Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.06.1999, Blaðsíða 35

Sjómannablaðið Víkingur - 01.06.1999, Blaðsíða 35
Frumvarp til laga um rannsóknir sjóslysa var lagt fram á Alþingi í vetur en það dagaði uppi í samgöngunefnd LIU á móti frumvarpinu en sjómenn hlynntir Seint á síðasta ári lagði Halldór Blöndal samgönguráðherra fram á Alþingi frumvarp til nýrra laga um rannsóknir sjóslysa. Megin- bteytingin sem frumvarpið inniheldur er að sjóslysarannsóknir eiga samkvæmt frumvarp- lnu að vera algjörlega sjálfstæðar og að því leyti til gerðar hliðstæðar rannsóknum flug- siysa. Ein umræða fór fram á Alþingi um frumvarpið og því síðan vísað til samgöngu- nefndar. Þar var málið statt þegar hlé var gert a störfum þingsins. »Þetta mál kom frekar seint fram og við visuðum því til umsagnar allra hagsmunaað- ila og einnig þeirra sem hafa með þessi örygg- tsmál að gera. Það kom fram gagnrýni frá nokkrum aðilum á frumvarpið þó að lang- flestir hafi tekið því afskaplega vel í meginat- tiðum. Tímaþröngin var hins vegar orðin svo mikil í lok þingsins að við treystum okkur ekki til að ljúka málinu með sómasamlegum fltetti og það dagaði því uppi í nefndinni,“ sagði Einar K. Guðfmnsson formaður sam- göngunefndar í samtali við blaðið. Einar sagði engan pólitískan ágreining vera um frumvarpið en einhvern ágreining af öðru tagi. Búið væri að kalla eftir öllum athuga- semdum og því ætti að vera hægt að vinna málið hratt á nýju þingi næsta haust. Guðjón A. Kristjánsson forsed Farmanna- og fiski- mannasambandsins sagðist í aðalatriðum vera sáttur við þetta frumvarp og hann von- aðist til að þingið afgreiddi frumvarpið sem lög á næsta hausti. Frumvarpið illa samið „Við viljum efla rannsóknir sjóslysa en okkur fannst þetta frumvarp vera illa samið. Olckur finnst ekki eðlilegt að einn maður úti í bæ semji frumvarp sem þetta, þótt hann sé lögmaður og formaður rannsóknarnefndar sjóslysa, heldur eigi aðilar frá hagsmunasam- tökunum að koma sér saman um efni svona frumvarps því þetta er viðkvæmt og umdeilt mál,“ sagði Jónas Haraldsson skrifstofustjóri LÍÚ í samtali við blaðið. „Okkur þykir óeðlilegt að kasta inn svona frumvarpi án þess að nokkrum aðila í sjávar- útvegi sé gefinn kostur á að taka þátt í samn- ingu þess. Menn hafa gegnum tíðina verið að gera athugasemd við rannsóknir sjóslysa en allir hagsmunaaðilar hafa viljað hafa þessi mál í góðu lagi. Því þótti okkur eðlilegt að skipað- ur yrði starfshópur sem færi yfir þetta og kæmi fram með sameiginlega tillögu að frumvarpi. Ég geri ráð fyrir að þegar Alþingi kemur saman aftur haldi afgreiðsla málsins á- fram eða að látið verði að óskum okkar og fleiri um að skipaður verði starfshópur á breiðum grundvelli til að semja nýtt frum- varp. Það verður að vanda til þessa máls og það verður að vera sátt um það,“ sagði Jónas Haraldsson. Rannsóknir sjóslysa Upphaf rannsókna á sjóslysum við ísland má rekja til þess að árið 1963 samþykkti Al- þingi þingsályktunartillögu um að fela ríkis- stjórninni að láta fram opinbera rannsókn á orsökum hinna fjölmörgu skipstapa sem orð- SJÓMANNABLAÐIÐ VÍKINGUR 35
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.