Sjómannablaðið Víkingur

Årgang

Sjómannablaðið Víkingur - 01.06.1995, Side 72

Sjómannablaðið Víkingur - 01.06.1995, Side 72
VÍKINGUR Islenskir sjómenn að springa á limminu? Þolpróf sem líkamsrœktar- stöðin Máttur gerði á sjó- mönnum í samvinnu við Vinnuvernd leiðir í Ijós að þeim veitir ekki af að hefja líkamsœfingar. Slökkviliðs- menn eru í miklu betra formi en sjómenn. Goðsögnin um hreysti og krafta íslenskra sjómanna hefur beðið skip- brot ef taka skal mark á þolprófi sem líkamsræktarstöðin Máttur-Vinnu- vernd hefur látið sjómenn gangast undir. Prófin fólust í því að sjómenn- irnir reyndu sig í sjö mínútur á þol- hjóli og útkoman var sú að þeir eru í ákaflega slæmu ásigkomulagi og standast engan veginn samanburð við íslenska slökkviliðsmenn, sem einnig gengust undir þetta próf. Vinna sjómanna felst í hörku skorpuvinnu Magnús Ólafsson, þolfimikennari hjá Mætti, hafði yfirumsjón með þol- prófunum. Hann hefur um nokkurt skeið kannað í samstarfi við Vinnu- vernd aðbúnað um borð í íslenskum togurum. „Ég var búinn að vinna með Vinnu- vernd um borð í skipum. Vinna sjó- manna felst í hörku skorpuvinnu, sem gerir það að verkum að menn þurfa að vera vel á sig komnir til að standast átökin. Segja má að slökkviliðsmenn búi við álíka vinnuaðstæður og sjómenn. Við ákváðum því að prófa líka þol slökkviliðsmanna hér í Reykjavík. Sjómenn komu illa út úr þeim saman- burði. Slökkviliðsmenn virðast ná að halda sér í góðri æfingu, enda eiga þeir auðveldara með það en sjómenn. Sjómenn hafa átt erfiðara með að stunda líkamsrækt vegna langra fjarvista og auk þess hefur fram að þessu ekki verið lögð jafnrík áhersla á gott líkamsástand sjómanna eins og gildir um slökkviliðsmenn. Mér sýnist vera ástæða til að sinna þessu af miklu meiri alvöru héðan af og nauðsynlegt að koma æfinga- tækjum fyrir um borð í togurunum. Það hefur að vísu verið gert töluvert af því í seinni tíð, en það er sjaldnast hugsað um að kenna sjómönnunum að nota tækin. Það skiptir mjög miklu máli.“ Hvemig var staðið að þessu þol- prófi? „Þolprófið er ákaflega einfalt fyrir- bæri, þetta er sex til sjö mínútna próf á hjóli. Það er alls ekki erfitt. Menn eru látnir þola ákveðið álag í ákveðinn tíma og mælingarnar styðjast við púlsinn. Þeim mun lakara formi sem 72

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.