Sjómannablaðið Víkingur - 01.06.1999, Blaðsíða 50
meir á sérvisku listamanna. „Þjóðlegur
drykkur landinn“, sagði Óli.
Óli Tótu var hann kallaður, en hét Ólaíur
Sigurjónsson, Ólafssonar frá Litlabæ, bróð-
ursonur Ása. Óli var kenndur við móður
sína eins og margir aðrir Vestmannaeyingar.
Óli Tótu var einn af þessum mönnum sem
fá lífsgreindina í vöggugjöf en alltof fáir fá að
njóta. Óli hvarf með bátnum sínum fyrir
nokkrum árum í öldur hafsins og var mörg-
um harmdauði.
Að lokum
í lúkarnum á Hersteini var stílabók sem
kölluð var „Skálda“. f þessa bók skrifuðu
menn vísur, eða það annað sem í huga kom.
Því miður hvarf þessi bók einn góðan veður-
dag, að ég held þegar Hersteinn litli var í
slipp. Kannski er þessa stílabók einhversstað-
ar að finna og þætti mér vænt um að fregna
af henni ef svo væri.
Þegar fyrsti róður var farinn vorum við
ekki komnir lengra en skammt austur fyrir
skansinn þegar Asi sagði að nú skyldu menn
renna færum. Frost var á og stilla og var því
hélað dekkið. Einhver dró þyrskling og var
hann óðar blóðgaður. Blóðið rann um hélað
dekkið. Þá orti undirritaður:
Flýtur blóð um fölvað dekk
frjósa ljóð á vörum.
Astarglóðin unaðsþekk
eykur gróðurmátt í svörum.
Ég þóttist hafa staðið mig vel að koma
með hringhenduna. Nafni minn, Ragnar
Sigurðsson úr Skagafirði var fljótur að yrkja:
Gleði sviptur, fölur, fár
flækist hann á sjónum.
Nú er ekki nafna Lár
notalegt á klónum.
Þegar hér var komið þótti Ása formanni
nóg fiskað og setti kúrsinn inn að bryggju og
varð ekki lengri róðurinn þann daginn.
Þetta spjall um „listamannabátinn“ endar
með vísu eftir þennan ágæta skagfirska hag-
yrðing:
Kaldir gæar sigla sæ
sálar hægist raunin.
Ef ég ræ með Ása í Bæ
eflaust fæ ég launin. ■
Sendið blaðinu bréf
Við beinum þeirri áskorun til lesenda
blaðsins að þeir sendi blaðinu bréf og tjái
skoðanir sínar á þeim fjölmörgu málum
sem snerta réttindi og afkomu sjómanna.
Eins er blaðið opið fyrir ýmiskonar efni.
Hafið samband við ritstjóra í síma 551-
5002.
Verðlauna-
krossgátan
Nú verða tvenn verðlaun í
boði fyrir réttar lausnir
Dregið verður úr tveimur
réttum lausnum og verður
báðum J>eim heppnu send
saga Oldunnar 1100 ár
Réttar lausnir sendist merktar:
Ritstjóm Sjómannablaðsins Víkings,
Krossgáta
Laugavegi 51 101 Reykjavík
50
Sjómannablaðið Víkingub