Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1981, Blaðsíða 43

Náttúrufræðingurinn - 1981, Blaðsíða 43
Stefán Arnórsson: Efnahitamælar INNGANGUR Orðið efnahitamælir hefur verið notað um þau uppleystu efni í jarðhita- vatni, sem nota má til þess að áætla hitastig í jarðhitakerfum. Þeim efna- hitamælum, sem mest notagildi hafa haft, má skipta í tvo flokka. Annars vegar eru kísilhitamælar, en hins vegar katjónahitamælar. Þeir fyrrnefndu eru tveir (kvars og kalsedón hitamælar), en þeir síðarnefndu þrír (Na-K, Na-K-Ca og Na-K-Ca-Mg hitamælar). Oft kólnar jarðhitavatn í upp- streymisrásum undir uppsprettum og í aðfærsluæðum grunnra borhola. Mark- miðið með notkun efnahitamælanna er að áætla það hitastig, sem ríkir í jarð- hitakerfinu neðan kælingarsvæða upp- streymisrása og felur þar með i sér mat á því, hversu heitt vatn gæti fengist með borun eða dýpri borun á tilteknum stað eða jarðhitasvæði. Einnig má nota efnahitamæla til að áætla hitastig á vatni við innstreymi í borholur á há- hitasvæðum. Gunnar Böðvarsson mun hafa áttað sig á því fyrstur manna, að styrkur kísils í heitum uppsprettum gaf vísbendingu um hitastig i undirliggjandi jarðhita- kerfi. Eru niðurstöður að þessu lútandi birtar í grein eftir þá Gunnar Böðvars- son og Guðmund Pálmason frá 1961. Mahon (1966) sýndi fram á, að styrkur kisils i heitu vatni úr borholum á jarð- hitasvæðinu í Wairakei á Nýja Sjálandi samsvaraði uppleysanleika steind- arinnar kvars fyrir það hitastig, sem mældist í borholunum. Byggði hann niðurstöður sinar m. a. á nýlegum til- raunum um uppleysanleika kvars i vatni við mismunandi hitastig (Morey o. fl. 1962). Á sama tíma leiða Fournier og Rowe (1966) líkur að því, að styrkur kisils í heitum uppsprettum á jarðhita- svæðinu í Yellowstone i Wyoming i Bandaríkjunum ráðist af uppleysan- leika kvars i jarðhitakerfinu. Með þeim tveim tímaritsgreinum frá 1966, sem nefndar hafa verið, er lagður grunn- urinn að kvarshitamælinum. Athuganir hér á landi hafa leitt í ljós, að samræmi er ekki gott milli mælds hitastigs í borholum á lághitasvæðum við kvarshitastig, þótt slik væri ekki raunin á um borholur á háhitasvæðum. Hins vegar var samanburður góður, væri miðað við uppleysanleika kalse- dóns, þ. e. kalsedónhita (Stefán Arnórs- son 1970, 1975). Þessar tilraunir byggðu m. a. á tilraunum Fourniers um upp- leysanleika kalsedóns, þótt niðurstöður hans birtust ekki á prenti, fyrr en 1973 (Fournier 1973). Þar með var kalsedón- hitamælirinn til orðinn. Síðari athug- anir í öðrum löndum, t. d. í Frakklandi, hafa og leitt í ljós, að styrkur kísils í Náttúrufræðingurinn, 50 (2), 1980 121
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.