Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1985, Blaðsíða 22

Náttúrufræðingurinn - 1985, Blaðsíða 22
is, hækkar aftur upp í venjulegt gildi skömmu á undan skjálftanum, gæti það stafað af því, að vatn í berginu hafi nú aftur náð upphaflegum þrýst- ingi vegna aðstreymis frá nærliggjandi svæðum. Sumir af skammtímaforboð- unum gætu líka stafað af því að bergið sé byrjað að gefa eftir á einhverjum hluta svæðisins áður en sjálfur land- skjálftinn ríður yfir. Við það verða hraðar og ef til vill óreglulegar breyt- ingar á spennuástandi jarðskorpunn- ar, sem aftur valda breytingum á eigin- leikum bergsins. Um þessi atriði eru nokkuð skiptar skoðanir (sjá t.d. Press 1975), og verður sjálfsagt ekki úr skorið fyrr en meiri reynsla safnast. Forskjálftar eru algengasta tegund mældra skammtímaforboða, en það eru minni háttar skjálftar sem verða skömmu á undan meginskjálftanum. Það rýrir þó notagildi þeirra, að það er talsverðum erfiðleikum bundið að þekkja þá frá öðrum skjálftum. Ekki verða heldur forskjálftar á undan öll- um stórum skjálftum, til dæmis er ekki vitað til þess að forskjálftar hafi fund- ist á undan stærstu skjálftunum á Suðurlandi. JARÐSKJÁLFTASPÁIN í HAICHENG Víkjum nú sögunni til Kína. Árið 1975 reið mikill jarðskjálfti yfir Liaon- ing-hérað í NA-hluta Kína (sjá 3. mynd). Skjálftinn mældist 7,3 stig á Richterskvarða og átti upptök um það bil 20 km frá borginni Haicheng, sem hefur 90.000 íbúa. Jarðskjálftinn varð að kvöldi dags 4. febrúar og lagði í rúst eða stórskemmdi um 90% mannvirkja í borginni, auk tjóns á nærliggjandi svæðum. Miðað við tíma dags, kalt veður og að u.þ.b. 500.000 manns búa á svæði þar sem eyðilegging á rnann- virkjum var meiri en 50%, hefði mátt búast við að allt að 100.000 manns færust. í raun fórust aðeins fáir og er það fyrst og fremst að þakka því að jarðskjálftanum var spáð með mikilli nákvæmni. Kippurinn kom klukkan 19:36, en síðasta aðvörun til íbúa var gefin um kl. 14. Aðvörunin kom eng- an veginn óvænt því allt frá árinu 1970 hafði þessi hluti landsins verið undir sérstöku eftirliti vegna jarðskjálfta- hættu. Hér verður reynt að rekja at- burðarásina sem leiddi til þess að jarð- skjálftanum var spáð svo nákvæmlega. Nánari upplýsingar er að finna í grein eftir Raleigh og fleiri (1977). Fyrsta langtímaspáin um jarð- skjálfta á þessum slóðum var gerð árið 1970, en þá var samþykkt á fundi kín- verskra jarðskjálftafræðinga að auka jarðeðlisfræðilegar mælingar í Liaon- inghéraði. Ástæðan virðist fyrst og fremst hafa verið sú, að skjálftavirkni í NA-Kína hafði árin áður fært sig til á reglubundinn hátt frá suðvestri til norðausturs eins og sést á 3. mynd. Ef svo héldi fram sem horfði, var líklegt að næsti stóri skjálfti yrði í Liaoning- héraði innan fárra ára. í framhaldi af þessari samþykkt voru gerðar um- fangsmiklar mælingar á gerð og eðli jarðskorpunnar í héraðinu. Sprungur og misgengi á yfirborði voru kortlögð og mælt var segulsvið, þyngdarsvið og hljóðhraði, með það fyrir augum að finna misgengi og brotalamir sem ekki sjást á yfirborði. Skjálftasaga svæðis- ins var rannsökuð nánar og 17 nýjar skjálftamælistöðvar voru settar upp. Hæðarmælingar, sem áður höfðu verið gerðar, voru endurteknar til þess að finna hvort breytingar hefðu orðið, og nýjum hæðarmælingalínum var bætt við. Settir voru upp síritandi halla- mælar og segulmælar. Jarðeðlisfræð- ingum var fjölgað á svæðinu, en auk þess var skipulagt starf fjölda leik- manna og áhugamanna, sem söfnuðu upplýsingum, til dæmis um vatn í 16
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.