Sjómannablaðið Víkingur

Volume

Sjómannablaðið Víkingur - 01.06.1995, Page 51

Sjómannablaðið Víkingur - 01.06.1995, Page 51
VÍKINGUR eftir sem mótorbátarnir komu að Goðafossi." Það var hægara sagt en gert fyrir þá fáu íbúa sem bjuggu að Látrum að taka við svo mörgu fólki. Flestir fengu skjól í skólahúsinu og þeir sem voru veikir og þurftu á aðhlynningu að halda gistu í heimahúsum. Nema skip- stjórinn. „Hann fékk að vera hjá kaupmann- inum. Það voru allir ánægðir með að hann var ekki í skólahúsinu því hann taldi sig vera Guð og allt hitt á milli. Hann var af þeirri kynslóð og mennt- aður í Danmörku. Hann leit niður á þennan skríl allan. Hann var sniðugur því hann hafði ekkert annað í huga en að komast til Isafjarðar til að segja sjálfur frá strandinu. Þegar faðir minn kom að Goðafossi var það fyrsta sem skipstjórinn spurði hvort ekki væri hægt að koma sér til ísafjarðar. Það lá meira á því en að bjarga fólkinu! Faðir minn fór daginn eftir til Isafjarðar með skeyti frá skip- stjóranum. Þar stóð að hann hefði bjargað öllum. Hann hafði gripið tækni nútímans um að fréttirnar væru mikils virði og því gott að vera fyrstur að greina frá, og það á sinn hátt. Til merkis um hvað þetta var allt skrítið þá var fréttin send til Danmerkur og þar var gert mikið úr þessu afreki hans. Morgunblaðið birti síðar fréttina þýdda úr dönsku. Hann vissi að það skipti hann rniklu að koma fréttinni frá sér til að gera sinn hlut sem stærstan. Fyrir okkur, sem ólumst þarna upp, er óskiljanlegt hvernig þetta slys varð. Það hljóta að hafa verið mannleg mis- tök sem leiddu til þessa óhapps. Fólkið var sótt fáeinum dögum síðar. Það kom skip frá Isafirði og sótti það. Amma mín sagði oft frá því að sér fyndist undur í mannlegum samskipt- um að Eimskipafélagið skyldi ekki einu sinni senda skeyti til að þakka fyrir björgunina. Það fannst henni fyrir neðan allt sem hún hafði lært á langri ævi. Henni þótti það merki um litla framtakssemi. Það snerist allt um þetta atvik, ekki bara þá daga sem skipbrotsfólkið var hjá okkur, heldur lengi á eftir. Þetta var það mikið undur fyrir fólkið í þes- sari afskekktu byggð. Það vakti enn meiri undrun að Eimskip skyldi ekki þakka þeim sem unnu að björguninni. Kannski var það vegna túlkunar skip- stjórans, það er að hann hafi bjargað öllum sjálfur. Það máttu allir vita að einn maður gat ekki bjargað öllu þessu fólki. Það var ekki hægt að koma línu í land. Landleiðin er það erfið að það kom ekki til greina að komast að strand- staðnum með björgunartól.“ Gunnar er kominn á níræðisaldur. Hann mætir daglega í fyrirtæki sitt, Vélasöluna, og er þar tvo tíma á dag. Sonur hans, Friðrik, er tekinn við stjórninni. „Þetta eru algjör forréttindi fyrir mann á mínum aldri að geta komið hingað daglega og hitt fólkið mitt. Ég gæti ekki hugsað mér neitt annað. Þetta er dásamlegt þótt ég sé ekki til gagns, en ég er heldur ekki fyrir neinum. Við erum á það góðum stað og ég hef útsýni hér yfir Flóann og upp á Akranes," sagði Gunnar Friðriksson. JDTRON TRON 6F er agnarsmátt Ijós sem festa má á flotgalla og björgunarvesti. Ljósiö kviknar sjálfkrafa komist þaö í snertingu við sjó eöa vatn og gefurfrá sér skæra birtu. Rafhlaöa endist í 12 stundir samfellt í sjó. UPPLÝSINGAR VtJJ í SÍMA561 1051 IPRÓFUN HF. Æ g i s g ö t u 4 LÍFLJÓS 51

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.