Náttúrufræðingurinn - 1932, Page 30
24
NÁTTÚRUFR
Nýftíndnar frtimmannaleífar.
Sinanthropus Pekinensis.
Róm var ekki byggð á einum degi. —
Mannkynið á langa þróunarsögu að baki. En mestur hluti
þeirrar sögu er torrakinn. H'eimildir eru fáar og vandráðnar.
Þar eru ekki gulnuð bókfell eða gamlar rúnaristur. Þær eru
steinrunnin bein og steinvopn, er fundizt hafa í jarðlögum.
Margt má þó ráða af heimildum þessum. Beinin sýna, hvernig
þessir forfeður okkar munu hafa litið út, af steinverkfærum má
ráða nokkuð um menningu þeirra og hagleik, og af jarðlög-
unum, er beinin finnast í, má ráða aldurinn.
Með því að ráða af líkum og geta í eyðurnar, geta menn
því nú rakið þróunarsögu mannkynsins í stórum dráttum allt
aftur til hinna „loðnu og heimsku apa“. Margt er þó myrkt og
óljóst enn, og þykir því ætíð tíðindum sæta, er nýjar leifar
frummanna finnast.
Hérað nefnist Chou-Kou-Tien, er liggur austur í Kína,
um 60 km. suðvestur af borginni Peking. Af héraði þessu hafa
til skamms tíma fáar sögur farið. En nú á síðari árum hefir
nafn þess hvað eftir annað staðið stórum stöfum í stórblöðum
og tímaritum flestra menningarlanda. Frægð þessi er því að
þakka, að á þessum árum hafa fundizt þarna frummanna leif-
ar, er varpa nýju Ijósi á þróunarsögu mannkynsins.
All-lengi hafði fræðimenn órað fyrir því, að merkar leif-
ar kynnu að finnast í héraði þessu. í lyfjabúðum í Peking er
mjög mikið af gömlum, steinrunnum beinum. Iíafa Kínverjar
mikla trú á þeim til lækninga. Um langan aldur hafa beinin
verið sótt að mestu til Chou-Kou-Tien. Um síðustu aldamót
fann þýzkur vísindamaður mannstönn meðal slíkra beina.
En það er ekki fyr en sumarið 1926, að rannsóknir voru
hafnar fyrir alvöru í Chou-Kou-Tien. Leið svo mest-allt sum-
arið, en daginn áður en hætta átti rannsóknum um haustið,
fundust tvær mannstennur. Var því grafið næsta sumar af
miklu kappi þrátt fyrir borgarastyrjöld og aðra óáran, er geis-
aði í Kína. Fannst enn ein tönn. Voru nú tennurnar fengnar til
rannsóknar kanadiskum prófessor, Davidson Black að nafni, sem
var búsettur í Peking. Hann rannsakaði tennurnar mjög vand-
lega, og kvað þær tilheyra áður óþekktri tegund frummanna, sem