Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.06.1995, Síða 66

Sjómannablaðið Víkingur - 01.06.1995, Síða 66
VÍKINGUR smásmíði, því hæð hans er um 520 metrar en hæsta bygging í heimi, Sears-turninn í Chicago, er 36 metrum lægri. Þegar Troll verður kominn á áfangastað, sem er um 50 mílur NV af Bergen, verður honum sökkt niður á 330 metra dýpi og til þess þarf að dæla 1,5 milljónum tonna af sjó inn í fætur pallsins. Þegar hann sest á hafsbotninn mun þungi hans þrýsta honum 10-15 metra niður í botninn. Bandarfska strandgæslan hefur hætt hlustun á neyðartíðni morsfjarskipta. Slökkt var samtímis á hiustunar- tækjum í Norfolk, Boston, Miami, New Orleans, San Francisco, Hono- lulu og Kodiak. SOS-neyðarmerkið hefur því sem næst lokið hlutverki sínu um allan heim, en bandaríska strandgæslan tók á móti tveimur SOS- neyðarskeytum á árinu 1994. Það sem liðið var af árinu 1995 hafði ekkert SOS-skeyti verið móttekið. s Ut, út, útflagganir Það kom eins og reiðarslag þegar tilkynnt var að Hapag-Lloyd-skipa- félagið þýska flaggaði út 6 af 18 skipum sínum undir Singapor-fána. 130 þýskir sjómenn missa vinnuna við útflöggunina en laun þeirra eru sögð ástæðan fyrir henni. Tap skipa- félagsins var á síðasta ári 30 milljónir marka. En það eru fleiri sem hyggja á að losna undan sínum eigin þjóðfána. APL, sem er eitt stærsta skipafélag í Bandaríkjunum, hefur ákveðið að flagga út sex nýsmíðuðum gámaskip- um sem verða í samkeppni við banda- rísk skip. Stéttarfélög þar í landi eru æf yfir tiltækinu og segja að 1.000 manns missi vinnu við þessa útflögg- un beint og óbeint. Hafa stéttarfélögin lagt fram kæru en ekki hefur enn tek- ist að stöðva áform skipafélagsins. Útgerð skipanna ber fyrir sig lög frá 1936 sem heimila bandarískum út- gerðum að setja skip sín undir erlenda fána gegn því að stjórnin fái full yfir- ráð yfir skipunum ef þjóðaröryggi krefst þess. Ahafnir á þessum nýju gámaskipum verða fengnar frá mönn- unarfyrirtæki á Kýpur sem jafnframt dum, þrjú þeirra voru frá Hondúras. Flest skipanna voru almenn vöruflut- ningaskip smíðuð á árunum 1960 til '70 en auk þess voru tvö stórflut- ningaskip, tveir verksmiðjutogarar og tvö frystiskip. Þótt fækkun hafi orðið í fjölda skipa var það sama ekki upp á teningnum varðandi mannslífin. Sú tala stóð því sem næst í stað, en 170 manns fórust fyrstu þrjá mánuði þessa árs samanborið við 179 á sama tíma 1994. Flestir fórust 4. janúar þegar tvö skip, PARIS (16.000 tonn) og YOU XIU (18.000 tonn), sukku eftir að hafa rekist á hafnargarða í höfninni í Constanta í Rúmeníu. Af hvorugu skipanna komst nokkur af, samtals 54 menn. Stór borpallur Heimsins stærsti borpallur hóf ferð sína 10. maí sl. frá Stafangri í Noregi með aðstoð tfu dráttarbáta sem samanlagt ráða yfir 130.000 hö. Borpallurinn er þyngsti hlutur sem nokkru sinni hefur verið fluttur. Borpallurinn hefur verið nefndur Troll og verður hann miðpunktur á 5 billjóna dollara gassvæði á norska landgrunninu. Framleiðsla hefst á næsta ári og mun Troll sjá fyrir 1/3 hluta þess gass sem notað er í Þýskalandi, Frakklandi og Belgíu svo dæmi sé tekið. Smíði Troll tók fjögur ár og er hann metinn á yfir 100 billjónir dollara. Hann er engin Borpallar eru með mestu mannvirkjum í heimi. 66

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.