Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.06.1999, Síða 17

Sjómannablaðið Víkingur - 01.06.1999, Síða 17
segir Guðjón Ebbi Sigtryggsson. „Þeir segja að skerðingin sé til komin vegna þess að sjóðurinn verði að eiga íyrir framtíðarskuld- bindingum. { þeim útreikningum reikna þeir með mjög lágum vöxt- um á fjármunum sjóðsins enda þótt meðaltalsvextir síðustu ára hafi verið mun hærri. Skerðingin nem- ur 40-50 prósentum.Varafulltrúi okkar í stjórn samþykkti þessa skerðingu þvert á allar samþykktir sambandsstjórnanna. Lífeyrissjóð- ur okkar er bundinn lögum frá Al- þingi, einn af fáum fyrir utan sjóði opinbera starfsmanna. Á sínum tíma var það hluti af kjarasamningi að sjómenn ættu kost á því að hefja töku lífeyris við sextugt. Ríkið lof- aði ákveðnum fjármunum til að standa að baki þessum lífeyris- greiðslum til þess að greiða fyrir gerð samninga. Því átti stjórnin að neita að samþykkja skerðinguna og láta reyna á lögin. Það hefði verið hugsanlegt að fara í mál við ríkis- valdið til efnda á samningnum." H "Eg lagði inn umsóknir hjá ráðningaskrifstofum í borginni. Hugmyndin var að fá vinnu í einhverju þjónustu- fyhrtæki í sjávarútvegi þar sem skipstjórnarreynsla mín kæmi að notum. Það var ekkert að hafa. Ég var ó- sköp rólegur í hálft annað ár og gaf mér tíma til að leita að starfi. Dundaði mér í garðinum þess á milli,“ segir hann. En hvarflaði að honum að kaupa trillu? t>l að leita að starfi. Dundaði mér í garðinum þess á milli,“ segir hann. En hvarflaði að hon- um að kaupa trillu? »Það hvarflaði að mér en mér finnst það nokkuð hart að punga út 20-30 milljónum til þess eins að hafa atvinnuréttindi. Engan á ég kvótann út á veiðireynsluna þrátt fyrir að á þeim árum sem ég var skipstjóri hafi komið um borð í mín skip um 80 til 90 þúsund t°nn af flski. Það telst víst ekki með eins og kerfið er byggt upp. Kvótakerfið einsog það er í dag er óskapnaður sem er sífellt er verið að plástra. Til lengdar getur þetta ekki endað nema með skelfingu. Ég er þeirrar skoðunar að annað hvort verði menn að hætta þegar þeir eru yngri eða láta sig hafa það að stunda sJo til þess tíma að þeir setjast í helgan stein.,, Að lokum gafst Guðjón Ebbi upp á leit að starfi tengdu sjávarútvegi og réði sig á bensín- stöð Olís. Hann vinnur tvo daga aðra vikuna °g fimm daga hina vikuna. »Mér líkar starfið bara vel en launin eru lág. Eiginlega er ég hissa á því að nokkur geti séð fyrir fjölskyldu á þessum launum. Ég fæ líka útúr lífeyrissjóðnum en það er engin ro- saupphæð. Það tók steininn úr þegar stjórnin samþykkti skerðingu á lífeyrinum okkar,“ J. HINRIKSSON ehf. Sú>arvogi 4, Pósthólf 4154,124 Reykjavík, Sími: 588 6677, Brófsími: 568 9007, Netfang: poly-ice@itn.is Heimasóa: http://www.poly-ice.is „Framlei>endur toghlera t áratugi“ Sjómannablaðið Víkingur 17

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.