Náttúrufræðingurinn - 1981, Page 28
áburöarlausu reitanna. Hlutur mosa í
gróðurþekju óx sumsstaðar við friðun,
en minnkaði annarsstaðar án nokkurrar
sjáanlegrar reglu. I Melgerði margfald-
aðist hlutur þeirra, en var reyndar lítill
fyrir. Hlutur mosa minnkaði verulega
strax á fyrsta ári áburðargjafar og áfram
síðan, en þeir hurfu þó hvergi, jafnvel
ekki við árlega áburðargjöf. Þeir héldu
þó ekki nema broti upphaflegrar þekju.
I eftirverkunarreitunum breiddust
mosar smám saman út, en fjarri fór, að
þeir næðu upphaflegri útbreiðslu á til-
raunatímanum. Hlutur mosa í gróður-
þekju áburðar- og eftirverkunarreit-
anna var í nánu samhengi viö hlutdeild
grasa, þannig að grösin breiddust aðal-
lega út á kostnað mosa og öfugt.
Fléttur
Fléttur (Liclienes) komu fyrir á öllum
tilraunastöðunum nema tveimur.
Hlutur þeirra var hvarvetna innan við
2% af gróðurþekju nema 12% á Jökul-
dalsheiði. Fléttur drógu mjög saman
seglin á öðru áburðarári og hurfu alveg
við árlega áburðargjöf. Þær breiddust
ekki út í eftirverkunarreitunum.
HELSTU NIÐURSTÖÐUR
Reynt hefur verið að taka helstu
niðurstöður saman í einfalda töflu. I il
einföldunar var tegundum eða
tegundahópum gefin einkunn eftir við-
brögðum við áburðargjöf. Þar voru
breytingar metnar bæði sem mismunur
og hlutföll. Niðurstöður eru sýndar í
Töflu II. Eitt tákn, + eða —, gefur til
kynna lítinn mun og sjaldnast mark-
tækan. Tvö merki, + + eða-----, eiga
að sýna í stórum dráttum tvöföldun eða
helmingun lítillar hlutfallsþekju og
verulegar breytingar á stórum hlut í
gróðurþekju. Þrjú merki, + + + eða
------, þýða þá margföldun eða hvarf
lítils hluts í þekju og tvöföldun eða
helmingun mikillar hlutfallsþekju.
Fremsti dálkur töflunnar sýnir breyt-
ingar á hlut einstakra tegunda í þekju
áburðarlausu reitanna. Annar dálk-
urinn er samanburöur áburðarreitanna
og áburðarlausu reitanna fyrstu tvö
árin. Þriðji dálkurinn sýnir mun
áburðargjafar annað hvert ár og
áburöarlausra reita frá þriðja ári til loka
tilraunanna. Fjórði dálkurinn er
samanburður eftirverkunarreitanna og
þeirra reita, sem fengu áburð annað
hvert ár.
1 framhaldi af þessu var reynt að raða
tegundum í fáeina flokka eftir við-
brögöum þeirra við áburðargjöf og frið-
un. Lýsing þeirra gæti verið á þessa leið:
Flokkur 1: Mikil útbreiðsluhæfni. Ná
hámarksútbreiðslu á fyrsta sumri
áburðargjafar, en þoka, er gras-
svörður þéttist.
Flokkur 2: Breiðast út við friðun. Halda
hlut sínum við áburð annað hvert ár.
Flokkur 3: Lítill hlutur í gróðurþekju,
en breytist ekki að ráði við áburðar-
gjöf-
Flokkur 4: Hlutur í gróöurþekju
minnkar við áburðargjöf. Hverfa þó
ekki alveg.
Flokkur 5: Hverfa við áburöargjöf.
Breiðast sáralítiö út i eftirverkunar-
reitunum.
í Töflu III er tegundum raðað í þessa
fimm flokka.
Sjá má, að meira en helmingur teg-
unda fræplantna er í tveimur síðustu
dálkunum. Þangað flokkast þær teg-
undir, sem fara mjög halloka í sam-
keppni við grösin. Því hlýtur áburðar-
106