Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1932, Blaðsíða 35

Náttúrufræðingurinn - 1932, Blaðsíða 35
kÁTTÚRUE'K. 29 brigði, en ekki hefir verið talin ástæða til að ákveða fleiri en fimnl, þau eru nefnd eftir aðaltegundinni, Falco rusticolus, auk sérnefna sem hvert afbrigði hefir fengið. F. r. canclicans er í norður Græn- landi og nyrsta hluta Ameríku; F. r. islandus er dreifður um suð- urhluta Grænlands, ísland og norður Ameríku; F. r. obsoletus á heima í Labrador; F. r. alascanus í Ataska; og F. r. uralensis í Síberíu. Það, sem aðallega er stuðst við og svo til eingöngu í a- kvörðun þessara afbrigða, er mismunandi litur fuglanna. Þeir, sem nyrztir eru, verða ljósari, og það svo, að einstaklingar, sem veiddir hafa verið í nyrztu heimskautalöndum, eru nær alhvítir, aftur á móti eru F. r. rusticolus dökk gráir og gætir varla ljósari randa á stéli né flugfjöðrum þeirra. Annars er afar erfitt að ákveða al‘- brigðin þar sem þau koma saman, eins og t. d. í Grænlandi, þar verður F. r. candicans dekkri og dekkri eftir því sem sunnar dreg- ur, og F. r. islanclus ljósari eftir því sem færist norðar, þar til enginn munur verður sjáanlegur á þessum tveim afbrigðum. ÖJl þessi afbrigði eru dálítið mismunandi að stærð innbyrðis, en ekki verður gerður neinn verulegur stærðarmunur milli afbrigðanna. Sumir telja, að fálkinn í heimskautalöndunum sé lengur að þrosk- ast, og verði ári síðar en hinir getnaðarfærir, og hefir það við nokkrar líkur að styðjast, sem séð verður hjá sumum öðrum heim- skautafuglum (húsönd, æðarfugl), annars er það atriði ekki enn að fullnustu rannsakað. Hér á landi hafa menn verið með allskonar getgátur um fálk- ana. Sumir vildu telja Ijósa fálka, gamla fugla, og þá dökku, unga. Aðrir töldu ýmsar tegundir eftir stærð, lit o. s. frv. Lang mest er hér af Falco rusticolus island.us, flestir með mjög svipaðan lit; s\ o er hér dálítið af mismunandi ljósum fálkum, F. r. candicans og F. r. rusticolus eða aíkvæmi beggja þessara afbrigða. Þessir fálii- ar koma hingað við og við með ísum og rjúpum frá Grænlandi, (>g farfuglum á vorin (F. r. rusticolus). Eg hefi séð fálkahjón við hreiður, sem enginn vafi leikur á, að hafi verið F. r. candicans, og fremur dökkur F. r. islandits. En þar sem fáir einstaklingar koma hingað, gætir einkenna þeirra skammt, og líkur eru til, að svipað komi af fálkum frá norður Grænlandi og Skandíanavíu; haggast því ekki séreinkenni íslenzka fálkans. William F. Pálsson.

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.