Sjómannablaðið Víkingur

Volume

Sjómannablaðið Víkingur - 01.06.1995, Page 71

Sjómannablaðið Víkingur - 01.06.1995, Page 71
VÍKINGUR skyld atriði sem hefur leitt til hag- ræðingar í rekstri farskipa þar í landi. Um þessar mundir starfar nefnd á vegum sænska samgönguráðuneytis- ins sem hefur það markmið að móta opinbera stefnu til framtíðar á sviði samgangna á sjó. Nefndin starfar í samvinnu við samtök farmanna og útgerðarmanna og ráðgert er að hún skili af sér í september á þessu ári. Opinberar aðgerðir á Norðurlöndum Á öllum Norðurlöndum nema á Islandi hafa stjórnvöld beitt sér fyrir því að styrkja atvinnu farmanna og samkeppnisstöðu kaupskipaútgerða. Segja má að um tvær meginstefnur sé að ræða. Annars vegar alþjóðlega skipaskráningu með tilheyrandi kjara- samningum líkt og framkvæmt hefur verið í Danmörku (DIS) og Noregi (NIS). Hins vegar beinar styrkja- greiðslur til kaupskipaútgerða lfkt og í Svíþjóð. Þess ber þó að geta að í Nor- egi var byrjað fyrir skömmu að greiða beina styrki til útgerða til að greiða fyrir norskri mönnun á farskipum. Helsti munurinn milli þessara tveggja meginleiða í atvinnulegu tilliti er að engin hindrun er að ráða erlenda farmenn um borð í skip í alþjóðlegri skráningu. Aftur á móti er aðeins greiddur styrkur út á þau skip sem eru mönnuð sænskum farmönnum, þegar litið er til Svíþjóðar. Nokkur skuggi hefur fallið á kerfi alþjóðlegra skipaskráninga á Norður- löndum. Þennan skugga má rekja til lögfræðilegrar greinargerðar sem alþýðusamböndin í Svíþjóð, Noregi og Danmörku, ásamt finnska sjó- mannasambandinu, létu gera um al- þjóðlega skipaskráningu á Norður- löndum og ríkisstyrki til kaupskipaút- gerða í Svíþjóð.6) I fáum orðum sagt er komist að þeirri niðurstöðu í greinargerðinni að lögin um DIS og NIS brjóti í bága við samþykktir Alþjóðavinnumálastofn- unarinnar (ILO) nr. 87, 98 og 147, og 5. grein í félagsmálasáttmála Evrópu, sem snerta félaga- og samningsrétt launþega. I umræddri greinargerð er einnig komist að þeirri niðurstöðu að lögin um DIS og NIS brjóti gegn ILO- samþykkt nr. 111, sem snertir misrétti launþega með tilliti til atvinnu og starfs. I greinargerðinni er fjallað um tillögur til breytinga á lögum DIS og NIS, þannig að lögin brjóti ekki gegn framangreindum alþjóðasamþykkt- um, sent bæði Danmörk og Noregur hafa fullgilt. Það skal upplýst að ísland hefur fullgill allar upptaldar samþykktir nema ILO-samþykktina nr. 147 um lágmarkskröfur á kaup- skipum. Þessi samþykkt hefur reynd- ar verið til umfjöllunar hér á landi og hefur Farmanna- og fiskimannasam- band íslands eindregið mælt með full- gildingu hennar. Hjá ILO hefur komið lil kastanna hvort lögin um DIS stæðust sam- þykktir nr. 87 og 98 um félaga- og samningsrétt. Sérstök nefnd á vegum ILO fjallaði um málið og komst að þeirri niðurstöðu að ákvæði um kjara- samninga í DlS-lögunum væru ekki í anda samþykkta nr. 87 og 98. Þessi nefnd lagði til að danska ríkisstjórnin beitti sér fyrir því að viðeigandi breytingar yrðu gerðar á lögum um DIS, til að unnt væri að tryggja frjáls- an samningsrétt allra farmanna ráð- inna á skip undir DlS-fána. I greinargerð norrænu alþýðusam- bandanna er ályktað að niðurstaða ILO-nefndarinnar um DlS-lögin eigi jafnframt við um NlS-lögin, þar sem sambærileg ákvæði er að finna í hvor- um tveggja lögunum. Ekki nóg með að lögin um DIS og NIS stríði gegn alþjóðasamþykktum um félaga- og samningsrétt heldur ganga lögin í berhögg við alþjóða- samþykktir um misrétti (diskriminer- ing) með til-liti til atvinnu og starfs. Hér er um að ræða ósamræmi við 5. grein sáttmála Sameinuðu þjóðanna um kynþáttamisrétti, 19. grein félags- málasáttmála Evrópu og ILO-sam- þykkt nr. 111. Með misrétti í þessu samhengi er átt við lög eða önnur fyrirmæli sem kveða á um eða hafi þann tilgang að launþegi skuli hafa önnur réttindi eða skilyrði en ríkis- borgarar gestlandsins, hvað snertir launa- og ráðningarkjör. Þannig mis- rétti brýtur í bága við framangreindar alþjóðasamþykktir, ef misréttið er til komið vegna kynþáttar, húðlitar, kyns, tungumáls, trúar, stjórnmála- skoðunar, þjóðernis eða af félagsleg- um uppruna. I umræddri greinargerð kemur ekki fram að styrkir til sænskrar kaup- skipaútgerðar brjóti í bága við fyrrnefndar alþjóðasamþykktir. Heimildir: 1) G.S. Egiyan (1990): Flag of convenience or open registration of ships. Marine Policy, 14 (2). 2) A. Lindstöm (1995): Sjöfolket gár till motattack. Sjömannen, mars. 3) Samgönguráðuneytið (1993): Skráning kaupskipa á íslandi. 4) Sveriges Redare förening (1993): Svensk sjöfartstidning. 5) Riksdagen 1992/93.1. saml.: Regeringens proposition 1992/93:128. 6) LO-ráttsskydd AB (1994): Ráttsutredning ang justeringar i lagstiftningarna FINSKT, DANSKT, NORSKT INTERNATIONELLT SKEPPSREGISTER samt svenskt statligt stöd till referináringen. 71

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.