Sjómannablaðið Víkingur

Årgang

Sjómannablaðið Víkingur - 01.06.1995, Side 18

Sjómannablaðið Víkingur - 01.06.1995, Side 18
VÍKINGUR hafskarfa. Meiin eru ekki vissir um hvaða stofii er verið að fiska. Veldur það ekki áhyggjum ? „Það eru viss hættumerki varðandi karfastofninn. Það hefur komið fram að verið er að veiða í einhverjum mæli djúpkarfa á úthafskarfaslóðum. Þetta er atriði sem ég tel að við verðum að skoða vandlega.“ Þegar íslendingar hófu veiðar í Smugunni þá lattir þú menn frekar en hvattir. „Eg vildi leggja á það áherslu að við tryggðum að það væri samræmi í málflutningi okkar þar sem við vorum að tryggja stöðu okkar á alþjóðlegum hafsvæðum. Það var mjög mikilvægt að við gengjum ekki þannig fram að rök sem við beittum á einu svæði gengju ekki gegn okkur á öðrum. Eg lagði á það áherslu þá að menn horfðu fram í tímann og að norsk-íslenski síldarstofninn og úthafskarfinn yrðu, þegar til lengri tíma væri litið, stærstu hagsmunir okkar á alþjóðlegum hafsvæðum og við yrðum að beita þeim rökum sem tryggðu okkur best á þeim svæðum. Síðan tók ég ákvörðun um að loka tímabundið hluta af veiðisvæði vegna smáfisks. Það er aðgerð sem við hljótum að beita hvar sem við erum að veiðum. Við verðum að stunda ábyrgar veiðar hvar sem við erum að veiðum. Sýna sjálfum okkur og öðrum að við förum fram á veiðum, utan okkar landhelgi, af fullri ábyrgð.“ Ifyrri ríkisstjórn var ekki einhugur í málflutningi hvað þetta varðar. Breyttist það mikið við myndun þes- sarar ríkisstjórnar? „I fyrri ríkisstjórn var oft áherslu- munur að þessu leyti, það er hvað varðaði afstöðu til þeirra svæða sem skipta okkur hvað mestu máli til lengri tíma. í núverandi ríkisstjórn hefur tekist mjög góð samstaða um málflutning í þessum efnum.“ Þú sagðir á Alþingi í dag (miðvikudaginn 24. maí) að ekki væru áform um að setja lög á verkfall sjó- manna, komi til þess, en þú útilokar ekki lagasetningu dragist verkfall á langinn? Nú hefur hlutur þeirra í heildar- þorskaflanum aukist mikið. „Eins og löggjöfin er verður sett þak við 21.500 lestir. Veiðin takmarkast þar. Þess vegna stöndum við frammi fyrir því að banndögum mun fjölga gífurlega mikið á næsta ári og róðra- tími verður mun styttri á næsta ári.“ Sjómenn tala um að óvenjumikið sé af þorski, nánast hvar sem þeir eru. Þú hefur talað varlega um aukinn kvóta. „Eg mat það svo að kominn væri tími til, á sínum tíma, að taka þessi mál nýjum tökum. Það var ljóst að það vinnulag sem við höfðum stundað hafði ekki skilað árangri, þvert á móti var þorskstofninn í lægð. Það hafði ekki verið látið á það reyna að fylgja eftir ráðgjöf vísindamanna í þessu efni. Eg mótaði þá stefnu að gera það í ríkari mæli og tel jafnvel að við hefðum átt að ganga hraðar fram í því en pólitískar forsendur voru til. Þessi stefnubreyting er að skila árangri og ég trúi því að við förum ekki neðar. Það eru að koma fram fyrstu vís- bendingar um að stofninn nái sér. Ég legg áherslu á að við höldum þessari aðhaldssömu stefnu svo stofninn byggist sem hraðast upp. Vonandi getum við veitt yfir 200 þúsund lestir innan þriggja ára en það næst ekki nema við förum varlega. Það er ekki við því að búast að afla- heimildir aukist á næsta ári. Stefnan er að skila árangri.“ Það hefur verið mikil veiði í út- 18

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.