Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.06.1995, Blaðsíða 14

Sjómannablaðið Víkingur - 01.06.1995, Blaðsíða 14
VÍKINGUR Sævar Gunnarsson, formaður Sjómannasambands íslands: Það er einhugur meðal manna „Þeir hafa alfarið hafnað því að breyta uppsagnarfrestinum. Eg full- yrði að það er engin önnur stétt á íslandi, og þótt víðar væri leitað, sem hefur aðeins viku uppsagnarfrest og það óháð því hvað menn hafa starfað lengi hjá fyrirtækjunum. Það er með ólíkindum að útgerðarmenn skuli ekki fást til að leiðrétta þetta,“ sagði Sævar Gunnarsson, formaður Sjómanna- sambands Islands. „Það er ekki hægt að láta þetta mál bíða. Ég get ekki fullyrt að það náist breyting á þessu, en krafan um upp- sagnarfrestinn er sett fram af fullri hörku.“ Sjómannasambandið er í samfloti með Farmanna- og fiskimannasam- bandinu, en eru fleiri kröfur en leið- rétting á uppsagnarfresti sem skilja að Sjómannasambandið og hin sam- tökin? „Nei, það er varla hægt að segja það. Það eru tvö eða þrjú önnur ákvæði sem skilja okkur frá hinum, en ekki eins stórvægileg. Hinir eru einnig með sérkröfur.“ Nú þegar við erum að tala saman á fyrsta degi verkfallsins, hvernig metur þú hotfurnar? „Það er reynsla fyrir því að lítið gerist fyrstu vikuna eftir að verkfall hefst. Ég er að vona að menn fari ekki í það að henda skít hver í annan. Ég vona að menn komi fram af fullum heilindum, þrátt fyrir að komið sé verkfall. Það er tilfinning, frekar en vissa, að menn taki á þessu fyrr en síðar. Það liggur fyrir að það þarf að ljúka þessu, það er ljóst.“ Það eru uppi raddir um óeiningu meðal sjómanna, verðurþú var við að svo sé? „Nei. Umfjöllunin um þessi mál hefur verið furðuleg. Við gerð kjara- samnings sem nær yfir eins mikla vídd og í okkar tilfelli þá verður það alltaf þannig að allir fá ekki það sama. Það verður þá að vinna þetta þannig, að þeir sem hugsanlega verða „útund- an“ núna fái það sem á vantar næst. Þetta verður að vera mat samninga- nefndarmanna en það verður engum hafnað. Við verðum að velja og hafna og við erum menn til að meta það þegar að því kemur. Ég heft samband við sjómenn í dag og það er einhugur meðal manna.“ / þessari deilu kemur upp mál sem ekki hefur verið á borðinu áður, en það er sýndartilfœrsla á skipum til að komast hjá verkfalli. „Þetta er forkastanlegt. Ég höfða til LÍÚ. Þeir hafa gert við okkur samning og ég heiti á þá að þeirra menn standi við samninginn. Ég höfða líka til verkalýðshreyfingarinnar almennt. Ef þetta verður hægt gegn sjómönnum þá mun þetta koma upp víðar. Ég viðurkenni vandamálin gagnvart þeim skipum sem hafa verið leigð til annarra landa, en þau mál eru erfiðari.“ Þeir sem hafa tekið þessar ákvarðanir skilja eflaust eftir sár. Óttast þú að þau verði lengi að gróa ? „Ég held að við ættum að leggja áherslu á að hlýða kalli 99 prósenta sjómanna, sem ekki taka þátt í þessu. Við megum ekki falla í þá gryfju að stoppa viðræður vegna þessara mála. Þetta vandamál getur dregist jafnvel fram í september. Að taka ekki þátt í viðræðum á meðan kemur ekki til greina. Ég ætlast til þess að vinnuveit- endur virði samninga og kalli skipin heim. Þetta eru brot á vinnulög- gjöfinni. Ég hef haft samband við fjóra virta lögfræðinga, sem þekkja vel til vinnulöggjafarinnar. Þeir voru sammála um að þetta væri lagabrot.“ 14
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.