrimannafélagið
Kári í Hafnarfirði varð sjötíu ára 20.
janúar s.l. Félagar og gestir þeirra
gerðu sér glaðan dag í Skútunni í
Hafnarfirði, í tilefni afmælisins.
Félagið gaf út vandað afmælisblað
þar sem Jón Kr. Gunnarsson skrifar
ágrip af sögu félagsins og birt eru
viðtöl við nokkra félagsmenn á ýms-
um aldri.
Afmælisblaðið fæst keypt hjá for-
ustumönnum félagsins og hjá Sjó-
mannablaðinu Víkingi.
Stjórn Kára skipa nú: Ingvi R.
Einarsson formaður, Guðmundur
Ólafsson gjaldkeri og Högni Sigurðs-
son ritari.
Forsíöan á afmælisblaðinu.
Úr af mælishóf inu, þar sem f ram voru born-
ir gómsætir réttir og dýrir drykkir og ræður
haldnar áður en dansinn hófst.
Ingvi formaður og Jón Kr., sem átti stóran
þátt í að afmælisblaðið varð að veruleika.
Útgerðarmenn — vélstjórar.
Önnumst allar raflagnir og viðgerðir í bátum, skipum og verk-
smiðjum. Áratuga þjónusta við íslenskan sjávarútveg tryggir
reynslu og öryggi frá sérþjálfuöu starfsfólki.
Sendbréf frá Sigfúsi
Þegar ég lít til baka til liðinna ára
koma mér í hug orð Jesú, þar sem
hann segir: „Sjá, ég er með yður alla
daga.“ Matt. 28:20. Svo áþreifanlega
hefi ég fengið að reyna þetta. Það
eru nú 45 ár liðin síðan Guð kallaði
mig til þeirrar jijóuustu, sem Salem-
sjómannastarfið hefir veitt öll Jiessi
ár. Það er dásamlegt hvernig Guð
hefir leitt mig í því allt til þessa dags.
Fyrir það vil ég lofa hann og jrakka
jjá undursamlegu náð að hafa fengið
þetta verkefni í víngarði hans. Eg veit
að það orð Guðs sem sáð hefir verið
hefir borið ávöxt og mun halda
áfrarn að gjöra það. Jes. 55:11.
S.l. ár var sérstakt fyrir mig að því
leyti að þá átti ég 80 ára afmæli.
Fjölmargir vinir nær og ljær á sjó og
landi og í öðrum löndum veittu mér
ósegjanlega gleði með kveðjum og
margvíslegum gjöfum og nærveru
sinni. Kom |)á berlega í ljós hve mikil
ítök þetta starf á í hjörtum margra.
Ég bið Guð að blessa alla þessa vini
og launa þeim kærleika þeirra og að
jaeir megi njóta handleiðslu hans á
ófarinni ævibraut. „Fel Drottni vegu
|)ína, og treystu honum, hann mun
vel fyrir sjá.“ Sálm. 37:5.
Starfið gekk með svipuðum hætti
og áður. Farið var f um 800 heim-
sóknir í skip og báta og eitthvað gefið
frá Orði Guðs ásamt ýmsum frétta-
blöðum sem líka kemur sér vel fyrir
sjómenn er leita hafnar. Þá er einnig
oft talað við menn um Jesúm Krist
og jtað endurlausnarverk er hann
vann, jreim til handa, er við honum
vilja taka. „En öllum jteim sem tóku
við honum gaf hann rétt til að verða
36