Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.06.1995, Blaðsíða 67

Sjómannablaðið Víkingur - 01.06.1995, Blaðsíða 67
VÍKINGUR Ný kynslóö gámaskipa er á leiðinni. sér um útgerð skipanna. Það verður fróðlegt að sjá hvort stéttarfélögunum í Bandaríkjunum tekst að brjóta á bak aftur útflöggun skipa þar í landi. Otrúlegt en satt í ágúst síðastliðnum slitnaði 10 metra álbátur, í eigu manns að nafni Benis Bennetts, frá bryggju í Vestur- Ástralíu. Þrátt fyrir talsverða leit fannst báturinn hvergi og töldu menn að hann hefði sokkið. I síðasta mánuði komu tveir fiskimenn að máli við fer- ðamann í Xai-Xai í Mosambík og báðu hann að skoða skjöl sem þeir fundu í bát sem hafði rekið á land skammt frá. Svo einkennilega vildi til að ferðamaðurinn, kona að nafni Kathleen Brennan, var frá Ástralíu og nágranni hennaij heitir Benis Benn- etts. Það merkilega kom í ljós að báturinn sem mennirnir fundu var bát- ur Bennetts sem rekið hafði alla leið frá Ástralíu til Mosambík og er þessi leið 4.970 sjómílna löng. Það sem vakti mesta furðu var að báturinn, sem metinn er á um 3 milljónir, var með öllu óskemmdur. Nú bíður báturinn eftir fari aftur heim þar sem Bennett bíður hans á bryggjunni þaðan sem báturinn hvarf fyrir átta mánuðum síðan. Haugur af skipum Fimmta kynslóð gámaskipanna er loksins á leiðinni, en það eru skip sem geta flutt rneira en 5.000 gáma í einu. Nú eru í smíðum 16 skip með meira en 5.000 gáma getu en ekkert þeirra mun geta farið í gegnum Panama- skurð þar sem þau eru of breið. Ekki virðist vera hörgull á smíðapöntunum gámaskipa, en nú eru í smíðum 93 gámaskip sent eru stærri en 4.000 gáma skip fyrir tuttugu skipafélög. Heildarflutningsgeta þessara skipa verður 421.499 gámar. Aðmíráll í fangelsi Fyrrverandi aðmíráll í sjóher Taívan var í byrjun maí dæmdur í 6 ára fangelsi fyrir mútuþægni. Vopnasali mútaði honum til að sjá svo um að taí- vanski sjóherinn tæki tilboði frá ítölsku skipasmíðastöðinni Fincant- ieri S.p.A. um smíði á hafrannsókna- skipi. Það voru 55 þúsund dollarar (3,6 milljónir) sem fengu aðmírálinn til að liðka málin, en skipasmíðastöð- in segist ekkert hafa vitað af þessum mútum. Kjölur skipsins var lagður 8. apríl í fyrra og á skipið að afhendast í ár. Heildarverð þess samkvæmt áætl- un er 48,5 milljónir dollara og er þá mútuféð væntanlega inni í verðinu. Sjórán sjóliða Iranski sjóherinn hefur verið ásakaður um sjóránstilraun þann 4. maí sl. Það var Panamaútgerðin Sea- wolf Marine sem bar fram ákæruna, en skip hennar, SEAWOLF, var stöð- vað af íranska sjóhernum á opnu hafi. Var skipstjórinn krafinn um skipsskjöl og vegabréf áhafnar og að skipið skyl- di halda inn í landhelgi írans. Seawolf, sem er dráttarbátur og aðs- toðarskip fyrir borpalla, slapp naum- lega þar sem bandarískt herskip var skammt undan og kom til aðstoðar. Dráttarbáturinn lét sig hverfa hið skjótasta af vettvangi. Löng bryggja Menn velta því oft fyrir sér hver séu stærstu skipin í heiminunt og einnig hver séu stærstu skip okkar. Hver skyldi nú vera lengsta bryggja í heimi? Ekki er sú bryggja ýkja langt frá okkur, en hún er í eigu BLG Bremer Lagerhaus í Bremen. Bryggjukanturinn verður lengdur um 700 metra í ágúst og þá verður lengdin samtals 3 kílómetrar. Lengsta skip okkar íslendinga, Brúarfoss, fengi rúmlega 17 bryggjupláss við kantinn. 67
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.