Náttúrufræðingurinn

Volume

Náttúrufræðingurinn - 1932, Page 20

Náttúrufræðingurinn - 1932, Page 20
NÁTTÚRUFR. 14 Ýmsir munir úr íslenzkum leir. verkum frá náminu. l>óttu sum þessi sýnishorn betri til leiriðn- aðar, en leirteg-undir þær, sem völ var á í Þýzkalandi. Komst verksmiðjustjórinn svo að orði, að með slíku efni mætti skapa sér mikla yfirburði í þeirri iðn. Þegar Guðmundur hafði iokið náminu á listaskólanum, hafði hann tilbúnar margar leirmyndir, er hann hafði gjört úr er- lendum leir. Kom hann þeim að á sýningu, og seldust þær fyrir 1800 mörk. Notaði hann það fé sem farareyrir til þess að fara námsferð til Italíu, Grikklands og Tyrklands. í þessari för fékk hann gott tækifæri til að kynnast leiriðnaði í þessum löndum, og kynntist honum þar líka í frumlegustu og einföldustu mynd, þar sem hann er rekinn með einföldum útbúnaði og ódýrum tækjum, og þó með góðum hagnaði. Þá þóttist hann hafa kynnst þeim tækj- um og útbúnaði, er væri við okkar hæfi, meðan verið væri að byrja og reyna sig áfram í þessari iðnaðargrein. Festist þá sá á- setningur hans, að reyna það sem unt væri til að nema leiriðnað- inum land hér heima. 1926—27 dvaldi Guðm. hér heima og leitaði hófanna um fé til íramkvæmda. Alþingi sá sér þá ekki fært að liðsinna honum í þessu máli. Og þeir voru fáir hér, sem vildu ljá slíkri nýung lið- sinni, aðeins örfáir greiddu lítilsháttar fyrir því að hann gæti frekari tilraunir gert. Safnaði þá Guðm. 70—80 leirsýnishorn- um. Dvaldi hann 1927—28 erlendis og gerði fullnaðar tilraun á

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.