Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.06.1999, Blaðsíða 26

Sjómannablaðið Víkingur - 01.06.1999, Blaðsíða 26
Kolbeinseyjarhrygginn lá flotinn í þessari smárækju. Krafan frá verksmiðjnunum var um að fá afla, bara eitthvað, burt séð frá stærðinni. Það er mikill skaði skeður en það er vissulega von að stofninn komi upp aftur en til þess verðum að banna veiði á þeim slóðum þar sem smárækjan er. Við getum verið að sigla inn í tveggja til þriggja ára erfitt tímabil í rækjuveiðum. Utgerðarmaðurinn hjá okkur ætlar að bregðast við með því að vera meira á Flæmska hattinum og hann hef- ur orðið sér úti um nokkrar veiðiheimildir þar.“ Bjarni, þú hefur verið skipstjóri í meira en aldarfjórðung. Á þeim tíma hafa orðið mikl- ar breytingar. Það er væntanlega fátt líkt með Skírni árið 1973 ogPétri Jónssyni árið 1999? „Ekkert. Mestar hafa breytingarnar senni- lega orðið í vélbúnaði og tækjum. Skipum hefur fækkað og þau hafa stækkað. Ailur að- búnaður hefur gjörbreyst og þessi skip þola allt annað en áður var. Það er komin verulega bræla ef bátur eins og Pétur Jónsson hreyfist það mikið að menn verði að halda sér. Það er varla hægt að líkja þessu saman. Aðbúnaður- inn um borð í Pétri er þannig að það vantar ekkert nema konurnar. Þetta er eins og lúx- ushótel.“ Er rétt að líkja veiðiskipi og hóteli saman? „Nei„ auðvitað ekki. Það er gífurlega mik- ið unnið um borð í vinnsluskipi. Það sem fylgir er líka lengri útiverur. Það er verst á Flæmska hattinum, þar er meiri einangrun þar sem ekki er hægt að vera í sambandi heim.“ Bjarni, það er oft talað um há laun sjó- manna. Heldur þú að hægt væri að manna Bjarni hefur verið duglegur að trimma á sjónum. veiðiskip við ísland ef launin væru ekki góð? „Ef sjómenn væru ekki á góðum launum, þá væri enginn til sjós. Það er vegna tekn- anna sem við erum að þessu. Ég þekki marga sjómenn og ég veit ekki um einn einasta sem er til sjós vegna þess að það sé það skemmti- legasta sem hann gerir. Ef sjómenn hefðu sömu laun í landi og til sjós, þá væru þeir í landi. Það er svo einfalt að ef sömu laun fengjust í landi þá væri enginn til sjós.“ Bjarni, starf skipstjóra er svolítið sérstakt. Ég er viss um að þið eruð oft einmanna og einir að taka ákvarðanir. Þið getið ekki leitað til ráðgjafa um alla hluti eins og forstjórar í landi geta gert. Að auki bætist við að margar ykkar ákvarðana verða ekki teknar aftur. Er þetta ekki rétt? „Jú, það er það. Skipstjórinn verður oft að taka ákvarðanir sem eru ekki vinsælar og á- höfnin er sífellt að hrópa húrra fyrir skip- stjóranum. Það er alveg ljóst. Hann verður að vera þrjóskastur allra, ég tala nú ekki um ef reiðisleysi er. Þá er mikilvægt að gefast ekki upp. Til sjós er það þannig að ef eitthvað get- ur gerst, þá gerist það. Það er með ólíkindum hversu mikið basl getur hellst yfir menn. Skipstjórinn er mikið einn og vissulega er það þannig að það verður ekki aftur tekið sem einu sinni er gert. Ég hélt fyrst að ég gæti farið í túr og verið ánægður með allt þegar ég kæmi í land. Nú veit ég betur. Það er alveg sama hversu mikinn afla ég kem með, ég veit að ég hefði geta gert betur. Það er alltaf eitt- hvað sem má betur gera. í einhverjum tilfell- um er ljóst að ég hefði átt að kasta öðruvísi en ég gerði. Konan segir að það sé alveg sama hvað ég er með góðan afla, ég telji mig alltaf hafa átt að gera betur. Það er alveg ljóst að það er ekki hægt að fara í gegnum túr án þess að gera mistök. Þetta snýst um að lágmarka þau.