Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.06.1999, Blaðsíða 38

Sjómannablaðið Víkingur - 01.06.1999, Blaðsíða 38
sjómanna hefur lýst því hvernig sú fræðsla sem þeir nutu í skólanum hafi bjargað lífi þeirra í sjávarháska og á sama hátt hefur fræðslan gert sjómönnum kleift að standa rétt að björgun félaga sinna sem hafa lent í hafs- nauð. Árangur skólans er ótvíræður eins og allir vita sem til þekkja og alvarlegum slysum og dauðaslysum á sjó hefur fækkað mjög. „Slysum á sjó hefur fækkað ár frá ári á þess- um áratug. Samkvæmt mínum upplýsingum voru 379 slys tilkynnt til Tryggingastofnunar á síðasta ári ríkisins miðað við 460 árið áður. Ég tel hins vegar að fjöldi slysa sem tilkynnt eru Tryggingastofnun gefi ekki rétta mynd af ástandinu og það þurfi að gera mun nákvæm- ari greiningu á þessum slysum sem þangað eru tilkynnt,“ sagði Hilmar Snorrason skóla- stjóri Slysavarnarskóla sjómanna í viðtali við blaðið. ALLT TALtÐ SEM SLYS Hilmar situr í Rannsóknarnefnd sjóslysa og hann bendir á að þótt Tryggingastofnun berist hundruð slysatilkynninga á sjó á hverju ári komi aðeins hluti þessara tilvika til kasta nefndarinnar. „Við í nefndinni erum kannski að fara yfir 50 - 70 atvik tiltekið ár þar sem um er að ræða slys á fólki en sama ár eru tilkynnt yfir 400 slys til Tryggingastofn- unar. Þó eru öll tilkynnt slys ekki bótaskyld. Eitt árið komu 51 slys á 40 skipum til kasta nefndarinnar en flotinn telur 2.200 skip. Það er því ekki sama hvernig orðið slys er skil- greint, en það fer ekki milli mála að alvarleg- um slysum hefur fækkað mjög sem betur fer,“ sagði Hilmar. -Þýðir þetta að sjómenn eru að tilkynna Tryggingastofnun um hverja smáskeinu sem þeir fá eða marbletti? „Vitaskuld eru þetta oft minniháttar atvik sem verið er að tilkynna en menn eiga að vera ófeimnir við að gera það. Við í Slysavarna- skólanum hvetjum sjómenn til að tilkynna slys þótt þau séu ekki stórvægileg. Slys sem virðast minniháttar geta í sumum tilvikum haft slæmar afleiðingar. Ég er því ekki að tala gegn því að tilkynnt sé um smáslys eða minniháttar óhöpp. Hins vegar er alltaf talað um þetta sem fjölda tilkynntra slysa. í fram- haldinu er svo rætt og ritað um að hundruð sjómanna slasist á hverju ári við störf sín. En þcgar fólk heyrir að einhver hafi slasast telur það oftast að viðkomandi hafi til dæmis bein- brotnað eða meiðst mjög á annan hátt. En hér er þessu öll slengt saman í umræðunni og allar tilkynningar falla undir slys hvort sem um er að ræða smávægilegt mar eftir byltu eða slæmt beinbrot. I tölfræði Trygginga- stofnunar er ekki gerður greinarmunur á al- varlegu slysi og minniháttar óhappi. Því heyri ég stundum spurt af hverju slysum fækki ekki þrátt fyrir Slysavarnarskólann. Halda menn að ástandið hafi ekkert lagast? Ég held því fram að ef skólans hefði ekki notið við væri á- standið mun verra. En það að hafa Slysavarn- arskóla þýðir ekki að flotinn sé slysalaus ef ekkert meira er gert. Það er ekki nóg að koma hingað á námskeið ef menn halda að það eitt komi í veg fyrir að þeir lendi í slysi í framtíð- inni. Við bendum þeim á slysahættur, hvað beri að varast og hvað menn geta gert sjálfir til að koma í veg fyrir slys. En þeir verða að greina sinn eigin vinnustað." Kennsla í öryggisstjórnun -Er eitthvað sem Slysavarnarskólinn getur gert til að fækka slysum á sjó enn frekar? „Það er lengi hægt að bæta við fræðsluna og það erum við sífellt að gera. Á grunnnám- skeiðinu sem við erum að berjast við að koma öllum sjómönnum í gegnum kennum við al- mennt hvernig þeir geti bjargað sér og skip- inu ef eitthvað kemur fyrir ásamt því að passa sjálfa sig. Á næsta námskeiði er meira farið yfir í vinnuumhverfið og öryggismálin. Nú bjóðum við uppá námskeið í samvinnu við Endurmenntun vélstjóra og Öryggiskeðjuna þar sem kennd er svonefnd öryggisstjórnun sem beinist að því að bæta stjórnun og mann- leg samskipti um borð í þeim tilgangi að fækka slysum. Með þessu viljum við koma inn nýju hugarfari meðal starfandi sjómanna og ekki síst beina því til yfirmanna að skoða sitt vinnuferli og gera þær breytingar sem þarf. En ég ftreka það sem ég hef oft sagt áður, að menn verða að vinna að slysavörnum um borð í skipum sínum. Það er alveg sama hversu öflugan Slysavarnarskóla við höfum. Ef menn gera ekkert um borð til að fækka slysum þá fækkar þeim ekki.“ Hver er ábyrgð útgerða? -Er ekki einnig þörf á að breyta fyrirkomu- laginu á einhverjum sviðum til að fækka slysagildrum? „Það er ekki vanþörf á því. Sjómenn eru til dæmis settir á krana um borð í skipum án þess að hafa til þess réttindi. Menn þurfa rétt- indi til að stjórna krana á bryggju en ekki um borð í skipi. Aðrar þjóðir hafa ekki þann hátt- inn á. Samskip er nú með tvö dönsk skip á leigu. íslenskir hásetar sem höfðu stjórnað krönum um borð í skipum sínum árum sam- an fengu ekki að fara upp í kranana á þessum dönsku skipum af því að þeir höfðu ekki pappíra uppá það. Þeir urðu að fara á krana- námskeið. Það er víða sem má taka til hendi. Nú er verið að kenna krökkum á grunnskóla- aldri siglingafræði svo þau geti tekið punga- prófið. Það á að hætta þessu og kenna krökk- unum sjómennsku eins og gert var hér áður á Lindargötunni. Og vissulega væri gott ef hægt væri að vera með aðstöðu hér í Slysa- varnarskólanum til að kenna verðandi sjó- mönnum rétt vinnubrögð við viðeigandi að- stæður. Svo má spyrja hver sé ábyrgð útgerða þegar öryggismálin eru annars vegar. Hversu mikla áherslu Ieggja útgerðarmenn á öryggis- málin við sína skipstjóra?. Ég spyr skipstjóra sem hér eru á námskeiðum hvort útgerðar- maðurinn komi um borð þegar skip komi að landi og spyrji hvort nokkuð óhapp eða slys hafi orðið. Skipstjórarnir svara þessu um- vörpum neitandi og það er oft engu líkara en öryggismálin komi útgerðunum ekki við. En ef þeir sem ráða í landi myndu nú setjast nið- ur með skipstjórum og sameiginlega væri far- ið yfir allt sem gæti fækkað slysum og komið í veg fýrir slys hefði mikið áunnist. Það þarf að breyta hugafarinu, bæði til sjós og lands,“ sagði Hilmar Snorrason. ■ 38 Sjómannablaðið Víkingur
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.