Sjómannablaðið Víkingur

Ukioqatigiit

Sjómannablaðið Víkingur - 01.06.1999, Qupperneq 59

Sjómannablaðið Víkingur - 01.06.1999, Qupperneq 59
vinninga á happdrættisárinu er 555 milljón- 'r króna. Þann 27. apríl á næsta ári verður risavinningurinn dreginn út en hann nemur 40 milljónum króna og þessi upphæð er dregin út á eitt númer,“ sagði Sigurður Á- gúst Sigurðsson. Það vekur athygli að ólíkt því sem er í öðrum flokkahappdrættum er dregið viku- iega í Happdrætti DAS. Sigurður er spurð- ur hvernig þetta fyrirkomulag hafi reynst. „Þetta hefur mælst vel fyrir. Fyrir þremur árum var útdráttum fjölgað og í stað þess að draga 12 sinnum á ári er dregið 48 sinnum eðafjórum sinnum í mánuði. Það er helmingi oftar en í Happdrætti HÍ. Með Þessari fjölgun útdrátta leggjum við jafn- framt áherslu á góðu vinningana. Þegar við örógum einu sinni í mánuði vorum við með einn tveggja milljón króna vinning. Nú örögum við út tveggja milljóna vinninga fjórum sinnum í mánuði. í reynd er því fjór- falt meiri möguleiki á að fá tveggja milljón króna vinning. Þar með er helmingi ódýr- ara að spila með okkur en í Háskólahapp- öraettinu ef við viljum fara út í slíkan sam- anburð. En burtséð frá því er Ijóst að Happdrætti DAS hefur lyft grettistaki varð- andi uppbyggingu dvalarheimila fyrir aldr- aða. Það er því afar brýnt að stuðningur Þjóðarinnar við þetta þarfa málefni haldist svo áframhaldandi uppbygging geti átt sér stað. Þörfin er gríðarleg og happdrættið stendur undir kostnaði við uppbygging- una. Ég hvet alla landsmenn til að leggjast á árina með okkur.“ -Er einhver sérstakur hópur fólks sem er áberandi stór í hópi viðskiptamanna ykk- ar? „Okkar stærsti viðskiptahópur hefur ver- ið fullorðnir einstaklingar sem eru á ein- hvern hátt tengdir sjómannastéttinni og Hrafnistuheimilunum. En með því að fjölga útdráttunum höfum við náð betur til yngra fólks sem kaupir okkar miða í vaxandi mæli. Þar kemur líka til aukin notkun krítar- korta sem margt ungt fólk notar og rafræn viðskipti þykja mjög þægilegur greiðslu- máti. Við höfum líka haslað okkur völl með happdrættið í Færeyjum. Það er mikið á- nægjuefni hvað Færeyingar hafa tekið okk- ur vel og spila af miklum áhuga. Þetta er fjórða árið sem við seljum happdrættis- miða í Færeyjum. Þar heitir þetta Happa- drátturin DAS.“ Það hefur ekki farið framhjá neinum að mikil samkeppni ríkir á happdrættismark- aði og þar eru nú margir möguleikar í boði. Sigurður Ágúst bendir á að fólk ætti að kynna sér vinningslíkurnar þegar það á- kveði hvar það ætli að spila. „Samkeppnin hefur farið síharðnandi á þessum markaði og happdrættin þrjú ekki lengur eitt um kökuna. Lottóið byrjaði 1986 og síðan Víkingalottóið. Þá má ekki gleyma spilakössum Rauða krossins og kössum Háskólahappdrættisins. Okkar viðskipta- vinir verða oft hissa þegar við bendum þeim á hvaða möguleika þeir hafa til að hljóta tveggja milljóna króna vinning fjórum sinnum í mánuði í Happdrætti DAS eða einn á móti 80 þúsund. ( Lottóinu eru möguleikinn á vinningi einn á móti 520 þúsund vikulega. Það er því varla spurning hvar hagstæðast er að vera með ef horft er á vinningsvonina." Á Alþingi kom fram tillaga um að lögum yrði breytt svo Happdrætti DAS og SÍBS gætu orðið peningahappdrætti? „Það mál kemur til kasta nýrrar ríkis- stjórnar. Staðreyndin er sú að í gildi eru lög um einkaleyfi Háskólans til að reka pen- ingahappdrætti. En við höfum mörg dæmi um að það einkaleyfi hafi verið virt að vettugi. Til dæmis þegar Lottóið, Víkinga- lottó og spilakassar Rauða krossins og ís- lenskar getraunir hófu starfsemi. Svo þeg- ar kemur að flokkahappdrættunum DAS og SIBS, sem eru með elstu happdrættum hér á landi, er þetta gamla einkaleyfi tekið upp og dustað af því rykið. Því má segja að lögin um happdrætti DAS og SÍBS sem áttu að vernda starfsemi þeirra á sínum tíma séu farin að virka öfugt. Svo ég fari nú ekki að vitna í þessi lög þar sem tíundað er hvað megi vera í vinninga, svo sem bú- peningur og búvélar. Við sóttum um leyfi til að reka spilakassa en fengum neitun. Ári síðan kom svo Happdrætti Háskólans með þá inn á markaðinn. En við berjumst ó- trauðir áfram í þágu góðs málefnis sem öll þjóðin nýtur góðs af með einum eða öðr- um hætti. Það er ekkert sem kemur í stað- inn fyrir Happdrætti DAS,“ sagði Sigurður Ágúst Sigurðsson. ■ sendir sjómönnum og fjölskyldum þeirra bestu kveðjur á sjómannadag! SJÓMANNABLAÐIÐ VÍKINGUR 59
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.