“ Bjarni segir að með aukinni reynslu eigi hann auðveldara með að sættast á að vera ekki fullkominn, en; „þar sem ég er á einu stærsta og besta skipinu geri ég þær kröfur til mín að ég sé með afla á við þá sem best gera hverju sinni. Auðvitað gengur það ekki alltaf. Núorðið er ég sáttari við sjálfan mig þó ég viti að ég hafi getað gert betur.“ En Bjarni getur verið að af þeim mistök- um sem þú talar um viti jafnvel enginn nema þú? „Oft er það.“ Við höldum áfram að ræða hlutverk skip- stjórans og Bjarni segir að aldrei verði fram- hjá því litið að það er skipstjórans hvort fiskast eða ekki, en Bjarni bætir við að einn geri skipstjórinn ekki neitt. Það þarf góðan mannskap og góður mannskapur fæst ekki nema skipstjórinn standi sig. Þá skiptir út- gerðin miklu máli. „Góð áhöfn getur gert góða hluti á slöku skipi en slæm áhöfn getur fátt þó skipið sé gott. Staða skipstjóra er ekki sterk. Sá sem ekki fiskar heldur ekki plássi og að auki má bæta því við að þá eru launin ekki há, tryggingin er ekki nema eitthvað um 130 til 140 þúsund á mánuði." Þar sem tveir skipstjórar eru á Pétri Jóns- syni er Bjarni spurður hvort hann sé með hugann um borð þegar hann er í frítúrum. Hann segir svo ekki vera, en bætir samt við að ef hann hafi ekki heyrt frá þeim í einhverja daga verði hann vissulega spenntur að vita hvernig gangi. Bjarni hefur unnið talsvert að félagsmál- um, mest í stjórn Lífeyrissjóðs sjómanna þar sem sat í stjórn í um tólf ár og nánar verður komið að hér á eftir. Þar hefur Bjarni sett sig inn í mál af alvöru og tekist að sjálfsmennta sig talsvert. 1 ljósi þess spyr ég Bjarna hvort það, og jafnvel annað, hafi ekki orðið til þess að hann hafi getað hugsað sér annað lífsstarf en sjómennsku. „Nei. Ég var ákveðinn að verða sjómaður þegar ég var hvolpur og mér leiðist það ekki. Það kemur fyrir á Flæmska hattinum þar sem við erum ekki í símasambandi og heyr- um ekkr í útvarpinu. Það er ekki síður slæmt fyrir fólkið okkar. Nei, ég hefði ekki viljað starfa við annað.“ Sem fyrr segir hefur Bjarni Sveinsson sagt af sér sem stjórnarformaður Lífeyrissjóðs sjó- manna, en það gerði hann eftir deilur innan Farmanna- og fiskimannasambands íslands um skerðingu á lífeyrisgreiðslum úr sjóðn- um. Ég spurði Bjarna hvort hann telji sig hafa tekið rétta ákvörðun þegar hann sagði sig úr stjórninni. „Já, ég sé ekkert sem gæti réttlætt setu mína í stjórninni, ekkert. Það er ekki hægt að starfa nema menn séu sáttir við það sem er verið að gera. Ef starfað er öðruvísi en félagar manns vilja þá er ekki annað hægt en hætta.“ Ertu sár yfir því hvernig fór? „Vissulega er ég það. Ég hef eytt mildu af mínum frístundum í lífeyrismálin og tel mig hafa lagt mikla vinnu í þetta starf. Það hefur 26 Sjómannablaðið Víkingub
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.