Sjómannablaðið Víkingur

Årgang

Sjómannablaðið Víkingur - 01.06.1995, Side 8

Sjómannablaðið Víkingur - 01.06.1995, Side 8
VIKINGUR konar aðferðir til að ná lendingu en þeir hafa ekki viljað taka neinni þeir- ra. Við verðum að bíða þess að þeir sjái ljósið.“ Ekki klofningur meðal sjómanna Umrœða hefur veríð um að ekki sé samstaða meðal sjómanna, telur þú að svo sé? „Eg held að það sé ekki klofningur meðal sjómanna. Hitt er að atvinnu- ástandið í landinu er ekki gott, menn eru í þröngri stöðu og vilja halda atvinnu sinni. Sumir af okkar mönn- um eru settir upp við vegg og neyddir til að sætta sig við hluti sem þeir gerðu annars ekki. Margir okkar manna eru í erfiðri stöðu, einangraðir og fjarri okkur hinum. Við höfum ekki tök á að ná til þeirra og ræða þessi mál við þá. Þetta er öðruvísi en hjá öðrum launþegum, þar sem fólk hittist og styrkir hvað annað. Það er ekki þannig hjá okkur. Menn standa jafnvel einir og fá ekki stuðning af næsta manni og það er erfitt undir pressu.“ Þau viðbrögð útgerða að flytja skip milli svœða, til að komast hjá verk- falli, er það ekki til að gera deiluna erfiðari? „Auðvitað gerir það það. Það er forkastanlegt, þegar búið er að boða til aðgerða, að menn búi þá til leigsamninga hér á landi eða til út- landa. Allar þessar aðgerðir eru ólög- legar, það er klárt. Það er verið að komast undan löglega boðuðu verk- falli og löglega boðað verkfall hefur undirstöðu í vinnulöggjöfinni og við eigum að gangast undir hana. Það er skylda okkar og atvinnurekenda að virða vinnulöggjöfina og þeir hafa sýnt lítinn vilja til að fara eftir lögunum og nýta sér allt sem þeir geta til að brjóta vinnulöggjöfina. Sama má segja um annað, það er ekkert annað en brot á lögum þegar verið er að blanda veiðiréttinum inn í uppgjör til sjómanna. Það voru sett lög á Alþingi síðastliðið vor sem banna að veiðirétti sé blandað í uppgjör til sjó- manna, samt er það gert. Talsverður hópur útgerðarmanna stundar lögbrot. Ráðamenn þjóðarinnar, t.d. félags- málaráðherra og dóms- og sjávar- útvegsráðherra, en þetta heyrir undir þeirra ráðuneyti, segja menn vera að brjóta lög, en hvað gerist? Ekkert.“ Yirðingarleysi fyrir rétti fólks Sú staðreynd að menn eru að komast hjá verkfalli og fleira, sýnir það ekki að það er Itlaupin aukin harka ísamskipti milli aðila? „Það er aukin harka og það verður að segjast að þessi vinnubrögð eru að koma með nýjum „bissnessmönnum“ í útgerðarmannastétt. Þetta er virðin- garleysi fyrir þeim rétti fólks þegar það reynir að hafa áhrif á eigin kjör. Það er verið að reyna að brjóta niður stéttarfélagsanda og rétt fólks til að vera í verkalýðsfélögum þar sem haldið er utan um réttindi fólks. Ég veit ekki hvort þetta er vísvitandi stefna, að minnsta kosti segja forystu- menn LIU að þeir mæli ekki með þes- sum aðgerðum. Það er alveg ljóst að verkalýðshreyfingin í landinu - ekki bara sjómannasamtökin heldur verkalýðshreyfingin í heild - mun koma að þessu máli. Ef þetta líðst gegn sjómönnum er víst að þetta verður gert fyrir fleiri stéttir. Það er verið að reyna að eyðileggja starf stéttarfélaganna og verði þetta raunin Tæringarvarnarefni fyrir dieselvélar COOL TREAT 651 Gegn gróður-, skel- og ryðmyndun C-TREAT6 Fyrir ferskvatnstanka COOL TREAT 237 Hreinsum EIMARA, FORHITARA og KÆLA KEMHYDRO SALAN SNORRABRAUT 87, 105 REYKJAVÍK, SÍMI: 551 2521 FAX: 551 2075 8

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.