Sjómannablaðið Víkingur - 01.01.1992, Qupperneq 42
V í K I N G U R HHHUH
FRÍVAKT
Austri, héraðsfréttablað útgefið á Egilsstöðum, hefur jafnan á baksíðu einn dálk
af ýmsum fróðleik undir nafninu KURL. Víkingurinn tekur sér það bessaleyfi að
endursegja hér nokkur af þeim fróðleikskornum.
Nokkur hjón sátu að drykkju saman. Einn karlanna
talaði um tiIbreytingarleysi ástalífsins í hjónabandinu.
„Það er eins og að spila sömu gatslitnu plötuna ár eftir ár."
Frúin tók þessu ekki vel. „Er það nokkur furða, þegar
alltaf er spilað með sömu nálinni," sagði hún örg.
Bóndi fékk skattafrádrátt vegna kaupa á 24 hænu-
ungum. Árið eftir bað skattstjórinn um skýringu á því
að engar tekjur af eggjasölu voru taldar fram. Hann
fékk þessa skýringu:
— Þar sem 23 af þessum 24 ungum reyndust vera
hanar, hefur eina hænan í hópnum um annað að hugsa
en að verpa eggjum.“
Músin og ffllinn voru vinir. Einu
sinni þegar músin var á rölti um
skóginn datt hún í gryfju og komst
ekki upp úr henni aftur. Hún hróp-
aði á hjálp og ffllinn kom til bjargar.
Hann slakaði typpinu niður í gryfj-
una og músin klifraði upp. Engin
vandræði með það. En svo kom að
því að ffllinn datt í gryfju og músin
kom og slakaði typpinu niður til að
bjarga vini sínum. En typpið var of
stutt. Nú, það varð svosem ekkert
vandamál úr því, músin fór bara
heim og sótti jeppann sinn og dró
fflinn upp.
Hvaða lærdóm má svo draga af
þessari sögu?
Jú, þeir sem hafa of stutt typpi
þurfa að eiga jeppa.
Stefán Bragason, bæjarritari á
Egilsstöðum, sendi einhleypum
kunningja þessa vísu á jólakorti eftir
að Eva Ásrún á Rás 2 brýndi öryggi í
kynlífi sem mest fyrir fólki.
Guð þér veiti grautarslettu
og glaða stund þótt skíni ei sólin.
En öryggið á oddinn settu
ef þú ferð til kvenna um jólin.
Vel metinn bóndi á Dalnum átti
afmœli og efndi til veislu. Þar í sveit
tíðkast að gera vel við gesti, sem sést
m.a. afþví að á þriðja degi veislunn-
ar kallaði sonur bóndans:
— Upp með landann pabbi, það
hreyfði sig einn. “
42