Náttúrufræðingurinn

Ukioqatigiit

Náttúrufræðingurinn - 1932, Qupperneq 33

Náttúrufræðingurinn - 1932, Qupperneq 33
N.'TTÚmiFR. 27 af sprengingunni, þangað til „bergmál“ þeirra kom aftur frá undirstöðu jökulsins. Mælingar þessar sýndu að þykkt jökulsins umhverfis hájökul- stöðina var 2700—3000 m. á þykkt, og berggrunnurinn undir hon- um eigi meira en 300 m. hærri en sjávarmál. Mælingar á öðrum stöðum, nálægt hálendisjaðrinum, við vesturströnd landsins, sýndu að undirlag jöklanna fór smáhækkandi út að fjöllunum við strönd- ina. Samkvæmt þessum athugunum hyggja menn, að miðbik Græn- lands sé geisi víður og djúpur jökuldalur eða jökulhvilft, litlu hærri en sjávarmál, sem sé umkringd af allt að 3000 m. háum fjallgörðum, er koma í ljós út við strendurnar. Jökulhvilft þessi er kúffull af jökli og jökulbungan yfir henni, um miðbik lands- ins, svo há, að jökullinn rennur út af börmunum. Ganga þaðan fer- legir skriðjöklar yfir fjallgarðana, niður fjallaskörðin út við strendurnar og alla leið í sjó fram, og þaðan berst borgarísinn úr skriðjöklunum suður höfin beggja megin Grænlands, dreifir frá sér kulda, og gerir siglingaleiðir skipum hættulegar langt suður f.vrir New Foundland. Þó höfunum umhverfis Grænland, og langt suður á bóginn, sé stórt skamtaður jökulísinn úr þessari miklu klakakistu Græn- lands, er hún, að því er virðist, jafn barmafull og kúfuð af jökli og áður, og svo mun enn verða um langan aldur, nema loftslagið brevtist stórum til hins betra. En það er á einskis manns færi að segia fyrir um slíkt. — En í jarðlögum á Grænlandi hafa jarð- fræðingar lesið það, að land það, sem þarna er grafið og drepið í dróma undir geysi-þykku jökulfargi, hefir um eitt skeið, endur fyrir löngu, átt fífil sinn fegri. Á Miðöld jarðsögunnar (Krítar tímabilinu), um það bil, sem skaparinn var að skapa undirstöðu- lög Danmerkur, var Grænland grænna en nú. Þá spruttu þar suð- ræn lauftré, svo sem brauðaldintré, fíkjutré og 'platanviður, sem eigi þróast við minni ársmeðalhita en 21 0 C., og á Nýöldinni, þeg- ar undirstöðulög íslands voru að myndast, voru löndin þar norð- ur frá vaxin laufslcógum, svipuðum þeim sem nú vaxa í Mið- Evrópu. G. G. B.

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.