Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.06.1995, Blaðsíða 45

Sjómannablaðið Víkingur - 01.06.1995, Blaðsíða 45
VÍKINGUR meðan sjómenn eru ennþá að farast eigum við hellingsverk eftir. Mark- miðið er að sjálfsögðu að útrýma slys- um. En jafnvel þó að við hefðum engin slys þá yrðum við samt sem áður að halda áfram starfinu því það þarf auðvitað alltaf að hlúa að öryggisþáttum um borð. Við erum þó langt frá því að útrýma slysum og ég segi það alveg hreint út að enn í dag er björgunarbúnaði um borð í skipum almennt áfátt og björgunaræfingar í lágmarki.“ Hefur þá ekki orðið neinn áþreifan- legur árangur af starfi skólans? „Það er ekki mitt að dæma um það. Það er hlutverk annarra s.s. eins og Rannsóknarnefndar sjóslysa, hún er best í stakk búin til að dæma um árangurinn. Málið er að þú sérð ekki hagnað af öryggisfræðslu því hún skilar sér ekki í formi fjár. Menn geta t.d. lesið um það að slysatíðni á sjó hafi aukist en þá er jafnframt hægt að benda á að ef ekki væri fyrir þessa fræðslu hefði hún aukist mun meira. Ég var að tala við stýrimann hjá Landhelgisgæslunni í rnorgun og Hilmar í pásu frá kennslu. hann sagði að hann myndi ekki eftir svona fáum útköllum á þyrluna til að sækja slasaða íslenska sjómenn um borð í skip eins og í vetur. Hans lil- finning var sú að fræðslan væri að skila sér. Sjálfur er ég ekki í nokkrum vafa um það, til eru fullt af mönnum sem geta sagt þér að hefðu þeir ekki komið í skólann þá væru þeir ekki hér í dag.“ Með skyldunámskeiðum kemur umfang skólans til með að þurfa að aukast. Hvað erþað Itelst sem þarfað bœta varðandi starf skólans til að taka við auknum fjölda nemenda ? „Sæbjörgin er búin að þjóna vel, en því er ekki að leyna að þetta er elsta verslunarskipið í íslenska skipastóln- um, smíðað 1951, þannig að aldurinn er farinn að færast yfir það. Við höfum sóst eftir að eignast annað skip sem gæti leyst Sæbjörgu af hólmi, skip sem byði upp á meira pláss þan- nig að við hefðum meira æfingarými og gætum bætt við okkur kennslusto- fum. Við vorum lengi að velta Herjólfi fyrir okkur en eftir að hann fór úr landi er Fagranesið kostur númer eitt. En málið er nú í höndum samgönguráðuneytisins. Okkur vantar áþreifanlega æfinga- svæði til slökkvistarfa, það er ekki til í dag. Hingað til höfum við verið með litla aðstöðu í Öskjuhlíðinni og einnig höfum við fengið aðstöðu til æfinga hjá Slökkviliðinu í Reykjavík. Við höfum átt afskaplega gott samstarf við það og reyndar slökkviliðið í Keflavík líka. I framtíðinni er nauðsynlegt að okkur og slökkviliðum í landinu verði skaffað eitthvert svæði þar sem hægt er að stunda slökkviæfingar, þar sem hægt er að kveikja elda og berjast við þá. Þetta skiptir sjómenn verulegu máli því á hverju ári kemur upp eldsvoði í fjölda skipa. Eldsvoði er reyndar helsti tjónvaldur skipa um allan heim. Það er nauðsynlegt að halda áfram að byggja upp skólann og bæta að- stöðuna, því þörfin fyrir hann verður alltaf meiri. í framtíðinni verður meiri þörf fyrir fleiri en styttri námskeið. Alheimskröfur eru ennfremur alltaf að aukast. Innan tíðar verða gerðar al- þjóðlegar kröfur um þjálfun fiski- 45 manna. Þá koma sjómenn til með að þurfa að ganga í gegnum löng og ströng námskeið til að fá réttindi til að stunda sjó. Islenska ríkið hefur undir- ritað samninga í þessa veru við Alþjóðasiglingamálastofnunina, sjó- menn og útgerðarmenn verða að taka því hvort sem þeim líkar betur eða verr.“ HH HellvHansen LÍFTRYGGiniG Skeifunni 13 sími 588 7660 - fax 581 4775
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.