Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.06.1995, Blaðsíða 63

Sjómannablaðið Víkingur - 01.06.1995, Blaðsíða 63
VÍKINGUR ég að það sem af er þessu ári hafa a.m.k. fimm bátar verið úrskurðaðir ónýtir við skoðun.“ Þannig að þeir hjá Siglingamála- stjórn hafa tekið sig á í kjölfar gagn- rýni þinnar? „Þeir vinna í skjóli myrkurs og láta engan vita af því sem þeir eru að gera. Þeir eru ekkert að aðvara sjómenn. Ég er búinn að fara til íslenskra smábáta- eigenda og biðja þá að vara sína menn við í vetur. Ég er búinn að gera mitt.“ Veistu til þess að það hafi orðið sjóslys síðustu árin þar sem í Ijós kom að gúmmíbjörgunarbátar brugðust? „Nei, það fórst reyndar sjómaður í Vestmannaeyjum vegna mistaka. Þá voru menn að herða róna frá flöskunni að bátnum með skiptilykli en svo vildi til að róin brotnaði. Það á að herða þetta með átaksmæli alveg eins og þegar menn herða hedd á bfl. Ég held þeir hafi ekki átaksmæli á skoð- unarstöðunum, en það þarf að setja reglur um að róin sé hert með átaksmæli eftir ákveðnum staðli til að svona mistök hendi ekki. Það er margt fleira sem þarf að setja reglugerðir um. I fyrsta lagi þarf að setja reglur um að gúmmíbátar séu í öllum smábátum. I öðru lagi þarf að tryggja að neyðarsendar séu um borð í þeim og í þriðja lagi að í stað varmapoka verði það reglubundið að ullarföt séu um borð í gúmmíbát- unum. Varmapokar halda ekki hita eins vel og ullarföt. Þótt ullin blotni þá heldur hún samt hitanum. Enn- fremur eiga allir sjómenn að eiga flot- galla, líka sjómenn á smábátum. Ég er búinn að kornast að því af hverju gúmmíbátar eru ekki hafðir um borð í smábátum. Örn Pálsson, framkvæmdastjóri íslenskra smábáta- eigenda, og Arthúr Bogason hafa barist gegn því vegna þess að þeir telja þetta of dýrt. Ég spyr því hvort þessir menn vilji verða valdir að því að sjómenn farist? Gúmmíbjörgunar- bátar kosta eitthvað rúmlega hundrað þúsund krónur og vilja sjómenn ekki að eiginkonur þeirra fái þá heirn fyrir hundrað þúsund krónur? Þetta eru ekki miklir peningar, duga rétt fyrir útför manna. Menn tíma heldur ekki að kaupa neyðarsendi, en hvað held- urðu að það kosti að senda út stóra leitarhópa í fjölda klukkustunda að leita að báti sem velkist um í hafinu.“ Nú segir Páll Guðmundsson að engin önnur þjóð hafi eins háa staðla um björgunarbáta og Island og að Þjóðverjar hafi meira að segja tekið upp okkar staðla. „Það er rétt, það gilda miklu strang- ari kröfur á íslandi en í Þýskalandi. En það verður lika að framfylgja þeim. Þjóðverjarnir eru miklu harðari í því en við. Það sem vantar t.d. hérna er svona hálfgert svart gengi eins og þeir hafa hjá Tollgæslunni, menn sem koma um borð í skipin og sinna eftir- liti. Þetta á að vera eins og í landi. Lögreglan keyrir hér um göturnar, hún er ekki alltaf að taka menn, hún er að fylgjast með að allt sé í röð og reglu. Það er ekki nóg að setja lög og reglur; það vantar að framkvæmda- valdið fylgi lögum og reglum eftir.“ Ég táraðist hreinlega Jóhann hefur sótt flestöll námskeið sem snerta öryggismál sjómanna. Hann vill koma á framfæri sérstöku þakklæti til Slökkviliðsins í Reykja- vík fyrir námskeið sent þeir héldu í júlí á síðasta ári. Hann segir að þetta námskeið hafi verið hreint frábært, menn hafi ekki fengið að komast frá eldhafinu fyrr en þeir hafi unnið fyrir því. Árvekni í öryggismálum eru ein- kunnarorð Jóhanns Páls. Eins og áður sagði eru bikarar sem hann gaf til mál- staðarins veittir á hverjum sjómanna- degi þeim skipsáhöfnum sem standa á framúrskarandi hátt að öryggisþáttum í skipum sínum. Jóhann segist einu sinni hafa orðið sérstaklega stoltur vegna þessarar verðlaunaveitingar: „Það var þegar Mánabergið fékk Sæbjargarbikarinn. Þeir áttu þennan heiður svo sannarlega skilið, þetta er frábært skip. Ég minnist þess sérstak- lega að ég skoðaði skipið þegar búið var að veita bikarinn og ég táraðist hreinlega þegar ég sá hvað þetta var flott hjá þeim.“ Krtnglunnl. Útbúum lyfjakistur fyrir skip og báta. Eigum ávallt tilbúin lyfjaskríni fyrir vinnustaði, bifreiðar og heimili. Almennur sími 689970. Beinar línur fyrir lækna 689935. 63
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.