Náttúrufræðingurinn

Årgang

Náttúrufræðingurinn - 1981, Side 32

Náttúrufræðingurinn - 1981, Side 32
um notum. Af þeim er töluvert til á höfuöborgarsvæðinu, en grátlega fáir borkjarnar hafa þó verið varðveittir. Þrátt fyrir þessa erfiðleika er ýmislegt, sem hægt er að henda reiður á, til að- greiningar hinna einstöku hrauna. Utlit bergs í handsýni er stöku sinnum með svo ákveðnum svip, að þekkja má hraunið hvar sem það kemur fyrir. Plagíoklasdílótt hraun eru oft góð leiðarlög. Smásjárskoðun kemur lika að góðum notum, sérstaklega til aðgrein- ingar á sprunguhraunum og dyngju- hraunum. Landfræðileg dreifing hraunlaga og afstaða til annarra laga auðvelda sömuleiðis ákvörðun um, hvað telja skuli eitt lag, eða lagasyrpu og hvað greina skuli að. A stöku stað koma setlög einnig að góðum notum og jafnvel holufyllingar, svo og rof. HELSTU HRAUNAFLOKKAR Síðkvarterum hraunum (þ. e. hraunum yngri en 700.000 ára) á Reykjavíkursvæði má skipta í 4 megin- flokka eftir útliti þeirra i handsýni. 1. Ölivíndílótt dyngjubasalthraun, 1 —5% af heildarmassanum er ólivín. 2. Dílalaust eða mjög smádílótl dyngjubasalt með gisinni kristalla- röðun. Bergið er grófkornótt, svo greina má með berum augum ljósar og dökkar steindir þess. 3. Plagíóklasdílótt hraun. Stundum eru ólivíndílar einnig í berginu. 4. Hraun sem ekki falla í framan- greinda flokka. Með þessari flokkun og þeim þáttum sem fyrr voru nefndir er hægt að skipta grágrýtinu og öðru síðkvarteru bergi á Reykjavíkursvæðinu í aðskilin hraunlög og hraunlagasyrpur, sem afmarka má í tíma og rúmi. í fyrsta flokkinn falla flest elstu hraunin á svæðinu. I þeirra hópi eru dyngjuhraunin, sem mynda grunninn undir mestum hluta Reykjavíkur og Kópavogs. Sams konar hraun eru á Alftanesi, i yngri hlutum Viðeyjar, á Geldinganesi, við Brúarland, á Álfsnesi og Brimnesi. Þetta er hið eiginlega Reykjavíkurgrágrýti. Grágrýtishraun, afar keimlík Reykja- víkurgrágrýtinu, koma fram á svæðinu frá Breiðholti og Arbæ, norður i Keldnaholt og þaðan má rekja þau austur að Hafravatni. Þessi hraunlög koma einnig fram á allvíðáttumiklu svæði við Selvatn. I Breiðholtinu grein- ast þessi hraun frá Reykjavíkurgrágrýt- inu af plagíóklasdílóttu hraunlagi og setlögunr sem nánar verður vikið að síð- ar. Um uppkomustaði þessa grágrýtis er ekkert vilað. Hraunlög í öðrum flokki hafa mikla útbreiðslu á höfuðborgarsvæðinu. Þetta berg er að jafnaði efst, eða mjög ofarlega í staflanum. Það þekur Mosfellsheiði umhverfis Borgarhóla og nær niður undir Selvatn og suður fyrir Lyklafell. Til norðurs má rekja það að Leirvogs- vatni og þaðan vestur að Mosfelli og jafnvel allt út á Álfsnes. Þetta hraun- flæmi er að líkindum komið upp efst á Mosfellsheiði, þó ekki í Borgarhólum, því að j^eir eru úr öðru bergi. Líklegasti uppkomustaður er vestur af Eiturhól á sýslumörkum Árnes- og Gullbringu- sýslu. Hraun þessi eru lítið rofin upp á heiðinni sjálfri og ungleg. Annað flæmi svipaðra hrauna nær frá Keldnaholti og Reynisvatnsheiði allt suður í Ásfjall og Hvaleyrarholt hjá 110

x

Náttúrufræðingurinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.